Vikan - 02.04.1964, Síða 16
UNDIR
4
AUGU
Effir
QK.
að orð hefur legið á
einu veitingahúsi höf-
uðstaðarins nú um
nokkra hríð, að karl-
menn sem væru að
leita sér að rekkjufélaga yfir
nóttina, gætu vandræðalaust
fundið hann (hana) þar, ef
þeir hefðu þúsund krónur við
höndina, sem þeir gætu glatt
rekkjufélagann með um leið.
Svo ítrekaðar eru þessar sög-
ur orðnar, að ef þær eru all-
ar uppspuni einn, þá er meira
skáldað í höfuðstaðnum en
marga grunar. Talað er um
ákveðin sæti, sem þessar stúlk-
ur sitja jafnan á, og er kall-
aður „þúsund króna bekkur-
inn“, og sagt er að þessar
greiðviknu stúlkur séu jafn-
vel farnar að klæðast nokk-
urskonar einkennisbúning,
svo að menn þurfi ekkert að
fara í grafgötur með það að
þeir séu á réttum bekk og
tali við rétta stúlku.
Einkennisbúningurinn er ...
nei, annars. Það er ekki rétt
að þær fái ókeypis auglýs-
ingar hérna. Slíkar auglýsing-
ar kosta þúsund krónur.
Ef þeim finnst karlmenn of
lengi að koma sér til að ræða
viðskipti, taka þær gjarnan
af skarið og hefja raunhæf-
ar viðræður. Kunningi minn
einn kom þarna fyrir nokkru,
og vissi þá ekkert um þessi
mál, en fékk sér í glas og
tyllti sér á þægilegan bekk
rétt hjá barnum, við hliðina
á einkar snoturri stúlku. Þau
tóku brátt tal saman og fór
vel á með þeim, en ekki báru
kynferðismál á góma, þar til
stúlkan færði sig allt í einu
nær honum á bekknum, lagði
hné sitt að hans og þrýsti vel
á eftir um leið og hún sagði
undurblítt: „Eigum við að
koma að ólátast?"
onum leizt vel á það, og
hann fullyrðir að það
hafi verið skemmtileg-
ustu ólæti, sem hann
hefur lent í.
Sagt er að þessar stúlkur
séu yfirleitt kurteisar og til-
litssamar, enda margar hverj-
ar aldar upp á „góðum heimil-
um“. Sögð er sú saga um ann-
an herramann, sem ekki var
eins utanveltu í þessum mál-
um og ólátabelgurinn. Hann
fór vitandi vits að bekknum
og settist þar hjá einni ein-
kennisklæddri, og ekki leið
á löngu þar til þau höfðu kom-
ið sér saman um næturstað.
Þau bjuggust því til brott-
ferðar hið bráðasta, og herr-
ann tók fatamiða stúlkunnar
til að ná í kápuna hennar.
Hún bað hann þá að afsaka
augnablik á meðan hún
skryppi frá.
„Allt í Iagi“, sagði hann,
„hvert ferðu?“
„Ég ætla bara að tala við
kærastann minn, — hann er
hérna inni.“
„Kærastann þinn... ? Ertu
vitlaus . . . ætlarðu að láta
hann vita af þessu?“
„Já, það er allt í lagi. Hann
veit af þessu. Við erum nefni-
iega að safna okkur fyrir
íbúð“.
g úr því að við erum
farin að ræða um
svona hluti, er kannske
ekki úr vegi að ég segi
ykkur eina í viðbót,
sem ég get þó ekki sannað.
Það var maður, sem varð
yfirleitt ekki gott til kvenna,
því hann var ekki beint lag-
legur, og svo horaður og
renglulegur að hörmung var
að sjá.
Hann vildi samt ekki gef-
ast upp, og einhverju sinni
var hann staddur í fyrr-
greindu veitingahúsi, og fór
að stíga í vænginn við mynd-
arlega stúlku, sem þó var
sýnilega búin að slíta barna-
skónum, og vel það.
Það fór vel á með þeim, og
lauk kvöldinu þar með því
að hann fékk að fylgja henni
heim. Hún bauð honum svo
inn upp á drykk, og áður en
Iangt um leið vísaði hún hon-
um til svefnherbergis síns og
sagði honum að afklæðast og
leggjast í rekkjuna.
Hann varð allshugar feginn
að fá svona þægilegan nætur-
stað og myndarlegan rekkju-
naut, og snaraði sér úr fötun-
um þegar hún hafði farið aft-
ur út og lokað á eftir sér.
Hann var komin upp í og
beið í ofvæni eftir næsta at-
riði, þegar hurðin opnaðist
skyndilega og konan kom al-
klædd inn, með þrjá litla
stráka á eftir sér.
Hún gekk að rúminu, svifti
sænginni ofan af manninum,
og benti strákunum á hann
um leið og hún sagði:
„Þarna sjáið þið bara strák-
ar, svona verðið þið ef þið
gegnið ekki og takið inn
lýsi . . .“
Ég fékk að sitja í hjá vini
minum um daginn, frá Hafn-
arfirði til Reykjavíkur. Á und-
an okkur ók stór og mikill
vörubíll, sem aldrei vildi
hleypa okkur framúr. í hvert
skipti, sem vinur minn reyndi
að komast fram hjá honum,
þá annaðhvort beygði hann
inn á veginn, eða jók ferðina
þangað til aðrir bílar komu á
móti, og ekki var hægt að
taka fram úr.
Loks komumst við til bæj-
arins, og vörubíllinn stoppaði
við Miklatorg, og vinur minn
ók upp að hliðinni á honum
á hinni akgreininni. Hann
opnaði gluggann og kíkti upp
til vörubílstjórans.
„Og hvað svo . . . ?“ urraði
vörubílstjórinn.
„0-ekkert“, svaraði vinur
minn, „ég veit HVAÐ þú ert
— mig langar bara til að sjá
hvernig þeir líta út“. *
Sú saga er sögð að vega-
vinnuflokkur við Mý-
vatn, liafi verið sárt
leikinn af mýbitinu, og
kvörtuðu menn mikið
yfir því.
Verkstjórinn var fæddur og
uppalinn þar í sveitinni, og
þótti lítið til þess koma, sagði
að þetta væri ekkert nema
skræfuskapur. Aldrei gerði
mýið honum neitt mein.
Það var deilt um þetta fram
og aftur, þar til verkstjórinn
sagðist skyldi sanna þeim
þetta. Þeir mættu binda sig
allsnakinn við staur á meðan
þeir færu heim í tjald til að
borða hádegisverð, og síðan
mættu þeir skoða sig til að
sannfærast um það að hann
hefði hvergi verið stunginn.
Þessari deilu lauk með því,
að þessu boði var tekið, verk-
stjórinn klæddi sig úr hverri
spjör og leyfði þeim að binda
sig fastan við staur, og síðan
fóru mennirnir að borða.
Það leið ekki á löngu þar
til þeir heyrðu óglöggt að
hann fór að kalla. Þeir létu
það eiga sig, og hugsuðu gott
til glóðarinnar, að nú fengi
hann aldeilis að finna fyrir
mýbitinu.
En svo ágerðust köllin, og
þeir heyrðu greinilegan ang-
istartón í hrópunum, svo þeim
leizt ekki á blikuna og fóru
að rannsaka málið.
„Hvað er að?“ hrópuðu þeir,
þegar þeir voru að komast til
hans.
„Rekið þið helvítis kvígu-
kálfinn þama í burtu, hann
heldur að ég sé mamma sín!“
— VIKAN 14. tbl.