Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 4
Verzlunarbanki íslands h/f annast öll inn-
lend banka-
viðskipti.
Verzlunarbanki íslands h/f, útibúið að
Laugavegi 172,
Reykjavík, er
opið alla virka
daga kl. 13.30 —
19. Laugardaga
kl. 10-12.30.
Sími 20120.
Verzlunarbanki íslands h/f, útibúið að Hafn-
argötu 31, Kefla-
vík, er opið alla
virka daga kl.
10-12.30, 14-
16 og 18-19.
Laugardaga kl.
10-12.30.
Sími 1788.
Verzlunarbanki íslands h/f, Bankastræti 5,
Reykjavík, er op-
inn alla virka
daga kl. 10 — 12.
30, 13.30-16 og
kl. 18-19 fyrir
innlánsviðskipti.
Laugardaga kl.
10-12.30.
Sími 22190.
VERZLUNARBANKI ÍSLANDS HF.
„En taka jafnframt upp
ættarnafn...
Fyrir nokkru birtist í VIK-
UNNI grein um íslenzk manna-
nöfn og þá sérstaklega íslenzk
ættarnöfn svo og rétt manna til
að bera þau. Höfundur greinar-
innar var Jón P. Emils, lögfræð-
ingur. Margir virðast sjá, að úr-
bóta er þörf í mannanafnalöggjöf
okkar og stundum hljótast jafn-
vel brosleg vandræði af. Nú hef-
ur VIKUNNI borizt innlegg í mál-
ið frá Gústav A. Sveinssyni. Hann
segir:
Það greinir menn víst ekki á
um, að skylt sé hverjum manni
að nota skírnarnafn sitt og rétt
að kenna sig til föður síns. Það
er og með öllu vafalaust, að
mikill fjöldi manna óskar að bera
ættarnöfn. Margir menn láta
skíra börn sín ættarnöfnum ann-
arra manna, sjálfsagt í því skyni,
að nöfnin loði við börnin sem
ættarnöfn. Er það hvorttveggja,
að slíkt er ólöglegt, enda ber það
vitni um furðu lítilþægt smekk-
leysi. Ærið margir nota ættarnafn
móður sinnar, er faðir hefur ekk-
ert, og ætti þó að vera ljóst, að
engu meiri heiður er að slíku en
því að kalla sig son eða dóttur
móður sinnar, svo sem fyrrum
gerðu óskilgetin börn. Hversu fer
nú málvöndunarpostulunum, þeg-
ar þeir útvega vegabréf konum
sínum, þeim er utan fara? Þeir
láta þær kenna sig við tengda-
feður sína og vera sonu þeirra.
Sést af þessu, að rigulreiðin er
orðin bæði bagaleg og brosleg.
Rétta leiðin liggur hins vegar
í augum uppi. Vér eigum að fara
að gerzkum hætti. Hver maður
á að kenna sig til föður síns,
svo sem gert hafa íslenzkir menn,
síðan land byggðist, en taka jafn-
framt upp ættarnafn, sem skylt
sé að nota á skjölum og öðru,
þar sem nauðsynlegt er og heppi-
legt.
Gústav A. Sveinsson.
Vikan var það
heillin...
Kæra Vika!
Mér er sagt, að ekki ails fyrir
löngu hafi birzt grein í einhverju
íslenzku blaði um hinar marg
umtöluðu veðurfarsbreytingar og
hvort vera kunni, að þær séu af
manna völdum. Þessi grein hefur
farið framhjá mér, en ég er mikill
áhugamaður á þessu sviði. Getur
Vikan gefið mér upplýsingar um
það, hvenær þessi grein birtist og
í hvaða blaði?
Með þökk og kærri kveðju.
I. Kjartansson.
--------Að sjálfsögðu birtist
þessi grein í VIKUNNI (hvað
annað) svo þú hittir þó á réttan
stað til að spyrja um hana. Hún
hét fullu nafni „Eru veðurfars-
breytingar af manna völdum?" og
birtist í 12. tbl., 19. marz í vetur.
Blaðið færðu einna helzt hjá
Blaðadreifingu, Laugavegi 133.
Harka í sambýlinu ...
Kæra Vika !
Ég hef stundum séð bréf í póst-
inum frá fólki, sem á við einhver
vandamál að stríða í sambýli. Nú
eru orðnir margir sem búa í
blokkum og margir þekkja því af
eigin raun, hvernig einn getur
eitrað út frá sér. Sjálf bý ég í
blokk ásamt öðru ágætu fólki,
sem er allt gott um að segja. En
frúin á hæðinni fyrir ofan mig
er að gera mig gráhærða. Svo er
mál með vexti, að við erum vön
að fara úr utanyfirskótaui fyrir
framan dyrnar og röðum við því
þar upp. En blessuð frúin virð-
ist ekki þola þetta, því að hún
hefur oftar en einu sinni tekið
sig til og fleygt því öllu niður
stigann. Einu sinni var hún meir
að segja staðin að verki. Segðu
mér nú, hvað á eiginlega að gera
við svona fólk?
Þín Imba.
—-------Vandamálum sambýlis
má líkja viS alþjóða stjórnmál.
Þar gefast ógnanir og hótanir
bezt, vígbúnaðarkapphlaup svo
og það að standa klár að hætt-
unni. Nú þarf leyniþjónustan í
fyrsta lagi að athuga hvort frú-
in á efri hæðinni raðar líka sínu
skótaui framan við dyrnar. Sé
svo, má (eftir diplómatiskum
leiðum að sjálfsögðu) hóta því,
að skókastinu verði svarað með
fullri einurð.
Krógafeður á Kvía-
bryggju...
Kæra Vika!
Ég hef aldrei skrifað þér, en
þú hefur veitt mörgum upplýs-
ingar sem þá hefur vantað og
því sný ég mér til þín.
£ — VIKAN 19. tbl.