Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 30
SÆMILEGT DAGS- VERK Framhald af bls. 18. hafði sannarlega gaman af hon- um . . .“ „Hann kvað þig hafa verið móðgandi í orðum við sig. Hann hefur kært þig, og ég er tilneydd- hann vann til. Lét eins og hann . . . jú, ég kannast við manngerð- ina. Kominn í hundana, en vill ekki viðurkenna það. Ég þori að hengja mig upp á, að ég hef meiri tekjur á viku, en hann á mánuði. Greiðir fimmtíu pund fyrir klefann, og krefst þess svo að undir hann sé þjónað eins og hann sé einhver helvískur Cald- erstone lávarður, og það í log- azt gat þó að hann hreyfði ekki andmælum. Sama var að segja um Tom gamla Renshaw. Og nú var ekki að vita hvort heldur yrði úr; hann var í hættu stadd- ur og allt hans mál — það gat eins farið þannig, að þeir sæju enn gegnum fingur við hann, ámálguðu það við hann einu sinni enn að haga sér nú al- mennilega, og yrði þá allt hans BEINT I MARK ur að skýra áhafnarstjóranum frá því, nema við getum komið á sáttum í máiinu. Þú skalt því skýra okkur frá því sem gerðist, eins og þú lítur á það. Varstu ókurteis við hann? ‘ Swann hugsaði sig um andar- tak. „Jú, ég sagði honum mein- ingu mína, ég get ekki neitað því, sagði hann“. „Sagðir honum meiningu þína?“ endurtók Bryce yfirbryti furðu lostinn. „Hvað áttu við með því? Hvenær tókst þú upp þann sið, að segja farþegunum meiningu þína?“ „Ég svaraði honum eins og andi hvelli. Nei, honum þýðir ekki að sýna mér neinn stór- bokkaskap, það eitt er víst“. „Þú átt að þjóna farþegunum eins vel og þér er unnt. Það er þitt starf“, lagði Tom Renshaw til málanna. „Já, ég skal víst þjóna þeim. Ég skal sjá um að þeir geri hvorki að fitna né leggja af. Þetta eru ekki annað en þorp- arar eða fífl, það er orða sann- ast um þá“. Það varð þögn, hættuleg þögn og tvísýn, hugsaði Swann með sér. Þarna sat Bryce, í sínu versta skapi, eins ósammála og hugs- erfiði til einskis. Og þarna sátu þeir, eins og endur í þrumuveðri og höfðu ekki hugmynd um hvað segja skyldi eða gera skyldi, því að þeir voru hræddir; óttuðust að til enn meiri átaka kynni að koma, að gengið yrði í land og dallurinn stöðvaður. Og það var ekki nema klukkustund upp á að hlaupa, svo að þeir mundu ekki hætta á neitt. Það gat því hæglega farið svo, að Swann mistækist, öll áætlunin færi út um þúfur . . . Swann rétti úr sér, hann varð að breyta um baráttuaðferð og það á stund- inni, annars mundi Bryce segja sem svo: „Ég vara þig við, enn einu sinni“, og síðan halda yfir honum velmeinta áminninga- ræðu og „Góðvon“ léti í haf samkvæmt áætlun, og allir væru ánægðir, einnig brytarnir. Og Swann tók sína ákvörðun og framfylgdi henni tafarlaust. „Hvað sem öðru líður“, sagði hann, ,,þá hef ég sjálfur kæru að bera fram. Þið stefnið mér hingað til að svara upplognum ásökunum, komið fram við mig eins og ég sé ótíndur glæpamað- ur. Þið leggið mig í einelti -—- það er rétta orðið yfir það. Starfsfélagar mínir kunna þessu illa, og ég að sjálfsögðu ekki síð- ur“. Hann leit reiðilega á yfir- brytann. „Geturðu sagt mér hvers þú lætur mig gjalda? Hvers vegna þú leggur mig í einelti? Það vildi ég gjarnan fá að vita?“ „Legg ég þig í einelti?" Bryce, sem var nokkuð farinn að ró- ast, rauk nú upp eins og aska. „Legg ég þig í eineiti?" öskraði hann enn. „Þú mátt þakka þín- um sæla fyrir, að þú hefur ekki verið rekinn, og það fyrir löngu“. „Því skyldi ég svo sem þakka mínum sæla fyrir það?“ svaraði Swann. „Eða ertu kannski að hóta mér brottrekstri? Þú ættir að reyna það . . . Er það kannski ekki satt, að þú hafir hundelt mig mánuðum saman? Þér er eins ráðlegt að hætta því, ég er búinn að fá meira en nóg af að þú og þínir líkar þykist hafa allt mitt ráð í hendi sér. Veiztu hvað þú ert? Þú ert ekki annað en verkfæri í höndum yfirmann- anna, fótaþurrka þeirra og ann- að ekki“. Sparkið var hnitmiðað, enda hafnaði knötturinn í netinu. Bryce reis á fætur. „Nú er nóg komið", sagði hann. Hann var reiður, en hafði fulla stjórn á sér og var ekki í neinum vafa um hvað gera skyldi. „Þú kem- ur með mér til áhafnarstjórans, og þegar þið eruð skildir að skipt- um, sérðu áreiðanlega eftir því að hafa kallað þetta yfir þig“. Swann glotti. „Þú getur sjálf- um þé rum kennt, ef það fer öðruvísi en þú ætlast til. Þú átt upptökin, mundu það“. Og nú, þegar Swann var kall- aður á fund skipstjóra, var skap- vonzkan honum svo sannarlega ekki nein uppgerð lengur. Átök- in við áhafnarstjórann höfðu ein- göngu orðið til að herða hann upp og auka honum kjark eins og með þurfti. Hann hafði þeg- ar kallað þá, sem hann vissi fylgja sér að málum, á mótmæla- fund og þeir voru allir mættir og til í allt og allt hafði gengið samkvæmt áætlun, þegar Bryce yfirbryti kom í fylgd með varð- manni og hvolfdi öllu við. Að vísu hafði glósunum rignt yfir Bryce og honum hafði verið hót- að öllu illu ;en fundurinn fór út um þúfur engu að síður, og 30 VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.