Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 6
hugmynd tirundlO
V-A—
í síðasta tölublaði birtum við
mynd af fimmmenningum, sem
stóðu álútir yfir teikningum. Þar
var hugmynd í mótun, sem nú hef-
ur fengið á sig fast form og þess-
vegna er nú unnt að segja frá þess-
ari nýstárlegu framkvæmd. Við
sögðum í síðasta blaði, að mennirnir
væru að velta vöngum yfir hlut, sem
ætti sér enga liliðstæðu á íslandi;
hefði aldrei verið reyndur hér fyrr.
I skemmstum orðum sagt: Þeir
ætla að byggja fljótandi hótel, vík-
ingaskip, sem verður staðsett vestur
á Hlíðarvatni í Kolbeinsstaðahreppi
í Hnappadalssýslu.
Þetta verður tilraun og verður eitt
skip látið duga í sumar. En ef það
kemur i ljós að undirtektir verði
góðar, er ekkert því til fyrirstöðu,
að byggð verði fleiri vikingaskip á
fleiri vötn. Ingólfur Pétursson, hótel-
stjóri I City-lióteli, átti hugmyndina
og hann er einnig formaður liluta-
félagsins, sem stofnað var til að
hrinda málinu í framkvæmd. En af
hverju fljótandi hótel, hversvlegna
víkingaskip og hversvegna vestur á
Hlíðarvatni? Um það segir Ingólfur
Pétursson þetta:
— Eitt algengasta mein, sem fólk
á við að striða er þreyla. Iiún sprett-
ur af því álagi og þeim hraða, sem
nútíma líf leggur á okkur, einkum
þó og sér i lagi borgarlífið. Fleiri
og fleiri vilja nota sumarleyfi sín og
aðra frítima til livildar þreyttum
taugum. Sumir hafa gripið til þess
ráðs að fara utan, en útkoman hef-
ur oftast orðið sú, að menn komu
enn þreyttari til baka og þurftu þá
belzt að hvíla sig eftir leyfið. Aðrir
liafa farið upp i sveit, inn i óbyggð-
ir og hafa venjulega hlotið mun
betri hvíld. En það eru ekki margir
staðir þar sem menn geta verið i
ró og næði, en haft þó eitthvað fyrir
stafni ef þeir æskja þess. Ég hef
langa reynslu af þessu og það koma
á hverju ári hópar af mönnum til
mín og spyrja, hvar hægt sé að
komast í veiði og dvelja i friði og
ró i fáeina daga. Ég hef liugsað þetta
mál fram og aftur og nú ætlum við
að gera þessa tilraun. Við látum
smíða fallegt víkingaskip með gín-
andi trjónu. Það er nú þegar komið
vel á veg. Ormar Guðmundsson,
arkitekt, sem mun lesendum Vik-
unnar vel kunnur, var fenginn til
Eins og þessi
ljósmynd Þor-
steins Jósefs-
sonar gefur
hugmynd um,
þá er náttúru-
fegurð mikil
við Hlíðarvatn,
tilbreytinga-
rík og hlýleg
í senn. Skipið
mun sigla til
og frá um
vatnið eftir því
sem gestir
æskja.