Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 13
 iM I m |mm *• >v -v" flpfÉpÉ 'V >■• % / / / WimitæMMffía Lnia, hinum í sréstakri hvelfingu í byrgi, sem sprengt hafði verið inn í kletta í Koloradofjöllum. Calvin Quale og fulltrúi hans, A1 Boggs, höfðu ein- ir aðgang að þeim upplýs- ingum, og þó einungis í viðurvist foringja úr öryggislögreglunni. Starf Melaníu var ríkisleyndar- mál og mundi að sjálf- sögðu verða hennar bani, ef nokkuð kvisaðist um það. Hún var mikilvægasti njósnari í þjónustu Banda- ríkjanna, að einum þó und- anteknum. Hann hafði einu sinni litið hana augum; hún var ekki beinlínis fríð en hafði mikið við sig, og hreyfing- ar hennar voru svo mjúkar og fjaðurmagnaðar að minnti á hlébarða. Þá hafði hann verið átján ára, hún tuttugu og fimm eða því sem næst. Faðir hans, sem þá var starfandi við styrjaldarsendiráð Banda- ríkjanna í Chungking, hafði vakið athygli hans á henni í sendiráðsboði, sagt sem svo: „Xaktu eftir þess- ari stúlku, hún er einhver skarpgáfaðasta kona, sem fyrirfinnst í öllu Kínaveldi, og hlýtur einhverntíma mikla frægð, verði hún þá ekki myrt áður eða tekin af lífi. Hún er dóttir hvít- rússneskrar konu og eins af kínversku hershöfðingj- unum, sem brutu kommún- ista á bak aftur 1929. í þrjú ár stundaði hún nám við háskólann í Vasser, önnur þrjú í Sorbonne og eitt ár í Moskvu — gift einum af ráðgjöfum Chiangs, en . . .“ „En hvað, pabbi?“ „Eins og þú sérð, þá er hún ekki í fylgd með honum“. Þá fyrst veitti Cal því athygli, að það var bandarískur herforingi, Hann tók merkiprjóna með rauðum hausum, sex alls, stakk þrem þeirra í landabréfin, á þeim stööum, sem hann hafði þegar nefnt. Að því búnu hélt hann áfram máli sínu: „Þeim þrem sprengjum, sem þá eru eftir, verður varpað á rússneskar borgir. sem sat til borðs með henni. Hún var nú einu sinni þannig, að þar sem hún var eða fór, tók maður helzt eftir henni einni. Mörgum árum eftir þetta komst Cal að raun um, að það hafði einmitt verið um það leyti, sem Mai Sin-ling bauð banda- rískum þjónustu sína. „1 Kína verður skammt alvar- legra atburða að bíða“, var haft eftir henni í upplýs- ingaskjöLunum, „og eftir það mun þjóðin lengi eiga við harðrétti og kúgun að búa. Það er því nauðsyn- legt að hún eigi vini í Bandaríkjunum, þar sem ein afleiðing þessara at- burða verður einangrun frá hinum vestræna heimi, og að Bandaríkjamenn eigi vini meðal hennar . . .“ Það var þó ekki fyrr en í sept- embermánuði 1950, að hún lét frá sér heyra. Þær upp- lýsingar hennar snerust eingöngu um fyrirhugaða þátttöku kínverskra komm- únista í Kóreustyrjöldinni. Ilún skýrði frá öllum und- irbúningi þeirra, herflokk- um og herfylkjum og nöfn- um herforingjanna, lýsti vopnabúnaði og skýrði frá því hvaða dag herinn yrði flluttur yfir Yalufljótið. Bæði í Washington og Tokyo var litið á þessar upplýsingar sem fjarstæðu eina, og þar með voru þær látnar lönd og leið. En það var líka í fyrsta og síðasta skiptið, sem þær voru virt- ar að vettugi. Upplýsingar hennar voru oft hinar furðulegustu, en reyndust alltaf nákvæmar og áreið- anlegar. Þangað til fyrir hálfu öðru ári hafði upplýsing- um hennar verið smyglað með flutningaskipum, ým- ist um Hongkong eða Bangkok, og voru þær því Framhald á bls. 44 VIKAN 19. tbl. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.