Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 51
Matilda frænka leit hvössum
augum á Green, en hann lyfti
hendinni og sagði: — Jæja, jæja
þá, mér datt þetta bara svona í
hug.
— Jæja, þú skalt samt ekki
vera að hugsa upphátt, Augustus,
nema það sé eitthvað vit í þess-
um hugsunum. Ég er ekki í skapi
til þess að hlusta á slíkt í kvöld.
Það var ömurlegt og eyðilegt
í húsinu, þegar Annabelle var í
burtu. Þau voru öll á iði við
kvöldverðarborðið af einskærum
taugaæsingi. Green hafði hund-
skammað Charles fyrir svo sem
ekki neitt, og Matilda frænka
starði á tóman stólinn, þar sem
Annabelle var vön að sitja, og
Peggy snerti varla við því sem
borið var á borð fyrir hana. Nú
gekk hún fram og aftur um her-
bergið, fitlaði við það sem hendi
var næst, settist, fletti í nokkrum
tímaritum og stóð upp aftur.
Matilda frænka sagði: —
Peggy mín, ég ætla. ekki að vera
höstug, en góða setztu nú ein-
hvers staðar.
— Jæja, ég skal reyna það.
Green sagði: — En spurningin
er bara sú, Matilda, hvað eigum
við þrjú sem eftir erum, að gera
af okkur? Eigum við að vera
hérna áfram? Eða eigum við að
pakka saman og fara niður á eitt-
hvert hótelið?
— Það er nógur tími til þess
að hugsa um það. Ég er viss um
að Annabelle vill að við bíðum
hérna að minnsta kosti þangað
til hún kemur úr — ja, úr brúð-
kaupsferðinni.
Green hló við og sagði: — Já,
það er satt, er það ekki? Þau
eru í brúðkaupsferð. Hvað ætli
hún verði löng?
Peggy sagði grimmilega: —■
Jafn lengi og Soames er að
krækja í svolitla peninga og þá
kemur Annabelle aftur ein.
— Elskan mín, það þýðir ekk-
ert að vera svona reið.
— Jæja, þetta er allt svo rot-
ið, svo innilega fyrirlitlegt, sagði
Peggy, og hana dauðlangaði til
þess að segja þeim um Julian
og Martinique. En það var of
seint til þess að skipta nokkru
máli, og auk þess gæti hún aldrei
gert það, ekki núna, ekki eftir
að hafa þagað svona lengi.
Green sagði: — Auðvitað hafa
þau ekkert verið að kjafta frá
áformum sínum, því að þá hefð-
um við sent Annabelle heim til
Long Island.
— Það skaltu vera viss um,
það var einmitt það sem Soames
var hræddur um.
Green stóð upp og gretti sig.
- Það er það sem ég á erfitt
með að sætta mig við, sagði
hann. — Við þekkjum öll Anna-
belle. Það eru ekki svik til í
hennar skrokk. Samt virtist hún
kunna svo vel við sig nálægt
Griinewald, var svo yfirlætis-
laus og eðlileg, og svo kemur
það upp úr dúrnum, að hún hef-
ur alltaf verið tengd Soames.
Matilda frænka sagði: — Ég
verð lengi að jafna mig eftir
þetta.
•— Og Soames sjálfur sagði
Green. — Mér leizt bráðvel á
piltinn. Ég hélt satt að segja að
þetta væri bezti náungi. Þetta
var næstum því meira en Peggy
þoldi.
Þá hló Green við og Matilda
frænka sagði: ■— Hvað, Augustus,
er svona fyndið?
— Ja, mér datt svolítið í hug.
Þegar Soames kemur hingað aft-
ur, verður hann húsbóndi á
þessu heimili. Og ég get rétt
ímyndað mér okkur þar sem við
setjumst að kvöldverðarborðinu,
stór fjölskylda, og enginn getur
sagt neitt. Það er óhugsandi að
halda uppi samræðum við fyrr-
verandi bílstjóra í húsbóndasæt-
inu.
— Ég veit eitt, að ég verð ekki
hér, þegar það verður.
— Ekki ég heldur, sagði Mat-
ilda frænka.
— Þá, sagði Green, — verð ég
það víst ekki heldur.
Mr. Pimm leit inn síðdegis
næsta dag til þess að kveðja Mat-
ildu frænku. Hann ætlaði að
dveljast á Crillon; hann dvaldizt
alltaf á Crillon, þegar hann var
í París. Miss Matilda átti að fara
vel með sig. Auðvitað skyldi
hann skrifa henni, og hún átti
lika að láta hann vita um allt
sem gerðist. Hún átti að senda
Annabelle ástarkveðju hans og
beztu árnaðaróskir. Og hann ætl-
aði ekki að vera lengur í burtu
en í þrjár vikur.
— Ó, Mr. Pimm, sagði Matilda
frænka, — ég veit ekki hvað ég
á að gera án yðar.
— Ég mun sakna yðar, kæra
Miss Matilda, sagði Mr. Pimm,
og þegar hann var á leiðinni út,
varð honum ljóst, að það var satt.
Það yrði heldur tómlegt lifið án
Miss Matildu.
Flugvél Mr. Pimms átti að
leggja af stað frá flugvellinum
í Nice kl. 9.20 þetta kvöld. Þegar
klukkan var orðin hálf átta, var
hann næstum orðinn ferðbúinn.
Hann stóð í miðri setustofunni
í ljósum flónelsfötum, tattersalle
vesti og með slaufu, og búið var
að stafla farangri hans snyrti-
lega fyrir framan hann.
— Danielle, sagði hann, --
hvar eru farmiðarnir mínir, hvað
gerðirðu við þá, hvað gerðirðu
við farmiðana mína?
— í fjórða skipti, Mr. Pimm,
segi ég þér, að þeir eru í vinstra
efri vasanum í vestinu þínu.
— Ójá. Einmitt það. Já. Og
spjöldin á töskurnar mínar —
Danielle, hvað varð af spjöldum
á töskurnar mínar.
— Þau eru í veskinu þínu,
sagði Danielle þolinmóð, — þar
sem ég setti þau fyrir 30 sekúnd-
um.
Framhald í næsta blaði.
(■I
Nýtt útlit
Ný tækni
LÆKJARGÖTU, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 50022
VIKAN 19. tbl. — PJJ