Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 21
ERKIHERFOGINN OG HR.PIMM Framhalds- sagan Eftir Lindsay Hardy 12. hluti Já, já, það er rétt, veskinu. Almáttugur, ég er enginn mað- ur til þess að ferðast. Hvaða vitleysa, þú hefur bara gaman af því að ferðast. — Hræðilegt, hræðilegt. Dani- elle, klukkan, sérðu hvað klukk- an er. — Þú hefur nógan tíma. Þú þarft ekki að leggja af stað til flugvallarins fyrr en eftir 45 mín- útur. —■ En ég á eftir að gera svo margt. -— Þú þarft ekki að gera neitt nema að hringja í Henri. — Já, já, auðvitað, sagði Mr. Pimm. — Það er rétt, ég verð að tala við Henri. Henri hafði setið eins og dauð- yfli í íbúð sinni frá því snemma um daginn, í þeirri von, að eitt- hvað, hvað sem er, myndi ger- ast. Þegar síminn hringdi stökk hann upp og svaraði. • •— Kæri vinur, sagði rödd Mr. Pimms það var gott að ég hitti á þig heima. Það er gott að þú ert ekki á einhverjum barnum. — Nei, ég er ekki á neinum bar. Ef þú hefðir ekki hringt, þá ætlaði ég að fylgja þér út á flug- völlinn. - Það var mjög fallega hugs- að, en nei, það skaltu ekki gera. Gleymdu nú ekki að skrifa Miss Matildu, það er ekki nema sjálf- sögð kurteisi. — Ég geri það í fyrramálið. — Og hegðaðu þér nú skyn- samlega á meðan ég er í burtu. Ég vil ekki að þú hangir á alls kyns knæpum á meðan ég er í burtu. — Vertu ekkert hræddur. — Að drekkja sorgum þínum, drekka og sukka alla nóttina, komast í klandur. — Hafðu engar áhyggjur. Ég er að búa mig undir að hitta Soames. Dyrabjallan á íbúð Henris hringdi i þessu og um leið heyrð- ist barið að dyrum. Hann sagði: — Ég verð víst að fara, Mr. Pimm, það er einhver að koma. Góða ferð. — Þakka þér fyrir, Henri. Nú máttu ekki láta þetta allt sam- an fá of mikið á þig. Engar and- vökunætur. Enn var barið harkalega að dyrum. — Þetta blessast allt. Ég verð að fara — bless. — Bless, kæri vinur, au revour. Henri lét frá sér símtólið og gekk til dyra, bjóst yið því að þar væri húsvörðurinn eða kona hans, og hann ætlaði að fara að skammast út af öllum hamagang- inum. Þegar hann opnaði dyrnar stóðu augu hans bókstaflega á stilkum. Það var Julian. Henri stundi upp: Hvern fjandann ert þú að gera hér? Julian sagði: — Við megum engan tíma missa, ég segi þér á leiðinni. Láttu mig bara fá bíl- lyklana þína og komdu strax. Hvert? —- Mr. Pimm. 11. KAFLI. Þeir óku í loftinu upp að Villa Marguerite og námu staðar með miklu ískri, og þegar þeir komu hlaupandi inn, hefði Mr. Pimm ekki brugðið jafn mikið, þótt Julian hefði komið ríðandi inn frá svölunum. Julian, sagði hann, - hvað i ósköpunum, hvað í ósköpunum ertu að gera hér? Hvaðan kem- urðu, hvað á þetta að þýða? Mr. Pimm, sagði Julian, -— það er búið að ræna Annabelle. — Þú kemur stormandi hérna inn eins og hvirfilvindur. Órakað- ur, með rifna skyrtu, og hárið allt í óreiðu. Hvað er stúlkan að hugsa, hvernig getur hún látið slíkt viðgangast? — Kvæntur Annabelle og gengur svo svona til fara, þetta er svívirðilegt. ■— Viltu gjöra svo vel og hlusta á mig, sagði Julian. — Ég er ekki kvæntur henni, og það er búið að ræna henni. — Ræna? Hlægilegt, ég er á leiðinni til Parísar, og það er ómögulegt að henni hafi verið rænt. Mr. Pimm gekk skyndilega eitt skref aftur á bak. Búið að ræna henni! — Á brimgarðinum við St. Raphael einhvern tíma fyrir klukkan 11 í fyrrakvöld. Mr. Pimm rétti út höndina til að styðja sig og lét fallast í stól. — Kæri vinur. En bréfið, sagði hann. — Miss Matilda fékk bréf frá Annabelle, þar sem stóð að þið hefðuð gifzt í gær í Vent- iniglia. Ég veit ekkert um það. ■ — Þú ert kvæntur henni; það stóð í bréfinu. Henri sagði: — Hann sagði mér allt af létta á leiðinni, Mr. Pimm, og það er bezt að þú haldir þér fast í stólinn, ef ekki á að líða yfir þig. Mr. Pimm leit á Danielle og Carlo. —- Þið öll, sagði hann, — þetta er alveg hræðilegt. Það skein úr svip þeirra, að það var hreinasti óþarfi að segja þeim það. Mi'. Pimm stóð á fætur. — Juli- an, sagði hann, byrjaðu á byrj- uninni, drengur minn. Ég vil heyra um allt sem gerðist. — Jæja þlá, hlustaðu þá á. Julian sagði, að þegar Anna- belle hefði barið að dyrum um kvöldið í öngum sínum út af Henri, hafði hana langað til að tala við sig, vegna þess að hann var vinur hennar, og þau höfðu ekið til St. Raphael, hreint af tilviljun. Þau höfðu lagt bílnum á steinsteyptan brimgarðinn í næstum klukkustund, og Julian sagði, að það vissi sín sanna, að hann hefði ekki heyrt neitt. Þetta kom allt svo skyndilega; hann vissi enn ekki hvaðan ræningj- arnir komu, nema þeir hefðu þá sprottið upp úr jörðinni. Tveir þeirra birtust fyrir framan bílinn, einn við hvora hlið. Og líklega hafa verið tveir í viðbót fyrir aftan bílinn. Þeir hrifsuðu Anna- belle til sín og drógu hana út úr bílnum. Hún gat ekki gefið frá sér hljóð; einn þeirra hafði lagt höndina yfir munninn á henni. Þetta gerðist allt á einni sek- úndu; hann gat ekkert aðhafzt. Blæjurnar á bílnum voru niðri, svo að þetta var hægðarleikur einn. Um leið og þeir þrifu til Annabelle, var hann sleginn í höfuðið — þarna, hann var ennþá með kúlu; þetta var kúla númer tvö. Annar þeirra opnaði dyrnar hans megin-og hann féll út. Hann mundi óljóst eftir því, að tveir þeirra flýttu sér með Aannabelle yfir bryggjuna niður einhvern stiga. Þá var hann sleginn aftur, og meira mundi hann ekki; hann var meðvitundarlaus. Það næsta sem hann mundi, var að hann var með mikinn höfuðverk, og að hann gat ekkert hreyft nema lappirnar. Hann var inni í kol- dimmu herbergi, bundinn við stól með plástur fyrir andlitinu. Seinna komst hann að því, að þetta var kjallari í húsi í hliðar- götu í Nice, eitthvað 10 klukku- stundum eftir að hann vaknaði, hafði maður komið niður stig- ann með brauðhleif og pylsu; Julian fékk sinn skammt. Maður- inn losaði um aðra höndina, tók plásturinn af andlitinu og stóð yfir honum í 10 mínútur með kú- bein. Síðan setti hann allt á sinn stað á ný og fór upp aftur. Julian hafði ekki séð hann síðan. Hann hafði ekki hugmynd um, hvað orðið hafði af Annabelle. Enginn þeirra hafði mælt orð af vörum á bryggjunni, og sama var að segja um manninn, sem kom nið- ur í kjallarann. Julian vissi ekki einu sinni hvernig hann leit út; hann mundi ekki þekkja hann og Henri í sundur. Þegar maður- inn kom niður með pylsuna, hafði eina Ijósið skinið efst í stig- anum, og hann gat ekki greint andlitsdrætti í myrkrinu. Julian hafði snúið baki í það litla ljós sem var, þegar dyrnar opnuðust, og náunginn hafði staðið bak við stólinn hans, meðan hann var þarna niðri. Síðan hafði liðið einn og hálfur dagur. En eitthvað um klukkan 4 um daginn hafði Julian heyrt í manninum uppi á lofti og stuttu síðar heyrði hann hann fara úr húsinu. Næstum samtímis var ræstur bíll úti á götunni. svo að Julian dokaði við en hófst síðan handa. Hann var bundinn við sterkan eldhússtól, og hann var margar klukkustundir að losa sig. Hann barði honum þrotlaust upp við vegginn og við gólfið, og loks- ins fóru liðamótin að ■ gefa sig. Eftir það var flóttinn hægðar- leikur einn. Hann hafði litið í kringum sig í húsinu, en þar var ekkert að sjá, nema að þar höfðu greinilega hafzt við þrír eða fjórir menn. Hann komst út um glugga, sá hvar hann var staddur, og VIKAN 20. tbl. — 2J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.