Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 45
vægt plagg með sér út úr bygg- ingunni. Skilgreining hans á fyr- irætlunum Kínverja var sjáan- lega rétt, og þarna í skeytinu var ákveðinni framkvæmd þeirra lýst, jafnvel í smæstu atriðum, svo nákvæmlega að við ekkert varð likt nema ógnþrungna mar- tröð. Og það dró síður en svo úr þeirri hrollvekju, að hann skyldi reynzt hafa rétt fyrir sér. Og nú sá hann eftir því, að hann skyldi hafa dregið það að koma grun sínum á framfæri á réttum stað, unz hann hefði feng- ið fulla staðfestingu á honum í svarskeyti Mai Sin-ling, því að öllu virtist stefnt í eindaga. Hann hefði átt að sýna af sér dirfsku, láta kylfu ráða kasti og draga ekki úr neinu. Ósjálfrátt rétti hann út höndina eftir símanum, en hikaði þó við. Yfirmenn hans voru væntanlegir til starfa þá og þegar, og að sjálfsögðu mundu þeir samstundis vilja sjá afrit skeytisins, svo að hann samdi útdrátt úr því í skyndi, vélritaði hann í þrem eintökum og til frekasta öryggis lagði hann eitt eintakið eigin hendi á skrifborð aðalforstjórans og tveggja næst- ráðanda hans, um leið og hann minntist Pearl Harbor og hinna furðulegu glappaskota, sem upp- lýsingaþjónustan hafði þá gert sig seka um og kenna mátti hið gífurlega afhroð, sem banda- ríski flotinn hafði goldið þar. Þegar hann kom aftur inn í skrifstofu sína, var ungfrú Meade, nýi einkaritarinn hans og nýútskrifuð úr Bennington, setzt við skrifborðið sitt. ,,Um- ferðin er bókstaflega hræðileg“, sagði hún afsakandi. ,,Á ég að leggja Kína-landabréf í skjala- töskuna yðar?“ „Ætli þeir hafi ekki landabréf í ráðuneytinu", svaraði Cal. Hann hugsaði sem svo að ungfrú Meade væri enn kornung og lítt starfs- vön, og að hún óttaðist hann ein- hverra hluta vegna, svo að hann mætti ekki vera henni afundinn. Einhverntíma gat hann kannski skýrt henni frá, að hann hefði ekki verið fyllilega með sjálfum sér mánuðum saman, fyrir það illbærilega álag, sem á herðum hans hvíldi í sambandi við lausn á aðkallandi vandamáli, vegna atburða, sem þá voru að gerast í 8000 mílna fjarlægð. „Æ . . . það var hringt úr land- varnarráðuneytinu og tilkynnt að þér ættuð að mæta í skrif- stofu Caudles hershöfðingja en ekki herra Thompson, eins og áður hefði verið ákveðið. Er það kannski mjög mikilvægt?" „Mikilvægt að því leyti til, að þá er heppilegra fyrir mig að mæta stundvíslega. Ef umferðin er eins og þér sögðuð, þá verð ég því að leggja strax af stað. Sæl- ar, ungfrú Meade. Kannski kem ég aftur upp úr hádeginu, kannski ekki“. Jú, sú breyting var harla mikilvæg. Venjulega flutti hann herra Thompson, sér- legum ráðunaut í málum varð- andi Asíu, skýrslu sína, Caudle hershöfðingi var aftur á móti einkaráðunautur forsetans í öll- um hernaðarmálum, svo að það leyndi sér ekki, að fréttirnar um kjarnorkutilraun Kínverja höfðu skotið þeim á æðstu stöðum skelk í bringu. Þegar hann nálgaðist hina sót- dökku, gömlu byggingu, sem að ytra útliti var einn hrærigrautur ólíkustu stíltegunda, varð honum hugsað til þess, að þar höfðu bæði faðir hans og afi stigið fyrstu skrefin á krókaleiðum utanrikisþjónustunnar. Hvorugur þeirra hafði þó náð þar æðsta frama, því að báðir höfðu þeir hafnað í Kína. Það tók fulla mannsævi að kynnast þar öllum aðstæðum svo að gagni kæmi, og þeir starfsmenn, sem höfðu á annað borð aflað sér staðgóðr- ar þekkingar á því sviði, voru í rauninni látnir gjalda þess og ekki hreyfðir þaðan. Cal var fæddur í bandarísku sendiráðs- byggingunni í Peking, og það hafði komið eins og af sjálfu sér að hann fetaði slóð föður síns og afa. Hann gekk inn í ráðuneytis- bygginguna. Þar var hátt til lofts, svalt á göngunum, hurðir allar hvítmálaðar, skrifstofurnar bún- ar þægilegum húsgögnum á gaml- an máta, og Cal kunni alltaf vel við sig, þegar hann kom þangað og hann fann jafnan anda á móti sér trausti og öryggi, þegar hann gekk á fund yfirmanna sinna þar. Hann hélt rakleitt upp á þriðju hæð, að skrifstofudyrum Caudle hershöfðingja. Þó að hann kæmi fjórum mínútum fyr- ir tiltekinn tíma, voru sjö af tíu fundarmönnum þegar setztir kringum sporöskjulagað borðið, en það var harla óvenjulegt að þeir sýndu svo ótvíræðan áhuga. Caudle hershöfðingi, herða- breiður maður en þó holdskarp- ur og miðmjór, sat 1 forsæti fyrir enda borðsins og reykti mjósleg- inn vindil í löngu munnstykki. Hann var klæddur þunnum sport- jakka; enginn mundi hafa trúað því að hann væri kominn yfir sextugt, ekki heldur að það hefði verið hann, sem á sínum tíma klauf þýzka herinn á Frakklandi með vélahersveit sinni og hrakti hann að Rín. Hann virtist eins áhyggjulaus og áhorfandi, sem hefur tekið sér sæti á bekk við knattspyrnuvöll og bíður þess að leikurinn hefjist. „Góðan dag, doktor Quale“, sagði hann. „Mér er sagt að þér hafið allmikilvæg tíðindi að segja okkur. Yfirmað- ur yðar hringdi. Hann er sjálfur á leiðinni hingað. Duga okkur þessi landabréf?" Það héngu tvö landabréf á veggnum, annað af Kína, hitt af öllum heimsálfunum. Þetta er ekki lengi að berast, hugsaði Cal með sér. „Gæti ég fengið nokkra merkiprjóna?“ spurði hann. „Það liggja merkiprjónar í öll- um litum í öskju á neðri borð- plötunni". Tveir fundarmenn enn gengu inn, hershöfðinginn leit á úrið sitt. „Við getum þá byrjað fundinn“, sagði hann. Þarna var ekki um neinar fast- ar fundarvenjur eða formsatriði að ræða. Aldrei tími til neins þessháttar nú orðið, og þar að auki engin nauðsyn, hugsaði Cal með sér. Hann hafði að vísu ekki hitt nema þrjá eða fjóra af þeim, sem þarna voru samankomnir, að máli áður, en þeir vissu hver hann var og allt um starf hans, og eins hann um þá og þeirra starf. Þetta voru að vísu ekki æðstu menn ríkisins, en þeir næstæðstu var óhætt að segja, og hafði honum aldrei fyrr verið stefnt fyrir svo valdamikla sam- kundu. Þarna var skrifstofustjóri landvarnarráðuneytisins og ráðu- neytisfulltrúar flughers, landhers og flota, fulltrúi kjarnorkunefnd- ar ríkisins, Thompson, sérlegur ráðunautur í Asíumálum og Clive öldungadeildarþingmaður, mik- ilsvirtur fulltrúi utanríkismála- nefndar, sem trúa mátti fyrir hvaða leyndarmáli sem var. Cal gekk yfir að veggnum, þar sem landabréfin héngu. „Það var afráðið, að ég ræddi um kjarn- orkuframleiðslu Kínverja. Ég mun halda mér við það, en ég mun einnig ræða um styrjaldar- áform þeirra. Þeir kalla þau „l-2-3-styrjöld“. Þeim áformum geta þeir hrint í framkvæmd hvenær sem er. Ég geri ráð fyrir að þess verði ekki langt að bíða“. Hann vildi ná athygli þeirra óskiptri þegar í stað. Þegar hon- um varð litið til þeirra, og sá alvörusvipinn á þeim, og hvernig þeir störðu stórum augum, þurfti hann ekki að fara í neinar graf- götur um að sér hefði tekizt það. „Þessari styrjöld verður komið af stað með kjarnorku- sprengingum, og verð ég því fyrst að gera ykkur nokkra grein fyrir hve langt þeir eru komnir á því sviði. í full tvö ár hafa Kínverjar unnið úraníum úr námum í Sinkiang". Hann benti á staðinn á landabréfinu. „Ein- mitt hér. En úraníumagnið hefur reynzt lítið. Nú hafa þeir fund- ið auðugri námur í Tíbet, en þeim hefur ekki unnizt tími til að koma þar upp nauðsynlegum vél- um, svo að enn notast þeir við Sinkiangnámurnar eingöngu. Málmgrjótið þaðan er flutt með vörubílum að járnbrautinni frá Urumchi — hér — og þaðan til Lanchow. f gljúfrum Gulafljóts við Lanchow hafa þeir reist mesta vatnsorkuver í Asíu. Til þess að vinna úraníum svo að það verði nothæft í sprengjur þarf ógrynni vatns og orku, og HILLMAN IHP Algjör nýjung frá Rootes verk- smiðjunum: EinstæSur í gerð minni bifreiða. Nú er hægt að fá rúmgóða, þægilega, sparneytna og vel byggða, Xétta bifreið, sem hefur sömu kosti og útlit sem stór fjölskyldubifreið. Þetta hefur áunn- izt með tilkomu hins nýja HILLMANS IMP., hinni einstæðu „compact"-bif- reið, sem er aðeins 3,53 m á lengd, drifin nýrri léttri almuninium „DIE- CAST“-vél aftan í, með mjög fullkomnum þar til gerðum gírkassa. Hámarkshraði 120 km. — Sparneytinn jafnvel á miklum hraða. IMP hefur alla kosti kraftmikils afturdrifs, fullkomið hlutfall milli þyngd- ar og afls og fjölda annarra nýjunga. HILLMAN IMP. hefur fcngið frábæra dóma um allan heim: f Daily Express segir meðal annnars: „Ég fæ ekki séð hvernig nokkur ökumaður getur stjórnað betri sameiningu, orku og nýtni, en í Hillman Imp, einn hugvitsamlegasti smábíll, sem framleiddur hefur verið af brezka bílaiðnaðinum eða jafnvel í heiminum". — Dennis Holins, Daily Express. Standard hlutir í HILLMAN IMP. eru m.a.: Miðstöð — Thru-flow-loftræstikcrfi — Rúðusprautur — Hurðarljós — Teppi á gólfum — Tvær sólhlífar — Aðalljósablikkarar og festingar fyrir öryggis- beltl. Leitið upplýsinga og skoðið þessa einstæðu bifreið áður cn þið festið kaup annnars staðar. RAFTÆKNI H.F. Langholtsvegi 113 — Laugavegi 168 — Símar 20411 & 34402. VIKAN 19. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.