Vikan - 02.04.1964, Qupperneq 20
Framhaldssagan
LEVNDAROÖMUR
TURNSINS
Það fró hrollur um Marian
og hún leit aftur fram á veginn.
Sums staðar var hann nægilega
breiður, en aðrir kaflar hans
voru það mjóir, að þeir hlutu
að vekja ótta hjá lofthræddu
fólki. En hún varð að hálda
áfram. Hún mátti til að litast um
inni í turninum. Hann dró hana
að sér með ómótstæðilegu afli.
Hún gekk niður þrepin á klöpp-
ina og beygði inn á stíginn. Hún
varaðist að líta niður í flæðar-
málið og reyndi að horfa stöðugt
á stíginn framundan.
Marian reyndi að hugsa um
eitthvað sem gæfi henni öryggi,
og skyndilega varð henni Ijóst,
að hún var farin að hugsa um
Alan Chard. Hún hugsaði um
sólbrúnt andlit hans og sterkar
hendurnar, sem höfðu lyft henni
upp í bátinn. Nú fann hún bezt
hve mikið hún laðaðist að hon-
um.
— Hjálpaðu mér núna, Alan,
hvíslaði hún, og síðasti spölur-
inn varð henni nú auðveldari.
Þetta hafði aðeins tekið stutta
stund. Tveggja mínútna áköf
taugaspenna og þá var hún kom-
inn á öruggan stað — í bili. Hún
dró andann djúpt og gekk í kring-
um bygginguna þar til hún fann
dyr, sem sneru að sjónum. Yfir
þeim voru tveir litlir gluggar,
grafnir djúpt inn í múrvegginn. Við enda stígsins stóð lag'Jcgur
Mávur stóð á bjargbrúninni maður með bros á vör og beið
rétt hjá og starði á hana. Allt e^ir henni.
í einu opnaði hann gogginn,
gargaði hátt og flaug út á haf-
ið. Hún stóð ein eftir, ekkert
sjáanlegt í kringum hana annað
en himinn og haf og svo ein-
manalegur turninn.
Aftur fór um hana hrollur.
Hvað mundi hún finna á þessum
undarlega stað? Hennii; fannst
sem Joe frændi stæði við hlið
henni þegar hún lyfti slánni og
ýtti þungri eikarhurðinni inn.
Fyrstu viðbrögð hennar voru
vonbrigði. Bogalagað herbergið
var tómst, nema nokkrir kassar
stóðu upp við einn vegginn. Við
annan vegg var eitthvað, sem
líktist steinbekk, og þykkt ryk
var yfir öllu. Hún gekk innar
og sá þá járnstiga bak við dyrn-
ar. Hann lá upp á aðra hæð, þar
2Q — VIKAN 14. tbl.
EFTIR
TRACY
ORDE
3. HLUTI
Frændi Marian dó og arfleiddi
hana óvænt að öllum eignum sín-
um, en frændfólkið, sem hugsaði
um hann undir það síðasta fékk
ekki neitt. Marian fer að vitja
eigna sinna og fær góðar mót-
tökur. Hún fer að vitja um hum-
argildrur með frændanum Paul
og hefði drukknað í þeirri ferð,
hefði ekki Alan Chard rithöfund
borið að henni til bjargar. Eftir
þetta finnst henni dauði frænd-
ans tortryggilegur og Paul sömu-
Iisiðis. Hún kemst að því, að hann
skuldar stcrfé vegna veðreiða-
brasks, en að lienni frágenginni,
er Paul og fólk hans næst erfðum
eftir gamla manninn. Ákveðin
í að leysa gátuna laumast Mari-
an til að skoða gamla turninn
á bergbrúninni, þar sem frændi
hennar dvaldi löngum stundum
og hrapaði síðast til bana.
sem litlu gluggarnir voru undir
hvolfþakinu.
Þar kom hún í einkennilega
vistlegt herbergi, þrátt fyrir
rykið, sem þakti þar allt. Á hvít-
um veggjunum héngu stjörnu-
kort og myndir af landslagi á
tunglinu. Dökkt, kringlótt teppi
þakti gólfið og á því stóð hæg-
indastóll og fallegt gamalt skatt-
hol. Bækur voru alls staðar, en
hún sá engan stjörnukíki. Það
eina, sem virtist vera eftir af
honum, var stöpullinn, sem hægt
var að snúa í hring og stóð í
miðju herberginu.
Hún gekk að skattholinu.
Henni féll illa, að þurfa að snerta
nokkuð af því sem Joe frændi