Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 34
RESTAURANT NAUST Ef þér viljíð veita yður og gestum yðar úrvals máltíðir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ • 7 -BTMPOÖTU - REYKjAVIKV heldur neitt aðalatriði. Aaðlatrið- ið er það, að starfskipuninni verður ekki breytt á síðustu stundu. Það er kannski ekki neitt ákvæði um það í reglugerðun- um, en það er að minnsta kosti hefð, og það er ein af kröfum okkar, að því verði ekki breytt, herra skipstjóri". Blacklock skipstjóri virti hann fyrir sér. „Þið gerði margvísleg- ar kröfur og viljið fá mörgu breytt. Látum okkur nú sjá hvað það er, sem þið leggið mesta áherzlu á — já, það er auðvitað það, að þið getið haldið fund- inum áfram, er ekki svo?“ „Já, herra skipstjóri". Það leyndi sér ekki að þetta kom Swann á óvart. „Svo að þið getið gengið í land?“ „Það verður borið undir at- kvæði“, sagði Swann. „Við förum lýðræðislega að öllu. Verði það samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða, þá gerum við það. Það er okkar réttur, ef ekki verður orðið við kröfum okk- ar . . .“ Það varð nokkur þögn. Black- lock skipstjóri fann að örvænt- ingin var ekki langt undan. Enn varð engu um þokað. „Góðvon" lá við landfestar, klukkan var tuttugu mínútur gengin í sex og sjávarföllunum í ármynninu varð ekki frestað. Allt var að komast í sjálfheldu. Yfirbrytinn varð einmitt til þess að minna þá á þessa sjálf- heldu tímans. „Afsakið, herra skipstjóri, en ef þetta tekur ekki meir til mín, þá verð ég að fara og ljúka nauðsynlegum undirbún- ingi fyrir kvöldverðinn“. Skipstjórinn var honum þakk- látur. Það var eins og hann teldi það með öllu útilokað að brott- för skipsins gæti tafizt, þrátt fyr- ir þessa árekstra. Hjá honum gekk allt sinn vanagang. „Gerið svo vel, Bryce. Látið okkur ekki tefja tímann fyrir yður“, svaraði Blacklock skip- stjóri. „Og Swann . . .“ „Því miður er mál hans ekki útrætt . . .“ sagði skipstjóri. Og þegar yfirbrytinn var farinn, sneri skipstjóri sér að Swann, sem stóð nú einn uppi. „Það er svo að sjá, sem yfirbrytinn reikni með því, að látið verði úr höfn“, sagði hann. En kjarkur Swanns virtist með öllu óbrotinn, þó að hann stæði einn síns liðs gagnvart andstæð- ingum sínum. Hann setti upp hæfilegan lítilsvirðingarsvip, þeg- ar skipstjóri minntist á yfirbryt- ann, rétt eins og sá maður væri með öllu áhrifalaus í þessu máli. „Hann um það . . . leyfist mér að fara, herra skipstjóri?“ „Nei“, svaraði skipstjóri. „Við skulum ræða saman í fullri al- vöru, eins og maður við mann, án þess nokkur vitni komi til“. Swann varð litið þangað sem Calderstone iávarður stóð. „Það fer nokkuð eftir því, hvað þér kallið vitni“, sagði hann. „Calderstone lávarður er for- seti skipafélagsins", mælti skip- stjóri kuldalega. „Að sjálfsögðu hefur hann fullan hug á að skip- ið leggi úr höfn — en hann verð- ur ekki talinn vitni í þeim skiln- ingi, sem þér eigið við“. Skip- stjóri flýtti sér að hverfa frá því viðkvæma atriði. „Það lítur út fyrir að þér teljið yður geta kom- ið í veg fyrir að skipið láti úr höfn?“ Swann forðaðist bein svör. „Verði ekki gengið að sanngjöm- um kröfum okkar . . Skipstjóranum varð litið á klukkuna. í rauninni var hún sá aðilinn, sem erfiðast var við að fást. „Og ef ég held yður hérna fram yfir brottfarartíma?" „Verði ég ekki kominn til fund- ar aftur fyrir klukkan sex, ganga félagar mínir í land á síðustu mínútu; það var svo um talað. Og verði landgangarnir teknir, eða þeim meinað á annan hátt að ganga frá borði, hreyfir eng- inn okkar hendi til neins í ferð- inni . . .“ Þar með voru öll sund lokuð. Þó að Blacklock skipstjóri léti ekki á því bera, komst hann ekki hjá því að viðurkenna með sjálf- um sér, að ósigur væri óhjá- kvæmilegur. Og einmitt þá gerðist það, að Calderstone lávarður kom allt í einu fram á sjónarsviðið. Til þessa hafði hann haldið sig í skugganum; nú birtist hann þarna frammi fyrir þeim, mikill vexti og vörpulegur, og ósjálfrátt reis Blacklock skipstjóri úr sæti sínu. „Með öðrum orðum", maéilti Calderstone lávarður, rétt eins og hann hefði alltaf tekið þátt í við- ræðunum, „þér eruð staðráðinn í að koma í veg fyrir að skipið láti úr höfn, hvað sem það kann að kosta?" Swann kingdi. Þetta framígrip lávarðsins kom honum mjög á óvart, ekki síður en Blacklock skipstjóra; þessu hafði hann alls ekki reiknað með, en hann reyndi eftir mætti að láta ekki setja sig af laginu. „Verði ekki gengið að kröfum okkar, þá . . .“ „Gerið þér yður ljóst að slíkt er skammarlegt skemmdarverk, gagnstætt allri þeirri hefð og venjum, sem hvarvetna gilda um farmennsku og siglingar?“ „Það er verkfall“, svaraði Swann. „Við höfum okkar rétt“. „Rétt? Það er stéttarsamtak- anna að hafa eftirlit með því að ekki sé brotinn réttur á ykkur, — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.