Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 31
Swann gerði sér það fyllilega
ljóst, að ekki yrðu teknar nein-
ar ákvarðanir fyrr en hann kæmi
aftur.
Strákarnir voru eins og höfuð-
laus her án hans, einkum þeg-
ar í harðbakkann sló eins og
núna, hann var maðurinn til að
leiða þá eins og með þurfti. Og
það var einmitt þetta, sem hon-
um gramdist svo sárlega — að
hann skyidi vera kallaður á brott,
einmitt þegar verst gegndi.
En þrátt fyrir reiði sína var
hann vel á verði. Hvað svo sem
gerast kynni þarna inni hjá skip-
stjóra, þá yrði það eltki annað
en enn eitt skref — að öllum
líkindum lokaskrefið, einmitt það
skref, sem ráða mundi úrslitum;
nú voru það ekki lengur valda-
lausir veifiskatar, sem hann átti
í höggi við. Það var aldrei að vita
hverju skipstjórar gátu tekið upp
á, og þeir voru ekki með neinar
mláalengingar. Þeir skírskotuðu
til ákvæða í undirrituðum ráðn-
ingarsamningi; þeir gátu komið
manni í sjálfheldu, ef hann ekki
kunni fótum sínum forráð. Hann
varð því að hafa fyllsta gát á
sér, haga sér í einu og öllu eins
og honum hafði verið uppálagt;
fá þessu sem fyrst af lokið og
Ijá hvergi taks á sér, miða allt
við það, að þeir gætu gengið í
land án þess á yrði haft.
Og þegar hann nú stóð inni í
híbýlum skipstjórans, á milli yfir-
brytans og varðmannsins, rétt
eins og fangi, stóð hann loks
frammi fyrir hinum raunverulegu
andstæðingum sínum. Skipstjór-
inn sat svipgneypur bak við skrif-
borð sitt. Calderstoné lávarður
stóð út við kýraugað, rétt eins og .
hann deildi athygli sinni milli
rigningarinnar úti fyrir og átak-
anna, sem iágu í loftinu inni fyr-
ir.
Klukkan var tíu mínútur geng-
in í sex.
„Ég gerði boð eftir yður“,
mælti skipstjóri og röddin var
eins helköld og hugsazt gat,
„vegna þess að ég er óánægður
með framkomu yðar“. Því næst
sneri hann sér, snöggt og hrana-
lega, að yfirbrytanum. „Skýrið
frá hvað þér teljið að þessi mað-
ur hafi brotið af sér“, sagði hann.
Bryce tók til másl, og var auð-
heyranlega ekki leitt. „Hann
óhlýðnaðist skipun um að hafa
samband við mig strax þegar
hann kæmi um borð. Honum var
sett viðvörun fyrir að fara í land
í ieyfisleysi skömmu áður en
láta skildi úr höfn. Hann fékk
áminningu fyrir að láta undir
höfuð leggjast að hafa samband
við mig, eins og áður er getið,
og aðra áminningu fyrir það, að
komið var að honum inni í klefa
kvenfarþega. Hann var kærður
fyrir óviðeigandi framkomu og
kæruleysi gagnvart öðrum far-
þega, herra Ogilvie í klefa B.19,
og veitt áminning í fjórða skipti.
Þegar hann svaraði ekki nema
illu einu, var honum stefnt fyrir
áhafnarstjórann, sem lækkaði
hann í starfi í refsingarskyni.
Hann hafði orð á móti áhafnar-
stjóra, og boðaði síðan starfs-
félaga sína á mótmælafund. Um
leið og hann gekk út í fylgd með
okkur, kallaði hann til þeirra,
„hafið ekki neinar áhyggjur af
þessu, drengir, ég kem aftur“.
Á leiðinni hingað komst varð-
maðurinn ekki hjá að taka all-
hart á honum“.
Þegar Bryce yfirbryti hafði lok-
ið þessari ræðu sinni, varð nokk-
ur þögn; tvíræð og annarleg þögn.
Loks var hún rofin lágu braki,
það var Calderstone lávarður,
sem kveikti á eldspýtu og bar að
vindli sínum.
Blacklock skipstjóri sneri sér
að Swann, sem tók þessu öldung-
is eins og vænta mátti af hon-
um; starði framundan sér, svip-
brigðalaust, rétt eins og þetta
snerti hann ekki hið minnsta.
Skipstjóri laust blýanti sínum í
skrifborðið, allharkalega, til þess
að vekja athygli hans, og þegar
honum varð litið í átt á hljóðið,
mælti skipstjóri: „Það lítur út
fyrir ,að þér hafið fullan hug á
að gera okkur erfitt fyrir".
Swann þagði.
Þegar skipstjóri hafði beðið
svars um hríð, mælti hann enn:
„Jæja, hvað segið þér um þetta?“
Það var eins og Swann hrykki
upp af svefni. „Fyrirgefið", sagði
hann. „Er mér þá leyfilegt að
tala?“
Skipstjórinn herpti saman var-
irnar; að öðru leyti varð ekki
séð að hann veitti tóninum í
spurningunni athygli. „Já, yður
er leyfilegt að tala. Satt bezt að
segja bíð ég eftir að þér takið
til máls. Þér hafið heyrt skýrslu
yfirbrytans. Hvað hafið þér fram
að færa?“
„Hún er ekki að öllu leyti
VIKAN 19. tbl. —' qi
Þetta óvenju fallega borðstofusett er ein gerð-
in af mörgum, sem viS eigum í vönduðu úr-
vali. - Fjölmargar gerðir glæsilegra sófasetta
- Cosy-hvíldarstóllinn er eftirlæti allra. Fall-
egur, stílhreinn og þægilegur.
MUNIÐ HENTUG HÚSGÖGN Á HAGSTÆÐU VERÐI
HÍBÝLAPRÝÐI sími 38177 HALLARMÚLA