Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 20
Caroline Gayrner setti síðustu b'-eiku rósina í bláa og hvíta vasann og gekk nokkur skref aftur á bak til þess að dást að árangrinum. Dásamlegt! Hún hafði alltaf vitað, að hún gat raðað hlómum eins vel og hver önnur kona, eins vel og Evie, hefði hún aðeins nóg af blómum. Henni varð hugsað til víðáttumikilla og vel hirtra blómabeðanna á Langley og stóru blómaskálanna, sem Evie var vön að setja í forstofuna og dagstofuna, og til blómaskreytingarinnar á matborðinu. Fred dáðist alltaf að blómum hennar Evie. Caroline hafði oft þurft að minna sjálfa sig á, að það bar ekki vott um góða skap- gerð, að taka hrós um annan sem last um sig sjálfa. í London voru blómin svo dýr og stóðu svo stutt; íbúðin var líka svo lítil að allt stærra en fjóluvöndur hefði verið fyrir. Undarlegt var það, eftir öll þessi ár, hegar Fred var dáinn, Evie orðin sjúkl- ingur og bláfátæk og búið að breyta Langley í heimili fyrir vangefin börn, að enn skyldi hún finna til kalans. Öfund og minnimáttarkennd settu spor sín í óharðnaðan huga og þau stóðust tímans tönn, eins og mynd Victoriu drottningar á slitnum penny. Hún leit í kringum sig í gestaherberg- inu til að fullvissa sig um að allt væri tilbúið — fyrst með gagnrýni, en síðan viðurkenningu. Það var glæsilegt og þægi- legt miðað við það bezta og borið saman við sjúkrahússherbergið . . . Hún hugsaði sér enn einu sinni hina Hvernig gat hún sannaS þeim öllum, að hún væri jafn mikils virði og hin fagra systir mannsins hennar - jafndugleg og sjálfstæð - sannað að hann hefði náð í gott kvonfang? velkomin heim- eviei smásaga efftir norali loffts stóru stund; heyrði sjálfa sig segja: „En Evie, þú veizt að þú ert alltaf velkomin til mín!“ Sjá tignarlegt andlit Evie með arnarnefinu fá á sig svip, sem náttúran hafði aldrei ætlað því — svip ámátlegs þakklætis. Þá mundi hún hugsa: Mér hefur tekizt bað, loksins gat ég hefnt mín.. - Það hafði tekið fjörutíu ár, hún hafði verið átján ára þegar hún giftist Fred, bróður Evie, og Gaymer fjölskyld- an hafði lagt sig fram að gera það bezta úr þessu, sem greinilega voru hræði- leg mistök. Fred var gáfnaljós fjölskyldunnar, yngri sonurinn, sem forsjónin hafði útvalið til að komast áfram í heiminum, og nú hafði hann kvænzt dóttur veitingakonu, aðstoðarstúlku í kjólabúð — og alveg að ástæðulausu. Það kom í ljós, að eftir þriggja mánaða meðgöngutíma missti hún fóstur. Samt sem áður, hafði hún gert sitt gagn, hugsaði hún. Það var alltaf hægt að kenna henni — og henni var alltaf kennt um, vissi hún — að Fred komst ekki áfram í lífinu eins og til stóð. Þau gátu sagt, að hún hefði dregdð hann niður, að ef hann hefði ekki kvænzt svona ungur, ef hann hefði átt konu, sem hefði verið honum hjálp . . . Var það satt, eða var það aðeins til í hennar huga? Þau höfðu alltaf verið vingjarnleg við hana. Ef til vill svolítið of vingjrnleg, eins og alúðlegt fólk lætur mest með ljótasta hvolpinn í hvolpahópnum, eins höfðu þau alltaf komið saman áðirr og sagt: „Við verðum að gæta þess, að særa ekki Caroline". Það var oft eftix heimsóknir á Langley, líka eftir að Evie hafði gift sig og var orðin húsfreyja þar, að Caroline hafði fundizt sem hún væri andlega vangefin eða eins og hana vantaði útlimi eða annað augað. Þótt undarlegt megi virðast, var aðdáun samtvinnuð þessum óþægilegu tilfinn- ingum og mótþróa hennar. Hún elskaði þau öll, blíðlega ísjakann hana móður hans, glæsilegan, gamlan föður hans —■ hún var viss um að hann hefði verið hundur í fyrra lífi! — Þægilegan og traustan eldri bróðurinn, sem alltaf var önnum kafinn, og Evie. O, Evie mest af öllum. Evie, sem var svo falleg, svo hugsun- arlaus og full sjálfstrausts, sem alltaf hafði rétt fyrir sér í öllu. En gat hún munað hvert smáatvik frá brúðkuapi Evie, sem staðið hafði rúmum fjórtán mánuðum eftir fljótfærnislegt og óhátíðlegt brúðkaup hennar sjálfrar á borgar- skrifstofunni í Cambridge. Öll sögðu þau hvað eftir annað „Vesalings, vesalings, vesalings Caroline“, en Evie var gift eins og prinsessu sæmdi og leit út eins og ein slík. Horfinn heimur. Gamla fólkið dáið, eldri sonurinn féll í stríðinu, ekkja hans giftist aftur og flutti til Kenya, Fred dáinn fyrir átján árum, og enn gat hún varla þolað að hugsa um það. Hann hafði komið inn klukkan sex, eins og hann var vanur, og kvartað um verk fyrir brjóstinu, meltingartruflanir, hafði hann sagt, klukkan níu var hann látinn af kransæðastíflu. Öllum til undrunar — því að hann hafði aldrei verið sérlega hagsýnn, hugsaði hún -— hafði hann átt dálitla líftryggingu, fimm þúsund pund. Til þess að hafa ofan af fyrir sér og reyna að gleyma sorginni og einmanaleikanum setti hún kjóla- búð á stofn, því að í því efni hafði hún dálitla reynslu. Staðarvalið hafði heppnazt vel, bví að hún settist að í verzlunarbæ mitt í frjósömu héraði með efnuðum bændum, bar sem eina verzlunin, sem fyrir var í borginni var stofnsett árið 1774 og seldi fatnað, sem á engan hátt fylgdi tízkunni. Bændakonurnar höfðu farið inn til London til að kaupa sér föt hingað til. Verzlunin dafnaði vel, að sumu leyti vegna þess að hún hafði vit á fötum og að 2Q — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.