Vikan - 02.04.1964, Qupperneq 33
Ég er saklaus! Því næst bætti ég
við leyfið mér að minnsta kosti að
sjó sannanirnar fyrir þeim svívirði-
lega glæp, sem þið fullyrðið að ég
hafi framið.
— Sannanirnar eru bæði nægar
og óvefengjanlegar, svöruðu þeir,
en vildu þó ekki ræða það nónar.
Henry majór og lögregluþjónn
nokkur fór nú með mig í Cherce-
Midi fangelsið, en Henry majór
hafði staðið í felum ó bak við tjald
á meðan á þessu stóð, vissi því
allt hvað gerðist, en á leiðinni (
fangelsið spurði hann mig engu
að síður hvað mér væri gefið að
sök. Síðar samdi hann skýrslu um
svör mín, og kom það síðar fram
við réttarhöldin yfir mér, að hún
var öll upplogin.
Þegar í fangelsið kom, var ég
lokaður inni ( klefa með einum
litlum glugga, sem vissi út að garð-
inum, þar sem þeim dæmdu var
leyft að viðra sig. Ég var gersam-
lega einangraður, og mér var harð-
neitað um að hafa nokkurt sam-
band við mína nánustu. Hvorki
fékk ég blýant eða pappír til um-
ráða, og fyrstu dagana var mér
borið fangafæði, en sú lögleysa
var síðar leiðrétt.
Varðstjórinn og lögregluyfirmað-
ur nokkur, eini maðurinn, sem hafði
lyklavöldin að klefa mínum, voru
alltaf í fylgd með þeim sem færðu
mér matinn. Öllum var þeim strang-
lega bannað að mæla við mig
nokkurt orð.
Þegar ég var látinn vera aleinn
í þessum myrka og þrönga klefa,
voru áhrifin af því, sem gerzt hafði
og þeirri svívirðulegu sök, sem ég
var borinn, enn fersk og sterk í
huga mér. Og þegar mér varð svo
hugsað til. þeirra, sem ég hafði
kvatt, glöð og hamingjusöm, fyrir
aðeins fáum klukkustundum, greip
mig óhugnanlegt æði. Ég öskraði
eins og villidýr, æddi fram og aft-
ur um kiefann og barði höfði við
veggina. Loks kom yfirfangavörð-
urinn, ásamt lögregluyfirmannin-
inum, inn til mín og tókst að róa
mig um hríð.
Það er mér sönn ánægja að mega
votta Forzinetti majór, æðsta manni
herfangelsisins, virðingu mína.
Hann kunni að samrýma stranga
skyldurækni hermannsins göfug-
ustu tilfinningum mannsins.
YFIRHEYRSLUR OG ÓVISSA.
Næstu sautján daga yfirheyrði
du Paty herforingi mig án afláts.
Hann kom alltaf síðla kvölds, ásamt
réttarritara sínum, Gribelin skjala-
verði. Hann las mér samhengislaus-
ar setningar úr hinu glæpsamlega
bréfi, rak það upp að augum mér,
þannig að ég gat greint eitt og
eitt orð eða brot úr orðum, og
spurði mig hvort ég kannaðist við
rithönd mína eða ekki. Auk þess,
sem skráð var í réttarbókina, dylgj-
aði hann um allskonar hluti, sem
mér var ógerlegt að skilja, tók síð-
an skref afturábak og stóð þar
hnarreistur, en ég vissi ekki hvað-
an á mig stóð veðrið og botnaði
ekki neitt í neinu.
Enn sem áður var ég engu nær
hvað snerti ástæðurnar fyrir ákær-
unni á hendur mér. Þrátt fyrir a11-
ar mínar spurningar fékk ég ekki
neinar upplýsingar um þessa hræði-
legu sakargift, það var eins og
að þreifa eftir handfestu út í blá-
inn.
Það var að minnsta kosti ekki
du Paty herforingja að þakka, að
ég hélt réttu ráði þessa óendan-
legu daga og nætur. Ekki gat ég
skráð neitt af því, sem ég braut
heilann um, því að ég hafði hvorki
blað né blýant. Allan sólarhringinn
glímdi ég við gátu þeirra sam-
hengislausu setninga, sem mér
hafði tekizt að fá sem svar við
spurningum mínum, og einungis
urðu til þess að gera mig hálfu
ringlaðri. Ég leið hinar hræðilegustu
þjáningar á þessu tímabili, en sam-
vizka mín var hrein, og boð henn-
ar var skilyrðislaust: Ef ég dæi,
mundu allir álíta mig sekan. Hvað
sem það kostaði, varð ég að halda
lífi svo að ég mætti skýra öllum
heiminum frá sakleysi mínú.
Fimmtánda daginn, sem ég sat
í fangelsinu, sýndi du Paty mér
loks Ijósmynd af bréfi því, sem
sanna átti sekt mína og síðar hlaut
almennt nafnið „borderau"-ið.
Það bréf hafði ég ekki skrifað.
Ég var ekki höfundur þess, það
eitt var víst.
Þegar du Paty hafði lokið við
að yfirheyra mig, gaf Mercier hers-
höfðingi og hermálaráðherra skip-
un um að hafin skyldi réttarrann-
sókn í máli mínu. En mannorð mitt
reyndist með öllu óflekkað,- ekkert
það fyrirfannst í sambandi við ævi-
feril minn eða breytni, sem vakið
gat á mér minnsta grun.
RÓGUR OG SLÚÐURSÖGUR.
Þann 3. nóvember undirritaði
herstjórinn í París, Saussier hers-
höfðingi skipun um réttrarannsókn.
Majór d'Ormescheville, saksókn-
ara við 1. herdómstól í París, var
falið að sjá um framkvæmd henn-
ar. Þegar til kom, gat hann ekki
borið fram neina formlega ákæru
á hendur mér. Öll skýrsla hans var
eitt samansafn af órökstuddum
dylgjum og ósönnum aðdróttunum.
Skýrsla sú hlaut líka verðskuldaða
meðferð af herdómstólnum 1894.
Síðasta skiptið, sem hann kom sam-
an til að fjalla um mál mitt, lýsti
fulltrúi ríkisstjórnarinnar yfir því í
lok ræðu sinnar, að ákæran yrði
enn ekki byggð á neinu öðru en
umræddu bréfi.
Lögregluyfirvöldin höfðu látið
fara fram nákvæma rannsókn á
einkalífi mínu, og lögðu fram opin-
bera skýrslu að henni lokinni, sem
öll gekk mér í vil. Hins vegar lagði
einn af starfsmönnunum við upp-
lýsingastofnun hermálaráðuneytis-
ins, Guénée, fram aðra skýrslu, sem
samanstóð af rógi og slúðursögum
eingöngu. Þó fór svo, að einungis
sú skýrsla var lögð fram í her-
réttinum 1894, en lögregluskýrslan
hvarf — eftir að hún hafði verið
fengin Henry majór í hendur. Fyrir
atbeina hæstaréttar fannst frumrit-
ið að lögregluskýrslunni í skjala-
safni lögreglunnar, svo að sann-
leikurinn kom f Ijós, árið 1899.
Réttarrannsóknin stóð í sjö vik-
ur samfleytt og allan þann tima
var ég hafður í haldi, gersamlega
einangraður frá umheiminum. Þann
3. desember, 1894, ákvað fulltrúi
ríkisstjórnarinnar, Brisset majór, að
mál skyldi höfðað gegn mér, þar
DAVÍÐ STEFÁHSSO
Heyrið skáldið lesa upp nokkur af sínum
beztu kvæðum.
Til eru fjórar gerðir af hljómplötum. Tvær 45 snúninga,
ein 33 súninga 10 tommu og ein 33 snúninga 12
tommu, en á hinni siðasttöldu hljómplötu eru öll kvæðin
af hinum þremur.
Hljómplötur Davíðs Stefánssonar halda á
lofti minningunni um hið ástsæla skáld.
FÚLKINN - hljómplötudelld
Laugavegi 24 — Simi 18670.
Á plötuumslaginu segir Steingrímur J. Þorsteinsson m.a.:
„Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt af höfuðskáldum íslands.
Auk þess er hann svipmikill og sérstæður upplesari. Þarf ekki að lýsa
skáldlegum og seiðmögnuðum, flutningi hans fyrir þeim, sem hafa
í höndum þessa hljómplötu".
VIKAN 14. tbl. — 23