Vikan


Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 43
vinur minn gerði það góðverk, að hann greiddi árgang af Readers Digest“ og lét senda mér hann sem gjöf. Þar las ég svo grein um það, hvernig hægt væri að hvíla sig með því að nota hverja litla stund sem gæfist, til að sofna. Og svo var því lýst hvernig hægast væri að venja sig á það. Ég sá strax hvað þetta mundi vera mér nauðsynlegt, en hló samt með sjálfum mér yfir þeirri bjartsýni, að mér skyldi detta í hug að ég gæti setzt í stól eða lagt mig upp í dívan á daginn og sofn- að eftir eigin skipun. En samt fór ég að reyna, og ekki leið á löngu þar ég komst upp á lagið, og nú er svo komið að þó ég eigi ekki nema fimm mínútur eða svo, þá get ég setzt í stól eða lagt mig á leugbekk og sofnað á stundinni. Og þetta hefur alveg bjargað mér. Það veitir svo ótrú- lega mikla hvíld að festa aðeins blund í nokkrar mínútur mitt í önnum dagsins, og jafnast á við margra tíma svefn á nóttunni". Síra Árelíus leit laumulega á armbandsúrið sitt, og ég sá að klukkan var að verða sex, en þá átti hann að hafa tíma með ferm- ingabörnum sínum úti í kirkju. Við urðum því að Ijúka samtal- inu en myndatakan var alveg eft- ir, og hún mundi taka nokkrar mínútur. En Árelíus vildi ekki að börn- in biðu eftir sér í óvissu, og sendi þess vegna út í kirkju til að biðja þau afsökunar, en hann mundi koma eftir nokkrar mínútur. Svo var tekið til við að mynda, og presturinn rak á eftir, því hann var kominn í tímahrak eins og oftar. Þegar hann fór út í kirkjuna, tók hann með sér heil- an hlaða af stílabókum, sem ferm- ingarbörnin áttu. „Ég læt þau skrifa ýmislegt í þessar bækur og líma myndir í þær. Það festir þeim betur í minni það sem við tölum um, og hefur meiri áhrif. Sum barnanna eru sérstaklega dugleg við þetta, sérstaklega stúlkurnar, og ég er mjög hrif- inn af árangrinum". Við urðum samferða í kirkjuna, þangað sem öll börnin biðu stillt og prúð. Þau stóðu öll á fætur þegar við gengum inn, og Árelíus settist við hljóðfærið. Síðan var sunginn einn sálmur, en síðan höfð yfir trúarjátningin. Það var kominn tími fyrir okk- ur að fara, en fyrst vildi Árel- íus sýna okkur kirkjuna, sem ekki er fullbyggð ennþá, en er mjög smekkleg öll að innan, enda hefur Sveinn Kjarval séð um innréttingu hennar á sinn smekk- lega hátt. Við vildum ekki tefja lengur en nauðsynlegt var, því að við vissum að strax og tíman- um með börnunum væri lokið, þurfti Árelíus að hringja út á land til að reyna að hafa sam- band við fjölskylduföður héðan úr bænum, sem hafði stungið af frá konu og fjórum börnum, og DIVISION OF THE SIEGLER CORPORATION SJÓN VARPSTÆKI ★ Taka á móti útsendingum á baeði amerísku og evrópsku kerfi. ★ Teak kassi. ★ Tveir hátalarar. ★ 23" myndalampi af nýjustu gerð gefur skýrari mynd. ★ Tækin eru sérstaklega gerS fyrir 220 v. 50 rið með netspenni, sem kemur í veg fyrir titring á mynd- inni. ★ Engar prentaðar rásir. Fullkomin viSgerSa- og varahlutaþjón- usta - Hagkvæmir greiSsluskilmálar mft * DUAl A. 0. C. P* mm cm i, f, W 'mmomm msicrm^ f! 4 rtm mwwAstE smmmm ÚTSÖLUSTAÐIR: RADIOVINNUSTOFAN HEIMILISTÆKI S. F. HAFNARSTRÆTI 1 - SÍMI 20455. Vesturgötu 17 — Keflavík HARALDUR BÖÐVARSSON & CO. Akranesi RADIOVIRKINN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10. VERZL. VALDIMARS LONG Hafnarfirði — Sími 50288. Þriðja heftið af Nýjum danslagatextum var að koma út. í heftinu eru aðeins íslenzkir textar við öll nýjustu lögin. Beatles — mynda- og danslagatexta- heftið er fyrir nokkru komið út í því eru 23 textar við Beatleslög og 23 myndir af þessari heimsfrægu hljóm- sveit. Sendið kr. 25,00 fyrir hvoru hefti og þið fáið það sent um hæl burðargjalds- frítt. NÝIR DANSLAGATEXTAR PÓSTHÓLF 1208 — KVÍK. VIKAN 19. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.