Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 17
SPILDFÝSN Hann var haldinn mikilli spilaástríðu, og svo var konunni hans fyrir að þakka, aS hann hélt alltaf að heppnin _______ væri honum hliðholl........................................... Halldór Jónsson hafði allt sitt líf verið haldinn mikilli spilaástríðu og var frægur og umtalaður vegna afburða þekkingar á alls konar veðmál- um. Hann hafði það nánast á tilfinningunni, að vera ekki fullklæddur, ef vasar hans voru ekki fullir af veðmálaseðlum og keppnisskrám. Allt frá því að hann var drengur, hafði Dóri verið altekinn af þessari spilaánægju. Þá hafði hann verið í hnífaparís og enginn var leiknari en hann að krækja í pottinn. Á basörum og hlutaveltum tæmdi hann kass- ana og læddist svo úttroðinn heim. Þar sem einhver vinningsvon var, þar var Dóra litla að finna. En með spilum spilaði hann aldrei, því að móðir hans var heittrúuð og hafði innprentað honum, að slíkt væri að skemmta skrattanum. Margir furðuðu sig á því, að Halldór skyldi anna þessu öllu, meðan hann þeyttist um landið þvert og endilangt á rútubílnum. Jú, eins og margir aðrir rútubílstjórar var Halldór kvæntur, og það konu, sem skildi hann fulkomlega. Konan hans hét hinu skáldlega nafni Lára að skírnarnafni, og hún var án efa alveg í sérflokki og ómetanleg fyrir ferðamanninn Dóra. Hún veðjaði og athugaði skýrslurnar um hestaveðhlaupin og sá um allt. Vegna vinnu sinnar og allra þeirra eftirvinnutíma, sem hann tók, til þess að afla fjár til veðmálanna, gat hann aldrei sjálfur verið viðstaddur, og var því þessi hjálp Láru honum ómetanleg. Mörgum sinnum bölvaði hann þeim vegalengdum ,sem fylgdu starfi hans, og þess vegna var hann ákveðinn að hætta starfi þann dag, er hæsti vinningurinn kæmi í hans hlut. Það er bara tímaspursmál, var hann vanur að segja við öll taekifæri. — En vinnurðu nokkurntíma nokkuð? spurði fólk hann. — Já, svona jafnt og þétt, svaraði hann. Dóri sagði ekki ósatt, því að hann vissi ekki betur. En það var nú ekki sannleikurinn, það hefði Lára getað borið vitni um. En það gerði hún auðvitað ekki. Hún óttaðist að sannleikurinn mundi fá hjarta Dóra til að bresta. Þetta var því hennar vandamál. En ef hann kæmist nú að því einn góðan veður- dag? Hún hafði aldrei treyst sér til að hugsa þá hugsun alveg til enda. — Hér er skráin, kona, var hann vanur að segja, — og hér eru peningarnir. Ég hef ekið fimmtán tíma í yfirvinnu í þessari viku og set tvö hundruð á Sunderland. f þetta sinn vinn- um við, Laura! — Við skulum vona það, svaraði hún og stakk peningunum og skránum í töskuna. Svo féltk hún veðseðla og peninga, og það fór á sömu leið. Eftir að þau voru nýgift, hafði hún hugsað til þess með kvíða, hvað mundi gerast ef þau nú ynnu. Það gerði ekki svo mikið til meðan það voru smáupphæðir — nú já, tvö þúsund hafði verið það hæsta hingað til. Þegar það kom fyrir að þau ynnu, var það venjulega fimm hundruð eða þúsund krónur. Þannig hafði það gengið í hverri viku eftir að þau giftust. Halldór Jónsson hafði ekið í yfirvinnu, rakað saman peningum og veðjað, en Laura hafði haft framkvæmdirnar með höndum. Hann var frá sér numinn af gleði í hvert sinn að hann vann smáupphæð. Þá hafði hann að minnsta kosti getað sagt fólki eitthvað, sem var að spyrja hann. Að hann hefði lag tvö hundruð undir og aðeins unnið hundrað, sagði hann hins vegar aldrei, en það var mestmegnis vegna þess, að hann gleymdi þannig smámunum. Það var ekki hægt að vera að hengja sig í smáatriðin, fyrir þá, sem voru spilamenn af náð. En tíminn leið og það varð æ erfiðara fyrir Láru að segja honum sannleikann. Þann sann- leika, að hann hafði ekki grætt öll þessi ár, heldur tapað yfir hundrað þúsund krónum. Þetta var nokkurs konar lífslygi. Hvað hafði ekki Henrik Ibsen sagt: „Takirðu lífslygina frá einhverjum, á hann ekki lengur neitt til þess að lifa fyrir!“ Já, það var eitthvað á þessa leið. Mundi þá hann Dóri hennar ekki hafa lengur neitt til að lifa fyrir? Það var einmitt það, sem hún óttaðist. En Láru var innan- brjósts eins og þeim, sem framið hefur hinn fullkomna glæp, henni var orðið ómögulegt að halda þessu lengur leyndu. Þetta varð að koma fram í dagsljósið, og einn góðan veður- dag tók hún kjark í sig. Halldór var einmitt að fá henni peninga og keppnisskrá um knattspyrnu í Englandi. Hann hafði merkt nákvæmlega við liðin, sem hún átti að veðja á. •—- í þetta sinn höfum við það Manchester- United, Lára, sagði hann eiginlega mest til þess að hugga sjálfan sig. — Það hefur ekki verið mikið um vinninga upp á síðkastið. En eins og þú veizt, er logn undan stormi! — Ég vildi svo gjarnan, að þú hættir þess- um löngu ferðum, Dóri, sagði hún með varúð. — Ég sé þig næstum aldrei! — Ég er búinn að segja, að ég hætti þann dag, sem stóri vinningurinn kemur inn um dyrnar hjá okkur, sagði hann og klappaði henni á vangann. — Nú, það getur ekki verið nema tímaspursmál! — Það sagðirðu Hka fyrir tíu árum síðan, leyfði hún sér að segja. — Vertu þolinmóð kona góð, þetta kemur, þetta kemur allt . . . —- En þú vinnur aldrei neitt, sagði hún hægt. ^ — Einhverntíma kemur að mér, sagði hann JJy glaðlega. — Hafðu það í huga, að alltaf vinn- um einhver, alltaf í hvert einasta skipti, Lára! Framhald á bls. 39. VJKAN 14. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.