Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 3

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 3
Útgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Gísii Sigtirðsson <ábm.). Auglýslngastjóri: Gnnnar Steindórsson. Blaffamenn: Guffmundur Karisson og SigurSur Hreiðar. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Ritstjórn og auglýsingar:, Skipholt 33. "Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. ■ Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson. .Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda- mót: Rafgraf h.f. VIKAM I NÆSTA BLAÐ BLAÐAUKI, átta síður á myndapappír. Af sérstökum ástæðum kærir VIKAN sie ekki um það að koma upp um efni þessa blaðauka, en einu gctum við Iofað: Það mun vekja mikla athygli og ef tii vill fá færri en vilja eintak af næsta blaði. Efni blaðaukans verð- ur auglýst sérstaklega, þegar blaðið kemur út. MINNINGAK FRÁ MÝRUM. Sveinn Sæm- undsson, blaðafulltrúi, hefur gert viðtal við Kristján Þórólfsson um skipströnd í skerja- garðinum við Mýrar. VIRÐULEGASTA HÓTEL HEIMSINS. Það heitir Claridges og er í London, afgamalt hótel, snjáð og án allra tæknilegra nýjunga. En konungborið fólk og þjóðhöfðingjar gista þar. SMÁMYNDIR FRÁ RÓM. Thor Vllhjálmsson, rithöfundur, er manna kunnugastur í Róm og þekktur fyrir sínar frábæru ferðalsýingar. Hann dregur hér saman nokkrar myndir af mönnum og málefnum í Róm. NÚ FLÝJA ÞEIR FRÁ KÍNA TIL RÚSS- LANDS, myndafrásögn. KONAN MEÐ HNÍFINN. Fyrri hluti ágætr- ar sögu. HANN MÁLAR MEÐ SPORTBÍL. Frásögn af frumlcgum listamanni. I ÞISSARI VIKII: Fljótandi hótel á Hlíðarvatni Þar kom að því að einhver reyndi eitthvað nýstárlegt. Nokkrir menn hafa stofnað hiutafélag um smíðl víkingaskips, sem á að hýsa lítið hótel. Víkinga- skipið á að lóna fram og aftur um Hlíðarvatn í Hnappa- dalssýslu og þar geta væntaniegir gestir veitt silung út um herbergisdyrnar. Vikan heimsækir sr. Árelíus Níelsson Það er meira starf að vera prestur en marga grunar. Sr. Árelíus fcr á fætur klukkan 6 á hverjum morgni, og er þakkiátur ef hann kemst í rúmið um miðnætti. Hann fær 2—3 mínútur í mat, — og jafnvel á nóttunni er enginn friður. Nýtt hverfi við Lágafell Bærinn breiðir úr sér og nú þykir engin frágangs- sök að byggja þar sem var kallað langt úti I sveit fyrir nokkrum árum. Myndarlegt hverfi er risið í Garða- hreppi og nú á að fara að byggja í stórum stíl við Lágafell i Mosfellssveit. Við birtum teikningu af einbýlishúsi, sem byggt verður þar í nokkrum eintökum. Sæmilegt dagsverk Það er erfitt að vera skipstjóri upp á það að hafa allan mannskapinn upp á móti sér. Verst þó, þegar þetta er jómfrúarferðin sem skipstjóri á stóru línuskipi, og forseti skipafélagsins er með. En það getur þó verið lán í óláni . . . Síðari hluti spennandi sögu eftir Monsarrat. Að þessu sinni er á forsíðunni sjötta stúlkan í fegurð- rUHOIU n ll arsamkeppninni eða öllu heldur úrslitum keppninnar. Þá hafið þið séð myndir af öllum þeim sem til úr- slita voru valdar, en í næsta blaði, 21. maí, munum við birta myndir af þeim öllum saman. í þessu blaði er atkvæðaseðill, fyrir þá sem vilja greiða atkvæði strax. VIKAN 19. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.