Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 28
MIÐAÐ VIÐ VERÐ:
★★★★★★★
FRÁBÆR
★★★★★★
MJÖG GÓÐUR
★ ★ ★ ★ ★
GÓÐUR
AiiGóÐUR TRABANT
★ ★ ★
SÆMILEGUR
★ ★
VIÐUNANDI
★
LÉLEGUR
Þessa dagana, þegar það kost-
ar par hundruð krónur að kaupa
sér nýja skó og „skrensurinn“
með strætisvagninum kostar
fjórar krónur, er ekki nema von,
að menn reki upp stór augu, þeg-
ar hægt er að fá nýjan bíl —
nýjan — fyrir 65 þúsund krónur.
Það var svo sem auðvitað, að
slíkur gripur kæmi frá landi, þar
sem misskipting auðsins er ekki
til og hagur neytendans er öllu
ofar settur, og samkvæmt orð-
anna hljóðan ætti það að vera
trygging fyrir því, að bíllinn sé
níðsterkur og bili mjög sjaldan,
en ef það kæmi fyrir, kosti vara-
hlutir í hann sama og ekki neitt.
Hins vegar eru menn á íslandi
svo gerðir, að þeir líta ílestar
framleiðsluvörur fyrrgreindra
landa hálfgerðu hornauga, sum-
ir með fyrirlitningu. Það er
kannski ekki nema von, þegar
þessi ódýri bíll á í hlut — hálf-
bróðir hans, plastbíllinn P 70,
er enn ekki gleymdur hér. Og
hér kemur þessi, með tvígengis-
vél, sem lætur í eins og tómum
niðursuðudósum sé velt í poka
niður fjallshlíð, og yíirbyggingu
úr plasti. En menn skyldu var-
ast að fella sleggjudóma um nú-
tímann, byggða á fortíðinni, án
þers að kynna sér nútímann vand-
lega fyrst.
í gömlu plösturunum var
plötuplast á trégrind. í þessum
er trefjaplast á stalgrind. Og
gæði trefjaplastsins í bílaiðnaði
fram yfir plötuplast eru varla
sambærileg. Trefjaplastið er
miklu sterkara og betra viður-
eignar, t.d. í réttingu og bætingu.
Mér er sagt, og ég hef ekki
ástæðu til að rengja það, að
Trabant bíll, sem ekið var i hlið-
ina á hér í vetur, hafi verið rétt-
um með því að bregða heitu
straujárni innan á beygluna, og
strauja hana hreinlega út aftur.
Um tvígengisvélarnar er svo sem
ekki nema gott að segja, þegar
menn hafa sætt sig við hljóðið
í þeim.
Satt að segja kom Trabant mér
alveg á óvart. Mér datt ekki í
hug, að hann væri: a) svona
lipur í akstri, b) ynni svona vel,
c) lægi svona vel, d) að hraða-
mælirinn á svo til nýjum bíl
væri dottinn úr sambandi, e) að
miðstöðvarstillarnir lægju slitnir
í hanzkahólfinu, f) að sólskygg-
ið væri dottið af.
Hann er lipur og liðugur innan-
bæjar. Hann leggur sæmilega vel
á, og tekur sæmilega vel við, og
gírskiptingar ganga mjög vel og
lipurt. Hann er fjögra gíra, skipt-
ur með handfangi í borðinu, all-
ir gírar samstilltir. Með því að
gera ekki nema rétt hreyfa hann
af stað í fyrsta og skipta svo strax
í annan, má segja, að hann sé
allsæmilegur í viðbragði. Brems-
urnar þurfa ekki mikið átak og
vinna ágætlega. Það fer ágætlega
um mann undir stýri, og ég
myndi telja gott að aka þessum
bíl, ef stefnuljósin slökktu sjálf
á sér að beygju lokinni. Hann
liggur prýðilega og er furðu þýð-
ur. Vinnslan er mjög viðunanleg,
ekki hvað sízt, þegar þess er gætt.
að hestarnir undir húddinu eru
aðeins 23 og aðeins í tveimur
strokkum — en að vísu tvígeng-
isstrokkum. •— í húddinu er ann-
ars mjög þokkalegt um að lit-
ast og virðist sæmilega greitt
að komast að flestu; mótorinn
er nokkuð til hliðar og á stærð
við venjulega saumavél í tösku.
Það er merkilegt við hann, að
kveikja á honum er alls engin,
heldur aðeins sitt háspennukeflið
fyrir hvorn strokk og platínur
í enda keflanna. Mótorinn er
sagður geta gengið, þótt annað
keflið eyðileggist. Þarna eru svo
ýmsir aðrir hlutir, svo sem gír-
kassi og einhvers staðar á þess-
um slóðum er drifið, því bíllinn
er framhjóladrifinn.
Að aftan er svo farangurs-
geymsla — hið mesta gímaid mið-
að við stærð bílsins, og opnast
vel. Þar við bætist svo, að and-
artaksverk er að kippa aftursæt-
inu úr, og er þá flutningsrúm í
allri farangursgeymslunni og
húsinu fram að framsætum. —-
Sætin eru annars góð að fram-
an, tveir stólar heldur þægilegir,
en sófi að aftan, la la fyrir tvo,
en fleiri mega heldur ekki vera
þar. Rúm er all gott frammi í, en
fótalöngum myndi trúlega eym-
ast, ef þeir þyrftu lengi að sitja
aftur í. Bíllinn er klæddur að
innan með taui og plasti.
Mælaborðið er akkúrat ekkert.
Hraðamælir er að vísu — þ.e.a.s.
að minnsta kosti svoleiðis skífa,
en nálin þar hreyfðist ekki, þótt
ég þendi bilinn eins og ég þorði,
og hann er sagður geta komizt
í 100 og þola 90 km hraða að
staðaldri. Neðst á mælaskífunni
eru tvö ljós, annað gefur til
kynna að gleymzt hafi að slökkva
á stefnuljósunum, en hitt að nú.
sé, eitthvað bogið við rafmasnið.
Smurmæli þarf engan né Ijós,
því smurolían er sett saman við
bensínið. Yzt á þessu borði
vinstra megin eru fáeinir smellu-
rofar, fyrir Ijós, þurrkur o.s.frv.
Rúðusprauta er engin, en raf-
magnþurrkurnar sýnast vera all
góðar. Miðstöðin er allgóð, og
er henni stjórnað með fáeinum
handföngum, sem kvað vera kom-
ið fyrir undir mælaborðsnefn-
unni, en voru i þessum bíl, sem
fyrr segir, í hanzkahólfinu,
ásamt benslnmælinum, sem á
venjulegu máli myndi kallast
tommustokkur. Og er raunar
óþarfur, því varageymir er á bíln-
um, sem hægt er að grípa til,
ef aðalgeymirinn þurrkast.
Ég hef ákveðið, að gefa þess-
um bíl fjórar stjörnur, sem þýðir
„allgóður, miðað við verð“.
Reynslan getur átt eftir að breyta
stjörnufjöldanum eitthvað, af
eða á, en ég treysti mér ekki til
að segja í hvora átt. En óneitan-
lega er ég hræddur við, hve mik-
ið átak og skell þarf til að loka
á honum hurðunum, húddinu og
skottinu. Við þau ógnarátök fer
varla hjá því, að eitthvað losni
eða brotni fyrr en síðar. S.
Ekki lengur
tilvíljun
Þúsundir kvenna um heim alian
nota nú C. D. INDICATOR, hiS
svissneska reikningstæki, sem
reiknar nákvæmlega út l>á fáu
ðaga í hverjum mánuði, sem ,
frjóvgun getur átt sér stað.
Læknavísindi 56 landa róðieggja
C. D. INDICATOR fyrir heilbrigt og
farsælt hjónaband, jafnt ef barn- *
eigna er óskað sem við takmarkan-
ir þeirra.
Sendið eftirfarandi afklippu ásamt
svarfrímerki til j
C. D. INDICATOR, pósth. 1238, Rvk.
Sendið undirrit. upplýsingar yðar.
Nafn .............................
Heimili...........................
(Vinsamlegast skrifið með bókstöfum)
2g — VTKAN 19. tbl.