Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 39
að þér gerðuð það í ákveðnum
tilgangi, að haga orðum yðar
þannig?“ spurði Blacklock skip-
stjóri undrandi.
Það glóði á eldinn í vindli lá-
varðarins. „Ég fullyrði ekki að
ég hafi vitað til hvers mundi
drága, en ég þóttist viss um, að
til nokkurra atburða mundi
draga. Þetta var hrottaskapur,
það játa ég, en við vorum að
lenda í sjálfheldu". Það glóði enn
á eldinn. „Meðal annarra orða —
ég er mjög ánægður með hvernig
þér leidduð það mál til lykta“.
Þetta var viðurkenning, sem
margur nýr skipstjóri hefði orð-
ið stoltur af, en Blacklock skip-
stjóri var ekki einu sinni viss um
hvort skilja mætti þau sem við-
urkenningu. Þetta höfðu verið
hrottalegar aðfarir, eins og lá-
varðurinn raunar gerði sér sjálf-
ur ljóst. Einhliða beiting ofur-
eflisins og valdsins, þar sem sig-
urinn vannst fyrir samvizkulaust
hrekkjabragð.
Það var eins og Calderstone lá-
varður fyndi á hér hugsanir hans.
„Við áttum ekki annars úrkosta“,
sagði hann. „Þeir svifust einskis".
Kannski var það gild afsökun.
Skipið varð að láta úr höfn. „Mér
þykir að minnsta kosti vænt um,
að ég skyldi geta orðið að liði“,
mselti lávarðurinn enn.
Það tók að kólna. Blacklock
skipstjóri hneppti að sér yfir-
höfninni. írlandshaf fyrir stafni,
lilikað mánaskin'i. Og' „Góðvon“
hafði látið úr höfn samkvæmt
áaetlun. Það mátti kallast sæmi-
legt dagsverk. En fyrir handan
írlandshaf tók við vítt úthaf, og
handan þessa dags víður sær
daga og stunda. Og það gat
brugðið til beggja vona um sigl-
inguna.
Calderstone lávarður, sem
gerði sér grein fyrir þögninni,
leit til skipstjórans, sigurreifur
enn. „Ég geri ráð fyrir að yður
kunni að þykja þetta heldur
harðar aðfarir við að stjórna
skipi“, sagði hann.
Blacklock skipstjóri varp önd-
inni. Hann hugsaði sitt, og þar
sem hann stóð í brúnni, þurfti
hann ekki að dylja meiningu
sína fyrir neinum, jafnvel ekki
forseta skipafélagsins.
„Fjandans harðar aðfarir við
að stjórna hverju sem er . . .“ -Ar
FLJÖTANDI HÓTEL Á
HLfÐARVATNI
Framhald af bls. 7.
hraunskálum og ])ar verða ágæt-
ir baðstaðir. Þetta sést vcl á
mynd, sem Þorsteinn Jósefsson
hefur tekið þarna við vatnið.
Við höfum samið við ábúendur
jarðanna Hraun.holts og Hlíðar
um full réttindi fyrir okikar fólk
og meira að segja getum við
livenær sem er gefið gestum okk-
ar kost á reiðhestum, já meira
madur
dagsi
KLÆÐIST FÖTUM
FRÁ OKKUR