Vikan - 07.05.1964, Blaðsíða 17
sagði Calderstone lávarð-
ur.
Það var þetta eina orð,
„við“, sem reið baggamun-
inn. Það voru ekki neinir
„við“, sem falin hafði ver-
ið stjórn á þessu skipi, ekki
neinir „við“, sem bar að
leysa þetta vandamál og
önnur, sem upp á kunnu
að koma. Þar urðu ekki
nein afskipti þoluð, hvorki
samherja né mótherja; það
var skipstjórans og ein-
göngu skipstjórans að
ákveða hvað gera skyldi.
„Ég tek það í mínar
hendur", sagði hann, svo
hátt og af slíkri festu, að
Calderstone lávarði brá.
Hann beið átekta með sér-
legri ánægju og nokkurri
undrun, þegar skipstjóri
þrýsti á bjöllurofann, og
brytinn svaraði.
„Segði yfirbrytanum að
koma með Swann bryta
hingað tafarlaust11, skipaði
hann. „Gildir einu hvernig
á stendur . . .“ Og þegar
brytinn hikaði andartak,
öskraði Blacklock skip-
stjóri: „Strax í stað!
Við megum enga mínútu
missa . .
Þegar Blackloek skip-
stjóra varð litið á klukk-
una, varð honum ljóst að
hann hafði ekki farið með
neinar ýkjur. Klukkan var
orðin fimm. Svo sannarlega
var naumur tími til stefnu.
Klukkan hafði verið að
byrja að ganga fimm og
nokkuð tekið að skyggja,
þegar Vic Swann bryti
sneri um borð í „Góðvon“.
Það var mikilvægt og erfitt
hlutverk, sem McTeague
hafði falið honum, en þeg-
ar hann nálgaðist höfnina,
og hinn mildi, hvíti byrð-
ingur, sem gnæfði hátt yfir
bakkann, blasti við sjón-
um hans, fann hann það á
sér, að sér mundi takast að
leysa það af hendi. „Góð-
von“ var mikið fley og frítt,
engu að síður var það á
hans valdi, hvort hún léti
úr höfn eða ekki. Og hún
mundi ekki láta úr höfn.
Hann skyldi reynast maður
til að sjá svo um, að land-
festar yrðu ekki leystar
að sinni.
Hann bar höfuðið hátt
þegar hann gekk um borð,
og hann varð jafnvel enn
hnarreistari, þegar vörður-
inn lagði höndina á öxl
honum og urraði: „Andar-
tak — ég er með skilaboð
til þín . . .“
Swann vatt sér til hlið-
ar, rétt eins og hann teldi
varðmanninn gera sér litla
virðingu með slíkri handa-
áleggingu. „Gætið að
yður“, sagði hann. „Þér
gerið tilraun til að tefja
mig, og það getur reynzt
yður dýrt spaug“.
Varðmaðurinn virti hann
fryir sér með augljósri van-
þóknun. „Swann bryit —-
þú átt að hafa samband við
yfirbrytann tafarlaust".
„Allt í lagi“.
„Tafarlaust", endurtók
vörðurinn. „Þú ferð beina
leið til hans, og ekki nein
undanbrögð við það“.
„Ég heyri og hlýði“.
En hann hlýddi ekki.
Hann fór ekki beinustu
leið til fundar við yfir-
brytann. Hann laut varð-
manninum af ýktri hæ-
versku og stundarkorni
síðar var hann kominn inn
á ferðamannafarrýmið, inn
á ganginn að klefum þeirra
kvenna, sem ferðuðust ein-
ar síns liðs. Hann átti þang-
að ekkert erindi, og ekki
nóg með það, heldur var
það brot á reglunum, að
hann rækist þangað; það
var þernunum einum, sem
leyfðist að koma þar. En
hann var staðráðinn ’í að
stofna til árekstra, og því
þá ekki að nota tækifærið
og líta á þessa kvenfarþega
um leið.
Sú viðleitni hans bar
skjótan og ánægjulegan
árangur. Hann sá inn um
opnar klefadyr, hvar stúlka
stóð og laut yfir eitthvað;
hún sneri skut við honum,
en af honum mátti ráða,
að þetta væri rennilegasta
snekkja. Hann nam staðar
í dyrunum.
„Get ég hjálpað yður
eitthvað?“ spurði hann
hæversklega.
„Ó ..." Stúlkunni brá.
Hún rétti úr sér og sneri
sér að honum og strauk
svarta lokana frá augum
sér. Falleg stúlka, það var
hún, og hann hugsaði sem
svo, að þarna hefði hann
heppnina með sér. „Hvað
mér brá . . .“ sagði hún, en
bros hennar og tillit gaf þó
ótvírætt í skyn, að hún
mundi ekki erfa það við
hann.
Vic Swann endurgalt
bros hennar. „Mér sýndist
þér vera aðstoðar þurfi“,
sagði hann. Það stóð ferða-
taska á gólfinu, og bersýni-
lega hafði stúlkan verið
að glíma við hana. „Getið
þér kannski ekki opnað
töskuna?" spurði hann, en
virti stúlkuna þó fyrir sér
af mun meiri áhuga en
töskuna.
Hún leit spyrjandi á
hann„ unga stúlkan. Þar
sem regnkápan skýldi ein-
kennisbúningi hans, gat
hún að sjálfsögðu ekki vit-
að hver hann var, en hitt
sá hún, að maðurinn var
ungur og glæsilegur, og
það nægði henni, auk þess
sem hann var sá fyrsti, sem
hún komst í kynni við um
borð. Og hún sagði: „Ef
þér gætuð . . . það lítur út
fyrir, að hún sé hlaupin í
baklás, eða eitthvað þess-
háttar. Þekkið þér eitthvað
á svona læsingar?"
„Það er ekki margt, sem
ég ber ekki eitthvert skyn-
bragð á“, svaraði
Swann og brosti enn.
Hann laut að tösk-
unni, þrýsti með
þumalfingrunum að
læsingunni og lokan
hrökk upp. „Þarna
sjáið þér . . . þurfti
ekki annars við en
að ég tautaði yfir
henni töfraorðið",
sagði hann. ,,Á ég að
opna hana betur
kannski?“
„Þakka yður fyrir,
þetta er nóg“, svar-
aði hún. „Ef þér fær-
uð að lyfta lokinu,
er ekki að vita nema
að þér kæmust að
ýmsu, sem ég hirði
ekki um að þér vitið
■—■ að svo stöddu“.
Röddin var eggjandi,
ekki síður en bros-
ið.
Swann rétti úr sér.
Steig skref aftur á
bak, fjær henni, lét
hallast upp að dyra-
stafnum og virti
hana fyrir sér.
„Fyrsta sjóferðin
yðar?“ spurði hann.
„Já, er það ekki
dásamlegt?“
„Ég hef farið of
margar ferðir til þess,
að ég geti beinlínis
komizt þannig að
orði“, sagði heims-
maðurinn Swann.
„Engu að síður skil
ég yðar sjónarmið
mætavel“.
Stúlkan horfði
beint í augu honum
og var hin altilleg-
asta. „Þá verður það
ekki amalegt fyrir
mig, að mega halla
mér að yður“, sagði
hún. „Hvað oft hafið
þér siglt þessa leið?“
„Þetta er senni-
lega tuttugasta og
fyrsta skiptið . . .“
svaraði Vic Swann.
„Þetta er nú einu
sinni atvinna mín“,
bætti hann við. „Ég
er einn af áhöfninni,
skiljið þér“.
„Ó, einmitt það“.
Það leyndi sér ekki
hver áhrif það hafði
á hana. „Þér eruð þá
ef til vill einn af yfir-
mönnunum?"
—„Jú, það á víst
að heita svo“.
„Hamingjan hjálpi
mér. Mamma varaði
mig einmitt strang-
lega við yfirmönnun-
um. Hún sagði að
þeir væru svo hættu-
legir“.
„Okkur ætti þá að
VIKAN 19. tbl. — JIJ