Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 18
Sæmilegt dagsverk geta komið vel ásamt, hald- ið þér það ekki?“ svaraði hann í sama tón. „Swann . . Swann gat ekki að sér gert, að honum brá enda þótt hann hefði mikið vilj- að til þess gefa, að hann hefði hvergi látið sér bregða eins og á stóð; en hann komst ekki hjá því — hrjúf skipunarrödd yfir- boðarans stóð í svo gagn- gerri mótsögn við upphaf þessa hugljúfa ævintýris. Röddin var að sjálfsögðu Bryce yfirbryta, sem stóð þarna frammi á ganginum og, hvessti á han augun. Stúikunni hafði ekki brugð- ið síður en honum sjálf- um við þessa óvæntu og vægast sagt, óþægilegu truflun; hún sá að sjálf- sögðu augnaráð yfirbrytans og að hverjum það beind- ist, gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir hreimnum í rödd hans, hlaut því að ieggja saman tvo og tvo og gat ekki verið í neinum vafa um útkomuna. Swann reyndi að bjarga því sem bjargað varð með kæru- leysislegu glotti. „Afsakið andartak“, sagði hann við stúlkuna um leið og hann hvarf fram á ganginn og lokaði klefadyrunum; sneri sér síðan að yfirbrytanum, reiður og skömmustulegur í senn. Bryce yfirbryti var líka reiður. „Hvern fjandann sjálfan ertu að flækjast hérna?“ þrumaði hann. „Þú hlýtur þó að gera þér grein fyrir að slíkt er alvarlegt brot á reglunum“. „Ég var að hjálpa henni við að opna ferðatöskuna", svaraði Swann bryti þver- móðskulega. „Það er í verkahring þernunnar", sagði Bryce. „Þér er fjandans nær að sinna þínu starfi. Og það er svo sannarlega tími til þess kominn, að þú gerir þér það ljóst. Var þér ekki sagt að hafa samband við mig strax þegar þú kæmir um borð?“ „Ég var á leiðinni". „Það eru fullar tíu mínút- ur síðna þú komst um borð. Og það getur ekki tekið þig neinar tíu mínútur, að ganga frá borðstokknum til skrifstofu minnar. Það fer ekki hjá því, að þú lendir í alvarlegum vandræðum, ef þú heldur þessu áfram. Þér hefur að minnsta kosti þegar verið sett viðvörun af hálfu áhafnarstjórans". „Allt í lagi“. „Svaraðu kurteislega, fyrir alla muni. Þú hagar þér eins og orðhvatur skóla- 18 strákur, svei mér þá“. „Láttu mig þá einhvern- tíma í friði“, svaraði Swann bryti hranalega um leið og hann ruddist fram- hjá honum, og lét sig engu skipta, þó að hann kæmist ekki hjá að ýta ónotalega við yfirmanni sínum. „Þið hundeltið mig, leitið alltaf uppi eitthvað, sem þið get- ið fundið mér til foráttu. Leggið mig í einelti . . . það er rétta orðið“. „Gættu að hvað þú segir, maður! Þú ert ekki lagður í einelti fyrir annað en það, að þú stendur ekki í stöðu þinni, skilurðu“. Og þegar Swann virtist ætl'a að halda á brott, bætti hann við. „Bíddu, andartak . . .“ „Hvað nú?“ „Bjallan á varðtöflu þinni hefur hringt að minnsta kosti í fimm mín- útur. Hvers vegna hefurðu ekki svarað?“ „Mér var sagt að hafa samband við þig“, svaraði Swann af sömu þver- móðsku. „Ekki get ég gert hvorttveggja í senn, eða hvað?“ „Hvað varstu þá að flækjast hérna?“ „Það er skylda mín að gera farþegunum dvölina um borð sem þægilegasta“, svaraði Swann ögrandi. „Er það ekki einmitt það, sem þú ert stöðugt að brýna fyrir mér. Og þegar ég kem þar að, sem ung stúlka á í vandræðum með ferða- töskuna sína . . .“ Bryce yfirbryti virti und- irmann sinn fyrir sér með greinilegri vanþóknun. „Þér hefur þegar verið sett viðvörun. Haldir þú þannig áfram, verður þú ekki mosagróinn í starfinu. Ég þoli þér ekki þessa fram- komu öllu lengur, piltur minn. Farðu nú til vinnu þinnar, snakaðu þér úr regnkápunni og svaraðu bjöllukallinu þegar í stað“. „Já, herra minn“. Swann hélt leiðar sinnar. Þegar hann var kominn úr aug- sýn yfirbrytans, tók hann að blístra og glotta. Þetta með.stúlkuna var ekki svo mikilvægt. Verkefni það, sem McTeague hafði falið h'onum, var aftur á móti mjög mikilvægt. Og það leit út fyrir að honum ætl- aði að verða þar vel ágengt. Bjöllukallið var frá klefa B.19 —• afskekktum klefa, og eins langt frá sjó og hugsanlegt var um borð í skipi. Areiðanlegasti ódýr- asti einmenningsklefinn, sem völ var á. Swann drap á dyr, og spurði sjálfan sig hvernig hann mundi líta út, náung- inn, sem hafði hreiðrað þar um sig. Ogilvie, hét hann, C. Ogilvie, stóð á farþegaskránni; sennilega gamall skozkur nurlari, sem lifði eingöngu á höfr- um og raulaði stöðugt „Annie Laurie“ fyrir munni sér, hvar sem hann fór. „Kom inn .. kom inn ...“ Þetta var gamall öldung- ur ákaflega væskilslegur, nostursamlega vel til fara, með einglyrni og rauðan silkiborða bundinn í það. Hann sat á rekkjustokkn- um, skrifaði af kappi, leit ekki einu sinni upp, þegar Swann brtyi opnaði hurð- ina. „Voruð þér að hringja?“ spurði Swann bryti, sem gat ekki með neinu móti fellt sig við, að gamlir, væskilslegir öldungar, sem bjuggu í slíkum klefa sem þessum, væru með ein- hvern hofmóð. Og það var ekki laust við að þess gætti nokkuð í rödd hans, þegar hann spurði. Öldungurinn lauk við setninguna, sem hann var að skrifa. Leit síðan upp. „Já“, svaraði hann og röddin var lág og þyrrk- ingsleg. „Ég var að hringja, og nú er svo að sjá, sem hringingunni hafi verið svarað — loksins. Það vill svo til, að mig vantar skrif- pappír. Og hafi þjónustu við farþegana með skipum þessa félags ekki hrakað því meir frá því ég tók mér far með einu þeirra síðast, þá mun skrifpappír eiga að fyrirfinnast í hverjum klefa, farþegunum til frjálsra afnota". Hann virti Swann fyrir sér, eins og hann áliti hann sökudólginn, sem bæri ábyrgðina á þessari van- rækslu, og það meira að segja ákaflega lítilmótleg- an sökudólg. Nei, nú er nóg komið, hugsaði Swann með sér, og horfði á þenn- an reiða, væskilslega öld- ung með gremjublandinni fyrirlitningu; þennan fá- vísa, roggna öldung, s$m hélt að maður, sem bjó í slíkum klefa, gæti gert kröfur. Hann svaraði ásök- unum hans engu, beið átekta. Og hann þóttist sjá, að hann mundi ekki þurfa að bíða lengi. Eftir andartak tók öld- ungurinn enn til máls. „Ég kann því illa, að ég sé lát- inn bíða. Og ég þarf að skrifa nokkur áríðandi bréf, áðru en póstafgreiðslunni er lokað“. ,,Það vill svo til, að það er sérstök skrifstofa til þeirra afnota fyrir farþeg- f ana, og þar er nógur skrif- pappír", svaraði Swann. „Þér hefðuð getað leitað þangað“. „Vjeit ég það“, svaraði herra Ogilvie snerrinn. „En það vill svo til, að ég vil skrifa sendibréf mín í ein- rúmi“. Hann virti Swann fyrir sér, réttara sagt mældi hann augum. „Er j yður ekki kennt að segja, „herra minn“ um borð í þessu skipi?“ „Jú, þegar það á við“. „Ég er herra Ogilvie“, mælti öldungurinn. „Ég er herra Charles Ogilvie. Og ég er slíkri framkomu óvanur. Eigi okkur að koma ásamt, þá . . .“ „Það er alls ekki víst, að okkur komi ásamt . . .“ Herra Charles Ogilvie, spratt á fætur. Hann var ekki nema fimm fet á hæð, en þessi fimm fet titruðu og skulfu af reiði. „Ég kæri yður tafarlaust“, tilkynnti hann. Swann skellti hurðinni harkalega á hæla sér. Bjall- an tók að hringja viðstöðu- laust og skrækur hljómur hennar elti hann fram ganginn. Hann glotti. Það var einmitt þetta, sem hann hafði verið að fiska eftir. Tíu mínútum síðar stóð hann í skrifstofu yfirbryta. Tom Renshaw var líka staddur þar; Swann gerði ráð fyrir að hann hefði verið kallaður þangað í skyndi sem vitni að vænt- anlegum átökum. And- rúmsloftið var magnað ann- arlegri spennu, jafnvel áður en Swann steig inn yfir þröskuldinn, og það varð sízt til að draga úr henni, þegar hann tók að svara spurningunum, sem hvinu við eyru honum eins og byssukúlur. Og enn einu sinni virtist allt ætla að ganga sam- kvæmt áætlun. Það leit út fyrir að honum mundi veit- ast auðvelt að leika þetta hlutverk; það var eins og hvert skref, sem hann hlaut ósjálfrátt að taka eins og allt var í pottinn búið, væri skref í áttina að því marki, sem McTeague hafði sett honum. „Það er svo að sjá, sem þú hafir ekki tekið mikið mark á viðvörun minni“, sagði Bryce yfirbryti. „Hvað var það, sem þér sögðuð við herra Ogilvie?" „Já, hann“, Swann glotti. „Það gamla fífl. Minnir mann á Danny Kay — nema hvað hann er alltaf hundrað árum eldri. Ég Framhald á bls. 30. — VIK.AN 19. tlil.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.