Vikan - 02.04.1964, Side 19
, 2
U y '*sn,
. 'WíMfá,
■■■
■/■\. '':':..'.
liÉil
o Við réttarhöldin. Henri majór í vitnastúkunni.
Samtíma teikning.
Rithandarsýnishorn, sem lögð voru fram til saman-
burðar. Efst er bréfið, sem ókæran var sprottin af, í
miðju rithönd Dreyfusar og neðst rithönd
Esterhazys greifa. i)
Esterhazy greifi,
sem líklega
var hinn raun-
verulegi söku-
dólgur í Dreyfus-
armálinu. )
O Þau áttu ekki sjö dagana sæla:
Eiginkona Dreyfusar og börn þeirra.
austið 1894 gegndi Aifreð Dreyfus herráðsforingi höfuðs-
mannsembætti við fótgönguliðsfylki í París. Laugardag-
inn þann 13. október barst honum skrifleg skipun að
mæta til fundar í hermálaráðuneytinu kl. 9 á mánu-
dagsmorgun, óeinkennisklæddur.
Dreyfus furðaði nokkuð á fundartímanum, því að
venjan var að slíkir fundir væru haldnir að kvöldi dags, og einnig að
það skyldi tekið fram, að hann ætti ekki að mæta einkennisklæddur, en
annars hugleiddi hann bréfið ekki nánar.
Þennan sunnudag heimsótfu þau Alfreð og Lucie kona hans foreldra
hennar, eins og þau voru vön, voru þar fram á kvöldið, og á mánu-
dagsmorgun fylgdi Pierre litli, sem kominn var á fjórða árið, föður
sínum út á dyraþrepið eins og hann alltaf gerði. Dreyfus kom sízt
til hugar að kveðjustundin þennan mánudagsmorgun yrði honum sú
endurminning, er léði honum hvað mest þrek og þor í þeim þrenging-
um, sem nú tóku við.
Sjálfur hefur Dreyfus sagt frá atburðunum þennan dag á þessa leið:
UNDARLEG TILMÆLI.
— Veðrið var svalt og fagurt þennan morgun. Þokuslæðingurinn flúði
sólskinið, og allt virtist benda til að þetta yrði góður dagur. Ég kom
nokkru fyrr ( hermálaráðuneytið en tiltekið var og gekk um hrlð fram
og aftur úti fyrir byggingunni, áður en ég lagði leið mína upp á skrif-
Jg — VXKAN 14. tbl.
stofuganginn. Picquart hershöfðingi kom til móts við mig, hafði auðsjáan-
lega beðið komu minnar og leiddi mig þegar inn í skrifstofu sína. Mig
furðaði á því, að sjá ekki neinn af félögum mínum þar þegar inn kom,
því að liðsforingjarnir voru alltaf kallaðir nokkrir saman á slíka fundi.
Við Picquart ræddum saman nokkra stund um daginn og veginn, áður
en hann fylgdi mér inn í skrifstofu herráðsforingjans. Ég varð harla undr-
andi þegar ég kom þangað inn. Ég hafði gert ráð fyrir að hitta herráðs-
foringjann þar sjálfan, en þess í stað tók du Paty de Clam herforingi á
móti mér, í fullum einkennisbúningi. Þar inni hjá honum voru staddir þrír
menn, óeinkennisklæddir, sem ég bar ekki kennsl á. Það voru þeir Cochef-
ert lögreglustjóri, ritari hans og Gribelin skjalavörður.
Du Paty kom til móts við mig, og var svo að heyra sem honum vefðist
tunga um tönn. — Herráðsforinginn kemur innan stundar. Þér vilduð kannski
gera mér þann greiða að skrifa fyrir mig nokkrar línur á meðan við bíð-
um? Ég þarf að skrifa bréf, en hef slæmsku í fingri.
Mér fannst þetta einkennileg beiðni eins og á stóð, en engu að síður
svaraði ég tilmælum hans þegar játandi. Ég tók mér sæti við lítið borð,
þar sem allt virtist áður undirbúið, en du Paty tók sér sæti við hlið mér,
svo nálægt að hann gat fylgzt með hverri handhreyfingu minni.
Hann bað mig fyrst að fylla út eyðublað varðandi herdeiIdareftirlitið,
en því næst tók hann að lesa mér fyrir bréf og komst ég að raun um
það síðar, að flestar setningarnar voru með líku orðalagi og þær, sem gat
að lesa í hinu svokallaða „borderau", það er að segja bréfi því, sem
Þeir sem nú eru áttræðir kynnu aS muna hávaðann, sem varð út af Dreyfusarmálinu, mesta rétt-
arfarshneyksli síðari tíma. Flestir hafa heyrt minnzt á þetta mál og þessvegna verður það rifjað
upp í nokkrum greinum í Vikunni. Byrjunin var sú, að kafteinn af Gyðingaættum var tekinn í
franska herráðið og það var að mestu skipað Jesúítum. Þegar Ijóst var, að einn meðlimur her-
ráðsins var svikari, var lausnin einföld: Svikasti mpillinn var settur á Gyðinginn Dreyfus. Æsing-
urinn vegna málsins setti allt á annan endan í Frakklandi. Ríkisstjórnum var steypt. Lygi og fals-
anir urðu til þess, að Dreyfus var sendur til hinnar illræmdu Djöflaeyjar. Hámarki náði þetta
dramatíska mál, þegar skáldið Emile Zola skrifaði „Ég ákæri“ eins og frægt er orðið. Það leiddi til
þess, að Dreyfus fékk fulla uppreisn æru og metorða eftir langa útlegð og niðurlægingu.
DREYFUSMAUD
Alfred Dreyfus var aS ósekju ósakaður um njósnir og föðurlandssvik. Það var slíkt hitamál í Frakklandi að stappaði nærri borgarastyrjold og
hrærði allan hinn siðmenntaða heim.
Alfred Dreyfus, kafteinn í franska hernum, áður en hann var ákærður. l>
1.HLUTI
notað var sem sönnunargagn fyrir ákærunni, er síðar var lögð fram
gegn mér. A meðan ég skrifaði, hvessti herforingirin allt í einu á
mig augum. — Hönd yðar titrar, sagði hann. Það var ekki satt, og
fyrir herréttinum, 1894, skýrði hann svo frá, að hann hefði einmitt
veitt því athygli að hönd mín titraði ekki meðan ég skrifaði, talið
að ég gætti þess af ásettu ráði og viljað fá mig til að missa stjórn
á mér.
Mig furðaði mjög á æstri rödd hans og óvingajrnlegri framkomu
við mig, en þar eð ég hafði ekki minnsta grun um hvað á seyði var,
tók ég þessi orð hans þannig, að honum fyndist ég ekki skrifa nógu
vel. Mér var kalt á fingrunum, því að svalt var úti og ég hafði ekki
verið nema nokkrar mínútur inni í hlýju herberginu. Ég svaraði líka
samstundis: — Mér er kalt á fingrunum.
VERIÐ VARKÁR, ÞETTA ER ALVARA!
Ég hélt áfram að skrifa eins rólegur og áður, en enn reyndi du
Paty herforingi að slá mig út af laginu með nýrri, reiðilegri athuga-
semd: — Verið varkár, þetta er alvara! Enda þótt þessi ókurteisa og
óvenjulega framkoma kæmi mér mjög á óvart, svaraði ég athuga-
semd hans engu, en reyndi að vanda skriftina eins og mér var
unnt. Samkvæmt því er du Paty skýrði frá síðar, fyrir herrétti, tók
hann þetta sem sönnun þess hve forhertur ég væri, og þótti hon-
um því tilgangslaust að láta mig halda Framhald á bls. 31.