Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 10
 Eftirfarandi texta og meðfylgjandi mynd- ir fengum við frá Danmörku, og á bréfi sem fylgdi, stóð að textinn væri eftir Musse og myndirnar eftir Axel: „Nú eiga íslenzkar konur að verða ennþá fallegri. Við hér í Danmörku trúum varla, að það sé hægt — því íslenzkar konur eru ein- hverjar þær fegurstu í heimi. I þessari myndasyrpu höfum við fjórar ís- lenzkar, Elínu Hansdóttur, Rakel Lorange og Gyðu Olafsdóttur, allar frá Reykjavík, og Soffíu Zóphóníasdóttur frá Vestmannaeyjum. Þær stunda nám í snyrtiskóla, sem heitir Skolen for international Skönhedspleje, sem er einn stærsti og nýtízkulegasti snyrtiskóli Evrópu, sérstaklega ætlaður til að útskrifa sérfræðinga í nútíma, vísindalegri snyrtingu frá hvirfli til ilja. Við spurðum þessar stúlkur, hvað þær ætluðu að gera, þegar þær hefðu lokið námi og fengið prófskírteini sín. Þrjár ætla að stofna sínar eigin snyrtistofur í Reykjavík, sú fjórða ætlar að dvelja eitt ár í París og hverfa síðan heim til Islands og setjast þar að sem fegrunarsérfræðingur. Skólinn er í miðborg Kaupmannahafnar. Námskeiðið stendur í 1 1 mánuði og kostar u.þ.b. 2.500,00 danskar krónur, en er að- eins annan hvern dag. Það kemur sér vel fyrir stúlkurnar, sem þá geta unnið fyrir sér hinn daginn. Skólinn sér ekki um útvegun fæðis eða húsnæðis, það fyrir sig. Strangur agi ríkir í skólanum, t.d. verður að tilkynna forföll með 6 stunda fyrir- vara, ef fyrir koma. Ef íslendingur í Kaupmannahöfn ætlar að skemmta sér eða hitta landa sína, fer hann á Den röde PIMPERNEL, (Nelluna). Þangað fórum við og hittum þessar indælu, íslenzku stúlkur, og buðum þeim auðvitað upp á eina krús af öli (1 lítra). Við Danir kunnum sann- arlega að meta íslendinga, ekki sízt glæsi- legar stúlkur frá sögueyjunni". JQ — VIKAN 19. tbl. ■O- Svo eru það neglurnar. Gyða spreytir sig, og frú Katborg er nærri. << Hér fær Soffía tilsögn f þessari crfiðu list að setja varalitinn rétt á. Liturinn verður að vera nákvæmlega rétt- ur, og eins og sést á myndinni er Soffía með heilt málara- spjald f hendinni. Og kcnnarinn, frú Katborg, fylgist með að rétt sé gert. Ú Og loks er það Elín. Hún með- höndlar við- skiptavininn mcð infrarauðum geislum, cftlr að hann hefur feng- ið andlitsnudd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.