Vikan - 02.04.1964, Qupperneq 36
f
að hún gæti verið bendluð við neitt
þesshóttar. Hún gekk út og inn ó
heimili sendiherrans og sendiróðs-
skrifstofunum, sem voru í sama
húsi. Þar tæmdi hún papírskörfurn-
ar á hverju kvöldi þegar hún gerði
hreint — en færði Bruecker allt, sem
í þeim var að finna.
Svo gerðist það að grunur féll
á Bruecker sjálfan. Ung stúlka,
sem hann hafði átt vingott við,
kvað hann hafa trúað sér fyrir því,
að hann léti stjórnast af fégirnd
fyrst og fremst og tæki því, sem
bezt byðist. Varð hún uppvís að því,
að stela leyniskjölum úr vörzlum
hans og selja Þjóðverjum og var
dæmd í fimm ára fangelsi fyrir
vikið.
Af öllu þessu féll svo sterkur
grunur á Bruecker, að ekki mátti
hann hafa neitt samband við mad-
dömu Bastian framar. Var henni
nú gert að færa Hubert Henry
majór, starfsmanni í gagnnjósna-
deildinni, allt sem til félli úr pappírs-
körfunum.
ESTERHAZY GREIFI OG MAJÓRINN,
SEM Á HANN TRÚÐI.
Þannig var þá umhorfs, þegar
franski greifinn, Ferdinand Walsin
Esterhazy majór, færði þýzka her-
málaráðunautinum, Schwarzkoppen
allmörg hernaðarleg skjöl, þann 1.
september, 1894.
Svo er að sjá sem Esterhazy hafi
að þessu sinni gleymt að afhenda
með skjölunum lista yfir þau, sem
hann hafði gert. Hið svokallaða
„bordereau". Þetta hefur aldrei
verið upplýst fyllilega, en senni-
lega hefur hann uppgötvað
gleymsku sína nokkru síðar, snúið
aftur og stungið listanum inn á
milli póstbréfa hermálaráðunautar-
ins.
Gagnnjósnarinn Bruecker, sá er
fallinn var í ónáð, sat um hvert
tækifæri að vinna aftur það traust,
er vinkonan sæla hafði af honum
haft. Þann 26. september gerðist
hann jafnvel svo fífldjarfur í örvænt-
ingu sinni, að hann gekk rakleitt
inn í anddyri þýzku sendiráðsbygg-
ingarinnar, rakst þar á póstbréf
Schwarzkoppens, stakk þar á sig
plaggi nokkru og gekk á brott.
Plagg þetta var skjalalistinn, „bord-
ereau"-ið, sem síðar varð mikil-
vægasta „sönnunargagnið" gegn
Alfreð Dreyfus. Þóttist Bruecker
hafa vel unnið og afhenti plaggið
þegar í gagnnjósnadeildinni.
Þeim í upplýsingaþjónustunni
hafði verið það Ijóst í full þrjú ár,
að njósnari nokkur var starfandi
á vegum þýzka sendiráðsins, sem
hafði aðgang að skjölum franska
herforingjaráðsins. Og það var
Hubert Henry majór, sem tekið
hafði að sér að koma upp um hann.
Henry var eini herráðsforinginn,
sem unnið hafði sig upp úr röðum
óbreyttra hermanna. Hann hafði
sýnt dirfsku mikla og hreysti í styrj-
öldum, bæði í nýlendunum og á
meginlandi álfunnar og verið út-
valinn sem meðlimur í hina háu
samkundu til tákns um viðurkenn-
ingu þeirrar hugsjónar, að lýð-
ræði skyldi gilda — einnig innan
hersins. Þrátt fyrir allt varð hann
þó aldrei aðnjótandi fullrar viður-
kenningar af hálfu samstarfsmanna
sinna. Voru þó margir þeirra honum
lægri að tign, en meiri ættar, og
litu því niður á hann, og hlaut hann
því að viðurkenna það fyrir sjálf-
um sér, og ekki sársaukalaust, að
víða voru honum lokaðar dyr sem
því aðeins mundu Ijúkast upp fyrir
honum, að hann fæddist aftur, og
þá af ættmeira foreldri. Og þó að
starfsfélagar hans gætu komið
glaðklakkalega fram við hann á
vinnustað, hurfu þeir honum að
starfi loknu inn I þann heim, sem
var þeirra, en gat aldrei orðið hans.
AUÐUNNIÐ HERFANG.
Þegar Esterhazy greifi þóttist
hafa þörf fyrir að eiga vikagóðan
vin í annarri skrifstofu, varð Henry
honum auðunnið herfang. Ester-
hazy var borinn yfirstéttarmaður,
Henry hafði orðið að vinna sig
upp metorðastigann. Esterhazy var
fæddur í París, en kynjaður úr Ung-
verjalandi, af frægri aðalsætt þar
■í landi. Faðir hans hafði tekið þátt
f Krímstríðinu sem franskur her-
foringi. Hafði greifinn misst foreldra
sína ungur, og alizt upp að miklu
leyti í heimavistarskólum austur-
ríska hersins, þeim er opnir stóðu
ungum mönnum af miklum ættum.
Sem hermaður hafði Esterhazy
unnið sér frægð og frama, og hlot-
ið heiðursmerki fyrir hreysti og
hugdirfsku í styrjöldinni 1870. Af
mannkostum hans fór aftur á móti
minni saga, og stéttarbræðrum
hans, herforingjunum, varð tíðrætt
um undarlegar fjárreiður hans.
Hann hafði kvænzt auðugri konu
af mikilsvirtum frönskum aðalsætt-
ur, en sóað öllum heimanmundi
hennar, sem ekki var neitt smá-
ræði. Seinna hafði hann gerzt með-
eigandi í fínu hóruhúsi, sem sótt
var af æðri stéttar mönnum, og auk
þess haft mikið fé út úr Rotschild
baróni, á þeim forsendum að hann
væri hagsmunamálum Gyðinga sér-
lega hlynntur — en var um leið
náinn kunningi ritstjóra andgyð-
ingamálgagnsins „La Libre Parole".
En Henry majór var algerlega
blindur á báðum augum gagnvart
göllum Esterhazy greifa. Bauð
greifinn honum að eta og drekka
með sér, og beitti mjög glæsibrag
sínum og íburði í lifnaðarháttum
til að ná virðingu hans og trúnaði.
Um þetta leyti var Esterhazy greifi
herfylkisstjóri í Rúðuborg, hafði
hann einsett sér að verða meðlim-
ur í herforingjaráðinu, en vissi þar
engan líklegan sér til fylgis, ann-
an en Henry majór. Henry majór
þótti það hins vegar ólýsanlegur
heiður, að greifi, kynborinn Eester-
hazy, skyldi leita til hans um að-
stoð.
Æðsti maður gagnnjósnadeildar-
innar, Sandherr ofursti, var frá
Lorraine, ákaflega tortrygginn I
garð allra erlendra manna og hat-
aði allt, sem hafði einhvern þýzk-
an keim. Esterhazy-ættin var alltof
alþjóðleg til þess að hún félli hon-
um í geð, og gerðist hann því al-
gerlega mótfallinn, að Esterhazy
greifi yrði kjörinn til að taka sæti
í herráðinu. Greifinn gafst þó ekki
upp í fyrstu lotu, en hélt áfram
að tryggja sér vináttu og fylgi
Henrys majórs, sem hann kynnti
meðal annars fyrir vini sínum,
Drumont, ritstjóra hins andgyðing-
lega málgagns, „La Libre Parole".
Það nálgaðist kaldhæðni örlag-
anna, að Henry majór, sem hafði
tekizt á hendur það hlutverk, að
koma upp um njósnara Þjóðverja
gg — VIKAN 14. tbl.