Vikan - 02.04.1964, Page 49
söguna. Nei, það eina sem hún
gat gert, var að láta liggja fyrir
honum skilaboð og reyna svo að
leita hælis einhvers staðar á
öðrum stað. Hún gat ekki ruðzt
inn til þessarar veikbyggðu konu.
Það var hugsanlegt, að Paul
kæmi þangað til þess að leita
að henni og gerði konuna ótta-
slegna.
Hún dró andann djúpt og hróp-
aði:
— Segið herra Chard, að ég
verði að tala við hann strax og
hann kemur heim. Ég heiti frök-
en Saunders, og hann getur hitt
mig . . . En hvar mundi hún
verða? ... — hjá Slater mála-
ÞAÐ ER
SPARNAÐUR f
AÐ KAUPA GÍNU
Óskadraumurinn
við heimasaum
Ómissandi fyrir allar konur,
sem sauma sjálfar.
Stærðir við allra hæfi.
Verð kr. 550.00
m/klæðningu kr. 700.00
Biðjið um ókeypis leiðarvísi
Fæst í Reykjavík hjá:
Döidd- & herrobnðinni
Laugavegi 55 og
Císlfl Marteinssyni
Garðastræti 11, sími 20672
færslumanni hér í húsinu við
hliðina, sagði hún. Hafði Flor-
ence frænka ekki sagt það —
að Slater byggi í næsta húsi við
Alan Chard?
Framhald í næsta blaði.
ERKIHERTOGINN
OG HR. PIMM
Framhald af bls. 25.
það traust sem þér sýnið mér
kæra Miss Matilda.
— Sjáið þér til, það er dá-
lítið erfitt að eiga við þetta. Ef
við segjum nú lögreglunni frá
því sem okkur grunar og svo
kemur í ljós að við höfum mann-
inn fyrir rangri sök. Ég veit ekki
hvað maðurinn mundi gera við
okkur þá.
— Ég held þér þurfið ekkert
að óttast.
— Ekki það?
— Nei, kæra Miss Matilda. En
ég held að ég mundi bíða með
að fara með þetta í lögregluna.
-— Ef hann er nú svikahrapp-
ur?
•— Það er óþarfi að vera að
blása þetta upp, sagði Mr. Pimm
ákveðinn. — En nú langar mig
að gerast svo djarfur að koma
með uppástungu. Þetta hefur allt
vakið talsverða athygli nú þegar.
Það er búið að útvarpa því um
allt að bandarísk milljónamær
Miss Annabelle Mehafey sé í
Cannes um þessar mundir. Þetta
vita allir; þetta verður eitt helzta
umræðuefni manna á Rivierunni.
Þess vegna skuluð þér ekki vera
að skara í eldinum. Ég legg til
að þér farið heldur að mínum
ráðum. Þér hafið ekkert heyrt
frá þessum þorpara er það?
— Ekki enn.
•— Jæja þá. Mr. Pimm stóð
up til að undirstrika orð sín. —
Ef þér hvorki sjáið né heyrið
frá honum, þá hefur grunur yðar
ekki verið á rökum reistur. En
Miss Matilda, ef hann reynir að
komast í mjúkinn hjá Annabelle
— ef hann byrjar að ausa yfir
hana blómum og smjaðri, þá
verðið þér að grípa til yðar ráða.
Þér verðið hreinlega að vísa hon-
um á dyr.
Matilda frænka sagði: — Það
er einmitt það sem ég ætla að
gera.
— Þér megið ekki hika við
þetta. Þér verðið að henda hon-
um út og hætta gjörsamlega öll-
um samskiptum við hann.
•— Og þér haldið að þetta geti
blessazt?
— Eftir því sem ég hugsa
meira um þetta finnst mér að
þér ættuð að halda þessu máli
innan fjölsklydunnar.
Matilda frænka andvarpaði af
feginleik. — Þá geri ég það, sagði
hún.
Nokkrum mínútum síðar stóð
hún upp og bjóst til ferðar. —
Kæri Mr. Pimm. Þér hafið ver-
ið mjög þolinmóður. En nú má
ég ekki tefja yður lengur.
— Kæra Miss Matilda, liggur
yður nokkuð á?
— Því miður — tíminn líður
svo ört.
Mr. Pimm buað Matildu arm-
inn og þau gengu út að bílnum.
— Ég vona, sagði hann, —• að
mér hafi tekizt að létta á áhyggj-
um yðar.
— Ó, visulega.
•—■ Ég finn að við eigum eftir
að kynnast mun betur en í New
York, og ég vona að það sé ekki
framhleypni þótt ég segi að ég
beri hagsmuni Annabelle fyrir
brjósti.
—■ Þetta var mjög vingjarn-
lega sagt, Mr. Pimm.
— AUs ekki. Þér skuluð þá
muna þetta: Ef þessi þorpari
gerist svo djarfur að koma ná-
lægt Annabelle, skuluð þér
henda honum út. Henda honum,
kæra Miss Matilda, svo að hann
sýni sig aldrei aftur.
— Það skal ég gera, Mr. Pimm.
Sælir.
■— Sælar, kæra Miss Matilda.
Au'voir. Mr. Pimm stóð og veif-
aði þar til bíllinn hvarf niður
hæðina, síðan flýtti hann sér inn
aftur, og það var prakkaralegur
glampi í augum hans. Hann gekk
beint að símanum og hringdi til
Henri í Nice. Hann otaði fingr-
inum ávítandi framan í ímynd-
aðan Mr. Pimm. Bölvaður prakk-
arinn þinn Mr. Pimm.
—Halló?
-— Henri, kæri vinur. Farðu
strax í blómabúð. Þrjú dúsín af
rauðum rósum og kort handa
Annabelle. Láttu senda það strax.
— Hvað þá, undireins?
— Undireins. Og svo skaltu
fara á eftir blómabílnum og koma
nokkrum mínútum seinna. Miss
Matilda er í vígahug og bíður
eftir þér.
— Rauðar rósir.
— Að minnsta kosti þrjú dús-
in. Almáttugur.
— Hvað er að?
— Þarna kemur Julian þjót-
andi niður stigann eins og ber-
serkur. Nú verð ég að fara, stattu
þig nú, bless.
Mr. Pimm lagði frá sér sím-
ann. — Julian, kæri vinur, sagði
hann ekkert nema tillitssemin,
innilega ráðvilltur ,eins og dreng-
ur. ■— Þú ert eins og þrumuský,
hvað í ósköpunum var að?
Julian sagði: — Þú sagðir
Eddie að lemja mig í hausinn.
— Hvað er að heyra, sagði Mr.
Pimm undrandi, —■ hvernig dett-
ur þér íhug að segja þetta?
Eddie stóð skömmustulegur í
stiganum.
■— Almáttugur, almáttugur,
sagði Mr. Pimm, — það hefur
þá verið þess vegna sem við
heyrðum allan þennan hávaða
uppi á lofti. Eddie vertu nú svo
vænn að gefa Julian glas af hvítu
Kvöldkjjólar
Allar sfærðir
þingholtsstræti 3 slmi 11987
graves. Julian, þér finnst gott
graves, er það ekki? Auðvitað
finnst þér það.
Julian sagði: — Það munaði
minnstu að ég kæmi hérna niður
og lemdi þig í hausinn beint
frammi fyrir Matildu frænku.
Hvað segirðu við því?
— Hvaða, hvaða. Vertu nú
ekki að gera svona mikið veður
út af þessu. Hvað er smá dangl
í hausinn þegar vinir þínir eiga
í hlut?
— Með kúbeini.
— Hva!
— Það lá við að ég missti með-
vitund. Og allt var þetta gert
til að koma þessum Henri ekki-
sens Mechlenstein inn á Mehaff-
ey-fólkið.
Mr. Pimm sagði alvarlegur í
bragði: — Julian, ég ætla að
biðja þig um að gæta fyllstu
virðingar. Og Henri er erfða-
erkigreifinn af Gross Mechlen-
stein.
Julian tautaði: — Næst þegar
ég sé hann skal ég knékrjúpa
fyrir honum.
— Ég skal segja ykkur það,
sagði Mr. Pimm, að hugsa sér
að svona smámunir skulu verða
til þess að spilla fyrir okkur.
Okkur þykir öllum mjög vænt
um þig, en þú verður að skilja,
að ástarbrautin er þyrnum stráð.
Ef við ætlum okkur að ná í þessa
fögru frauku, ef við ætlum að
VIKAN 14. tbl. — 40