Vikan - 02.04.1964, Page 39
SPILAFÝSN
Framhald af bls. 17.
O, jú, hún hafði svo sem hugs-
að út í það.
— Þar að auki vinn ég alltaf
eitthvað öðru hverju, þannig að
það verður þó alltaf nokkurra
króna gróði, hélt hann áfram. ■—
Við höfum því ekki tapað neinu
á þessu, skyldi ég trúa.
— Svo þú heldur það? Hve
mikið heldurðu að þú hafir unn-
ið í öll þessi ár, Dóri?
Hann ók sér og dró við sig
svarið. — Nú, ég hef nú ekki
haldið nákvæman reikning yfir
það, en . . .
— Nei, en það hef ég gert,
sagði hún hvasst. -— Ég hef skrif-
að hvern einasta eyri, sem þú
hefur lagt í þetta í tíu ár og
hvað þú hefur unnið. Hefurðu
áhuga á að heyra það?
Henni var nú ekki farið að
verða um sel, en úr þessu var
ekki hægt að snúa við. Halldór
var farinn að verða órólegur,
konan hans var svo undarleg í
dag, það var varla að hann þekkti
hana. Gat það hugsazt að hún
hefði drukkið, hún var eitthvað
svo æst? Nei, það var útilokað!
— Hefurðu áhuga á því? end-
urtók hún titrandi röddu.
Hann yppti öxlum. — Jæja,
komdu þá með það, það verður
varla verra en að það hafi svona
um það bil jafnað sig upp!
Lára dró græna reikningsbók
upp úr skúffunni sinni, fletti
henni og leit á hann áður en hún
byrjaði að lesa tölurnar.
— Síðan við giftum okkur,
Dóri, hefurðu eytt í þetta krónum
121.843,50, en unnið krónur
13.195,37. Áttarðu þig á þessum
tölum?
Halldór var náfölur og þögull.
— Hugsaðu þér bara, hvað við
hefðum getað gert við þessa pen-
inga núna, Dóri minn góður!
Ja . . . jú, stamaði hann rám-
ur. Hann settist og þurrkaði svit-
ann af enninu. — En getur þetta
verið satt? Það er . . . hræði-
legt . . .
Lára varð óumræðilega fegin
að hann skyldi sýna þessa iðrun.
Þá varð þó endirinn þrátt fyrir
allt góður.
-— Ef ég hefði haft nokkra
glóru, hefði ég aldrei veðjað með
öllum þessum peningum, sem þú
lézt mig hafa, hélt hún áfram.
— Þú hefur sannarlega rétt
fyrir þér, sannarlega rétt, taut-
aði hann án þess að líta upp.
— Ég hefði átt að setja þá í
bankann, sagði hún.
-— Já, einmitt, já.
— Hvað mundirðu segja, Dóri,
ef ég hefði gert það?
Hann hló kjánalega. — Ég
hefði orðið mállaus!
Halldór Jónsson varð mállaus.
Konan hans kastaði allt í einu
bankabók á borðið fyrir framan
Reynslan sannar, að PENOL skólapenninn er óreið-
anlegasti skólapenninn, sem nú er völ á. Hann
er einkar sterkur, og nýja blekkerfið tryggir, að
blekið þornar ekki, þótt penninn liggi ónotaður.
Hann tekur við sér um leið og hann snertir pappír-
inn — ómetanlegur kostur í daglegri notkun.
PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur með
hinum eftirsótta, sveigjanlega penna.
PENOL sjálfblekungurinn er með nýju blek-
kerfi - PENOL-EVERSHARP.
PENOL sjálfblekungurinn er framleiddur úr
óbrjótanlegu undraefni: „DELRIN".
PENOL sjálfblekungurinn er þægilegur í
hendi, fallegur í útliti og viðurkenndur af
skriftarkennurum.
15352
df brogtf... tllvalin tœkifterisgjöf
*
Það er ávallt bezt að skrifa með sjálfblekungi. Kaupið því PENOL sjálfblekunginn strax í dag.
Hann kostar 153,50 með Parker Quink blekfyllingu, og fæst í öllum bókaverzlunum Innkaupa-
sambands bóksala.
VXKAN 14. tbl.
39