Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 37
skelfingu, en þess í stað sagði
hann svo lágt að varla heyrðist:
„Fyrirgefið, herra skipstjóri . . .
ég ætlaði alls ekki . . .“
Blacklock skipstjóri neri hök-
una og kjálkana og hvæsti af sárs-
auka og reiði: „Þér ætluðuð ekki,
hvað? Vitið þér hvaða refsing
liggur við að berja skipstjóra
sinn?“
„Ég barði yður ekki, herra skip-
stjóri . . .“
„Ég trúi því ekki, að mér
hafi missýnzt". Rödd Calder-
stone lávarðar var ljúf og hóg-
vær.
Swann varð ýmist litið á lá-
varðinn, það vitni, sem enginn
mundi dirfast að véfengja, og
skipstjórinn, sem strauk rauðan
og blámarinn kjammann, sönn-
unargagnið, sem ekki varð
vefengt.
Skipstjórinn kvað uppúr með
það. „Þér misstuð taumhald á
skapsmunum yðar og greidduð
mér hnefahögg. Ég hef vitni að
því, auk bersýnilegra sannana".
Og um leið og hann sleppti orð-
inu, skyldi hann hvað í rauninni
hafði gerzt. „Ég spyr yður enn
einu sinni, hvort þér gerið yður
ljóst hvílík refsing liggur við
slíku broti? Fangelsi. Yður verð-
ur stefnt fyrir rétt, og þér verð-
ið dæmdur í fangelsi ..."
Swann reyndi enn að bera höf-
uðið hátt. „Er ekki hyggilegast
að ég fari í land, herra skip-
stjóri?“
„Þér farið ekki í land. Skipið
er í þann veginn að láta í haf,
og lagaákvæðum samkvæmt,
leyfist engum að fara í land“,
svaraði skipstjóri. ,Þér verðið
kyrr um borð í skipinu til New
York og sömu leið til baka, og
að því búnu verður mál yðar tek-
ið fyrir hér í Liverpool".
„Hann espaði mig“, reyndi
Swann enn að malda í móinn og
leit þangað, sem Calderstone lá-
varður hafði aftur tekið sér stöðu,
í skugganum út við kýraugað og
kom þetta ekki framar við.
„Þið deilduð um kröfur og rétt-
indi og þessháttar og þér misst-
uð stjórn á skapi yðar, og því
fór sem fór. Þér hafið ekki nein-
ar málsbætur".
„Við erum menn, engu að síð-
ur, og það er til annar dómstóll
— almenningsálitið . . .“
„Almenningsálitið er fyrir
löngu orðið drepleitt á nöldr-
urum eins og yður og yðar lík-
um“, sagði Blacklock skipstjóri.
„Og ég líka. Þér hafið skýrt mér
frá ýmsu þennan hálftíma, og
nú fer röðin að koma að mér,
og var ekki seinna vænna. Sam-
kvæmt siglingalögum, þá er mér
í sjálfsvald sett, innan vissra
takmarka — hvernig ég tek
á slíku broti sem yðar. Ég
get, sjálfur dæmt um það, og
ákveðið yður einhverja sekt, og
ég get látið mál yðar ganga fyrir
rétt, þar sem dómurinn mundi
hljóða upp á allt að þriggja mán-
aða fangelsi, sem þér svo sannar-
lega eigið skilið. Annað mál er
svo það, að ég vil sjálfur ógjarna
lenda í nokkru málavafstri. Skilj-
ið þér mig?“
„Já, herra skipstjóri".
Já, hann skildi það. Hann
komst ekki hjá að skilja það, að
honum hafði verið gert einskon-
ar sáttaboð, sem hann hlaut að
taka. Honum hafði verið komið
í sjálfheldu, eða hann hafði kom-
ið sér í hana sjálfur; gilti einu
hvort var úr því sem komið var.
Skipstjórinn leit á klukkuna.
Hana vantaði tuttugu mínútur í
sex. Hann ræskti sig. „Mér þykir
vænt um að þér skiljið mig. Ég
vil ekki að komi til neinna tafa
eða vandræða síðustu mínúturn-
ar. Og samkvæmt þessu sam-
komulagi okkar á milli, býð ég
yður að halda aftur til vinnu
yðar . . .“
„Já, herra skipstjóri", svaraði
Swann lágum rómi og gekk á
brott.
„Góðvon" sigldi á háflæði
framhjá vitanum við mynni
fljótsins; tók að lyfta sér og síga
í leik við sjóina og sælöðrið rauk
um stafn, glitrandi eins og dem-
antaregn í tunglsljósinu.
Skipstjórinn stóð í brúnni.
Hafnsögumaðurinn var farinn
frá borði. Um leið og kom í haf,
var ,,Góðvon“ stoltarfley, sem
veitti skipstjóra sínum því meiri
ánægju, sem dró úr áhyggjunum
fjær landi. Þessa naut Black-
lock svo heils hugar, að hann
lét sig jafnvel engu skipta, þó
að Calderstone lávarður stæði
þarna í brúnni, sem eini farþeg-
inn, er gat leyft sér slíkt.
Calderstone lávarður virtist í
sólskinsskapi. Hann sveipaði sig
angandi reykskýi, hallaðist fram
á brúarhandriðið og starði í sömu
átt og skipstjórinn — til hafs.
Eða hann lyfti augunum til him-
ins, virti fyrir sér Karlsvagninn
og pólstjörnuna, rétt eins og þar
væri um að ræða djásn, sem
gengið hefði að erfðum í ætt
hans, kynslóð fram af kynslóð.
Og svo sagði hann allt í einu upp
úr þurru, svo að það hefði mátt
halda að ekki væri nema andar-
tak, í stað þriggja klukkustunda
og kvöldverðar, frá því fellt var
það tal: „Hann hafði veikan blett
— raunar marga veika bletti, en
þó einn veikastan. Geðvonzkuna.
Ég veitti því strax athygli, þeg-
ar Bryce las skýrsluna; þá reyndi
hann að láta sem sér stæði á
sama, tæki ekki einu sinni eftir
því. En hann saug tennurnar
stanzlaust. Það gera menn yfir-
leitt ekki nema í vonzku".
„Eigið þér við, herra lávarður,
VIKAN 19. tbl. — 07
Nýjung! ZETll-plastrennibrautir
Elnfaldar - tvöfaldar ■ þrefaldar
Loft- og veggfestingar
* 40 mismunandi litir og
viðargerðir, sem skipta
mó um eftir uppsetn-
ingu.
* Spara gluggatjaldaefni.
* Stílhreinar — ódýrar.
* Tilfærsla ó tjöldum
meS snúru eða stöng-
um.
★ Ósýnileg nælonhjól —
sem þarf ekki að taka
úr viS hreinsun.
❖
¥ &
s F SÍMAR: 37528 & 35634.