Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 46
FRAMUS v’ RAFMAGNSGITARAR FRAMU3 STRENGiR MEST SELDI GÍTAR V-ÞÝZKAL. FRAMUS er frábær EINKAUMBOÐ A ISLANDI: HLJÓÐFÆRAVERZLUN SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Vesturveri — Aðaistræti 6 — Sími 11315. þar er hvorttveggja fyrir hendi. Fyrir fjórum mánuðum sprengdu þeir sína fyrstu og síðustu til- raunasprengju inni í Gobieyði- mörkinni — hérna“. Clive öldungadeildarþingmað- ur starði á hann. „Hvernig hafið þér komizt að raun um allt þetta?“ spurði hann. „Sumpart fyrir heppni. Einn af okkar mönnum varð sjónar- vitni að sprengingunni. Þangað til okkur barst skýrsla hans, var álitið, að Rússar væru þar að verki — að þeir hefðu sent kjarn- orkusprengju með eldflaug, sem sprungið hefði í háloftunum yfir eyðimörkinni". „Rétt er það“, varð fulltrúa kjarnorkunefndarinnar að orði. „Hvers vegna leið svo langt um, áður en okkur barst þessi skýrsla?“ spurði þingmaðurinn. Cal brosti við. „Þessi maður okkar hafði ekki annan farar- skjóta en kameldýr, og þegar hann kom svo loks á ákvörðunar- stað, reyndust sambandsskilyrðin ekki sem ákjósanlegust um tíma“. Þessi maður, sem Cal átt við, var af kynþætti hjarðmanna, Kazaki, hraustur maður og fífl- djarfur, sem naut þeirra forrétt- inda ættfólks síns, að enginn skipti sér af þó að hann færi yfir landamærin, fram og aftur, en auk þess var hann bandarískur ríkisborgari, hafði stundað nám í háskóla í Los Angeles og tekið þátt í Kóreustyrjöldinni eins og Cal. Eftir Kóreustyrjöldina þótti sýnt að bandaríkjamenntaðir Kazakar gætu orðið bandarísku upplýsingaþjónustunni að ómet- anlegu gagni, en samkvæmt hin- um nákvæmu skrám í hermála- ráðuneytinu, sem tóku til manna erlendis svo milljónum skipti, voru þeir ekki nema örfáir. Engu að síður hafði þetta borið þann árangur, að einn af þeim fáu var staddur á réttum stað á réttri stundu, og varð fyrir bragðið vitni að hinum þýðingarmesta at- burði. Ekki það, að Cal segði þeim hinum alla þá sögu; um starfsemi og starfsmenn upplýs- ingaþjónustunnar var aldrei lát- ið uppskátt að fullu. Forstjóri upplýsingaþjónust- unnar gekk nú inn í fundarher- bergið og tók sér sæti í þeim eina stól, sem enn stóð auður. Þó að hann reyndi að leyna því, var hann í nppnámi eins og áhyggjufullur bankastjóri, og Cal sá á öllu, að hann hafði kynnt sér útdráttinn úr skeytinu frá Melaníu. „Að tilraun þessari lok- inni hefur Kínverjum tekizt að framleiða sex sprengjur", hélt Cal áfram máli sínu. „Tilrauna- sprengjan var fimmtíu kílósmá- lestir að orku, og má því teljast sæmilegq kraftmikil. Hinar sprengjurnar sex eru um hálft megatonn að orku hver, svo að kínversku vísindamennirnir hljóta í millitíðinni að hafa far- ið í smiðju til þeirra rússnesku. En nú hafa þeir átt í nokkrum erfiðleikum með kjarnakljúf sinn að undanförnu, svo að þeir munu ekki framleiða fleiri sprengjur í bráð. Samkvæmt áætlun þeirra eiga þessar sex sprengjur líka að duga þeim til að koma styrj- öld af stað — og vinna hana“. Fulltrúinn úr flugmáladeild- inni tók fram í fyrir honum. „Þetta er brjálæði", sagði hann. „Hverngi í ósköpunum geta þeir gert sér vonir um að sigra í styrj- öld og hafa ekki nema sex kjarn- orkusprengjur? Þeir hafa ekki einu sinni neinar langdrægar eld- flaugar eða langfleygar sprengju- flugvélar, enn síður kafbáta búna kjarnorkuskeytum. Fjandinn hafi það, doktor, ef þeir geta með nokkru móti náð til okkar“. „Ég sagði ekki heldur að „heyja styrjöld“, herra fulltrúi, heldur að koma henni af stað og vinna hana. Til þess að vinna slíka styrjöld, þurfa þeir einungis að koma henni af stað, eða þannig reikna þeri að minnsta kosti sjálfir það dæmi. Chou En- lai komst þannig að orði fyrir nokkrum árum: „f lok næstu heimsstyrjaldar verða íbúar Bandaríkjanna tíu milljónir, Sovétríkjanna fimmtán milljónir — en íhúar Kínaveldis þrjú hundruð milljónir". Hann leit þangað sem Thompson sat. „Ég held að ég fari rétt með það“, sagði hann. „Jú, hann komst þannig að orði, Cal“, sagði Thompson. „Chou Enlai var þá utanríkis- málaráðherra", mælti Cal enn. „Nú er hann forsætisráðherra. Tölurnar geta hafa breytzt eitt- hvað — Kínverjum hefur fjölg- að um nokkrar milljónir, kannski hundrað, síðan, okkur líka og Rússum einnig, en hlutföllin munu þó svipuð. Hins vegar hef- ur kjarnorkuvopnamagnið aukizt mun meira. Grundvallarhug- mynd Chou hefur þó ekkert breytzt, nema hvað aðstæðurnar kalla að nú, að hún verði reynd í framkvæmd“. Enginn spurði neins. „Sex sprengjur“, hélt Cal áfram, „og nú er að segja frá hvernig þeir hyggjast beita þeim“ ÞAÐ ER SPARNAÐUR í AÐ KAUPA GÍNU Öskadraumurinn við heimasaum Ómissandi fyrir allar konur, sem sauma sjálfar. Stærðir við allra hæfi. Verð kr. 550.00 m/klæðningu kr. 700.00 Biðjið um ókeypis leiðarvisi Fæst í Reykjavik hjá: Dötnu- & herrdbinni Laugavegi 55 og Gísla Mdrteinisyni Garðastræti 11, sími 20672 4Q — VIKAN 19. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.