Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 11
Síðan sfðast v_________J Scilla Gabel vann lengi vel fyrir sér með því að hlaupa í skarðið fyrir Soffíu Lóren, þegar Mutverkið var hættulegt eða Soffía var eitthvað bundin annars staðar. Nú hefur Scilla hætt þessu og er farin að leika fyrir sjálfa sig, cg þykir harla góð. Hér er hún að leika móti Sandro Panseri í avantgardistaleikritinu Ó pabbi, veslings pabbi, en það leikrit er eííir Kcpit. — Þekkið þið nöfnin? O ^ Frú Kátborg hefur í nógu að snúast. Hér sýnir hún Rakel, hvernig hún á að nudda. Nem- endur, sem eru óvanir nuddinu, fá gjarnan miklar harðsperrur og rígi og gcta ekki hreyft sig næstu daga á eftir nema með verkjum. Það er ekki von á öðru, en Elke Sommer sé tvíátta á svipinn. Gagn- rýnendur voru mjög liarðorðir um leik hennar í síðasta hlutverki, og sögðu liana vera þriðja flokks leik- konu. En rétt í sama bili gerðu bandarískir herflokkar í Þýzkalandi henni þann heiður að kjósa hana elskulegustu leikkonu ársirts. „Ég dansa með þér í himininn inn“, hér er kvikmynd, sem tekin var 1937 í Berlín. „Ég stíg með þér í vatnið“ heitir kvikmynd, sem nú er verið að mynda í Róm. Karlmað- urinn í baðkerinu heitir Mastrio- anni, en stúlkan er Catherine Spaak. Þriðji maður, sem sést hér á mynd, er Ferreri leikstjóri. Klukkutíma áður en þessi mynd er tekin, voru hermennirnir í eldlínu milli grískra og tyrkneskra herja í Nicosíu, en nú eru aúgu þeirra bund- in við annan h!ut, kannski ekki síð- ur hættulegan, en á annan hátt. Þetta er magadansmærin Pepita Ramierz. En jafnvel hún er ekki öll, þar sem hún er séð, því hún er bara brezk og hefur þann starfa að skemmta hermönnum með dansi sín- um. Og það finnst okkur fallega gert. Það var brezkur blaðamaður, sem gat ekld stállt sig um að taka mynd af þessari forsíðu á kanadísku blaði. Þegar hansi kcm heim til sín aftur, birti hann myndina í blaði sínu og spuroi: Hvað hefði hæstvirtur rit- stjóri þessa kanadíska b'aðs sett á forsiðtma, hefði Keelermálið komtð upp við bæjárdyrnar hjá honum? VIKAN 19. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.