Vikan


Vikan - 02.04.1964, Side 11

Vikan - 02.04.1964, Side 11
ið að segja og allt hitt til samans — svona fyrsta sprettinn að minnsta kosti. Þrýstin og fagurlega sköpuð ungmeyj- arbrjóst, ávalar og lipurlegar lendar, dreymandi dimmblá augu, lifandi og slikimjúkt hár — allt þetta er hismi eitt, samanborið við kvenlega, kyn- æsandi fætur. Og þá kemur það auð- vitað af sjálfu sér, að ef konan vill verða eftirsóknarverð í augum karl- mannanna, þá er hyggilegast fyrir hana að nostra við fæturna eins og hægt er og gera þá sem fegursta, þar til hún getur dáleitt hvaða karlmann sem er, með fótunum einum saman. Til þess eru margar leiðir, og margs að gæta. Lag fótanna, hreyfingar þeirra, hversu mikið af þeim má sjást — og áferð þeirra. Og þá erum við raunverulega kom- in að þýðingarmesta atriðinu í sam- bandi við klæðnað kvenna. Það eru sokkarnir! í sjálfu sér var ástæðulaust fyrir mig að eyða svona löngum formála í það að sanna hve mikið kven- sokkar hafa að segja — bæði fyrir kvenfólk og karlmenn. Þetta vita allir, og hafa vitað öldum saman. Þess vegna er viðleitnin stöðugt sú, að gera kvensokka fegurri, að þeir fegri fótinn og leyni göllum hans, og um leið er það að sjálfsögðu mikið atriði fyrir alla, að sokkar séu jafnframt endingargóðir og eins ódýrir og kostur er án þess að rýra gildi þeirra að öðru leyti. Það hefur áunnizt geysimikið í þessari viðleitni og það sem lík- lega er einstakt um eina tegund framleiðslu, hefur skeð með kven- sokka, að gæði þeirra, fegurð og verð er tryggt hjá framleiðendum á þann hátt, að alþjóðanefnd met- ur vörugæðin á hverjum stað, ber þau saman við vörugæði á heims- markaðnum og flokkar þau eftir því. Þessi alþjóðnefnd, „Internat- ional Comité d'Elegance du Bras", hefur nú metið gæði þeirra fyrstu kvensokka, sem framleiddir hafa verið á íslandi, og dómurinn er: Fyrsta flokks framleiðsla. Þessi dómur nefndarinnar hefur það m.a. í för með sér, að þessi íslenzka sokkaverksmiðja getur — ef vi11 — selt alla sína framleiðslu á erl. markað, og þó meira væri. Hráefni í sokkana og fullunnin framleiðsla, er svo létt í sér og fyrirferðarlítið, að flutningskostnað- ur er hverfandi lítill, en hann er einmitt það, sem hefur skapað mestu erfiðleikana í sambandi við sölu íslenzkrar framleiðsluvöru á erlendum markaði. En þessi fyrsta íslenzka kven- sokkaverksmiðja var ekki stofnuð til þess að selja á erlendan mark- að, heldur miðað fyrst og fremsl við það að selja á íslenzkum mark- aði íslenzka framleiðsluvöru, sem væri sambærileg eða betri að feg- urð, gæðum og verði, við hvaða erlenda framleiðslu sem vera skal, og jafnframt að tryggja íslenzku kvenfólki góða og ódýra vöru. Þetta hefur tekizt fyrir framtak nokkurra ungra, framsýnna manna, sem stofnuðu fyrir tæpu ári síðan Sokkaverksmiðjuna Evu h.f. á Akra- nesi, að undangengnum rannsókn- um og athugurium í hálft annað ár. Fyrstu sokkarnir eru nú komnir á markaðinn í mjög smekklegum umbúðum, og reynsla er að skap- ast, sem vafalaust verður bezta auglýsingin fyrir þessa fram- leiðslu. Reynsla erlendra sérfræðinga og aðstoð þeirra á allan hátt, tryggir það að framleiðslan verður verk- smiðjunni til sóma, og að íslenzkt kvenfólk getur héðan af klæðzt næf- urþunnum og áferðarfallegum ís- lenzkum sokkum. ★ íslenzkur iðnaSur hefur undanfarin ár tekiS hröSum framförum, og nú er álit almennings á ís- lenzkri framleiSslu orSiS allt annaS en fyrir nokkrum árum, þegar enginn vildi kaupa íslenzka vöru. ViS erum orSin samkeppnishæf á erlendum markaSi meS margar tegundir framleiSslu. Nýjasta framleiSslan er íslenzkir kvensokkar, sem hafa fengiS vottorS erlendis um aS þeir séu fyrsta flokks vara, - og hagstætt tilboS um útflutning hefur borizt víSa frá erlendum fyrirtækjum Sokkarnir eru snjóhvítir, þegar þeir koma úr vélunum, en cru síðar litaðir eftir kúnstarinnar reglum. Hér eru Iagðar síðustu hendur á framleiðsluna, og sokkarnir bundnir saman í búnt eftir gerð og stærð. m Það er nákvæmnisvcrk að þræða örfína og næstum ósýnilega þræðina í vélina. Hluti af vélasal, þar sem spunavélarnar framlciða citt par af fyrsta flokks kvensokkum á hverri mínútu — allan sólarhringinn. Þegar sokkurinn kemur úr spunavélinni, er liann opinn í báða enda. Sérstakar saumavélar cru til að loka fyrir tána. Áður en það er gcrt, hefur hver einasti sokkur vcrið grand- skoðaður tvisvar sinnum, og vcrður skoðaður einu sinni enn, þegar hann er litaður. Það er því ótrúlegt að nokkur gallaður sokkur komizt í hendur neytenda. Myndin sýnir tvær vcrksmiðjustúlkur vera að ráðgast um sauntaskapinn. VIKAN 14. tbl. — -Q

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.