Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 15

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 15
tötrum, að heimilið sé fátæklegt, né að mannskapurinn þar sé að hrynja niður úr hor. Nei, öðru nær. Það sem ég á við er, að þar ber enginn hlutur þess merki, að þar sé um lúxus að ræða eða óhóf í nokkurrri mynd. Ég mundi segja að heimilið væri svipað og hjá meðalmanni í Reykjavík, teppi á gólfum, píanó í stofunni, ísskápur í ehlhúsinu. Nei, maður, sem vinnur að jafnaði 18 klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar, við að reyna að gera náungan- um lífið léttara, ætti að hafa þriggja tommu þykk persnesk liandofin teppi langt út á hlað, tvo matreiðslu- menn í eldhúsi og heila hljómsveit í stofunni. En fjár- ráð fara nú yfirleitt ekki eftir vinnuafköstum, né mæla allir sitt ríkidæmi í peningum. Árelíus fer á fætur klukkan sex á hverjum morgni, sem Guð gefur. Þá sezt hann við skriftir, semur ræður, skýrslur um félagsstarfsemi, áætlanir um ýmsar fram- kvæmdir, bréf eða eittlivað annað, því af nógu er af að taka. Klukkan níu tekur hann tilvonandi fermingar- Þegar tími gefst til, sezt síra Árelíus við pianóið, og kannske tekur sonurinn Rögnvaldur þá und- ir á valdhorn, sem hann er að læra á, en liann hefur undanfarið stundað nám í Tónlistarskól- anum. Er aidrei friður f Friðarhöfn börn í undirbúningstíma, hefur tíma í smá- barnaskóla, æfir smábarnakór kirkjunnar, hringir á dagblöðin til að skýra frá æsku- lýðsstarfseminni, afgreiðir mál sem formaður Bræðrafélags Langholtsafnaðar, Breiðfirð- ingafélagsins eða Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur, leitar í landssímanum um allt land að eiginmönnum, sem hafa stungið fjöl- skylduna í Reykjavík af, matar- og bjargar- lausa, eða sinnir 1001 öðrum atriðum, sem koma undir hans umsjón. Svo er matartími hjá prestinum. Flestir skyldu halda að það væri virðuleg atliöfn, silfur á borðum og krásir í hverri krús. „Ég hefi sjaldan meira en 2—3 mínútur til að borða“, minnsta kosti ekki sem næðis- stund, sagði síra Árelíus. Og ekki væni ég hann um skrök. „Ég hefi venjulegast kennslutíma í Kenn- araskólanum á þeim tíma, og veitir ekki af að flýta mér. Þar kenni ég ýmist Kirkjusögu, Gamla-testamentisfræði, eða Nýja-testa- mentisfræði. Nú, eftir það fór ég í dag beint í jarðarför og var við það til klukkan hálf- þrjú. Klukkan þrjú átti ég að vera mættur á blaðamannafundi og var þar til fjögur, og fór þá aftur heim, því að fóstursonur minn áíti afmæli í dag — varð 10 ára — og ekki dugði það að ég léti ekki sjá mig á þeim merkisdegi hans. Klukkan hálffimm var kom- ið með barn til mín í skírn, eftir það hafði ég fataskipti í einum hvelli, og náði varla að ljúka því áður en þið komuð klukkan fimm. Klukkan sex koma svo börnin til spurninga í kirkjuna og eru þar til hálf átta, en þá er viðtalstími heima hjá mér, og oftast óslitin ös allan tímann til hálfníu. Svo bíða mín oft allskonar aukastörf á kvöldin, eins og að leita að eiginmönnum, sem hafa leiðst út í drykkiusvall — þá þarf ég oft að leita á veitingahúsunum að þeim fara með þeim á fundi hjá AA, eða ýmis- legt annnað, svipaðs eðlis“. — En hvenær kemstu þá í rúmið . . . ? „Oftast reyni ég það um tólfleytið, en það er ekki alltaf víst að það takist. Svo er stund- um, ja nokkuð oft hringt til mín á nóttunni. Hvað vilja menn þér á nóttinni? „Það eru ótrúlegustu hlutir. Oftast er það í sambandi við einhverja misklíð milli hjóna, drykkjuskap eða annað slíkt. Það kemur þá iðulega fyrir að ég þarf að fara að stilla til friðar, eða leita að týndum eiginmönnum". Þetta er ákaflega ónæðissamt, lilýtur að vera . . . „Já, það er það auðvitað, og kemur líka stundum illa niður á minni eigin fjölskyldu, því ég er oft ekki heima kvöld eftir kvöld, og það er auðvitað mjög slæmt. Og umburðar- lyndi konu og barna er mikið, því að hjá þessu er ekki hægt að komast, og má ekki einu sinni reyna það. Okkur hérna á heimil- inu hefur oftsinnis flogið í hug að segja í símann að ég sé ekki heima, en það er auð- Framhald á bls. 40. VIKAN 19. tbl. — JFJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.