Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 57

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 57
Toni gefur fjölbreytileika Sama stúlkan. Sama permanentið. Ölíkt útlit Toni lífgar og gerir hár yðar meðfærilegt. Gerir yður kleift að leggja og greiða hár yðar hvernig sem þér óskið. Heldur lagningunni. Sama permanentið heldur hvaða lagningu sem'cr. Hér eru þrjár ólíkar hárgreiðslur, sem eru grundvallaðar á einu Toni. En þér getið greitt yður á tugi mismunandi vegu. Ef þér óskið eftir að fá leiðbeiningar um hárlagningar fyrir þessar hrífandi hárgreiðslur, þá vinsamlegast skrifið til Evelyn Douglas, Globus h.f., Vatnsstíg 3. Reykjavík. NíW;| 5'oad^-hð.j![ 7leuÍjy)iíáWf: 1'Uke Um Toni Aðeins Toni hefur tilbúinn bindivökva. Engin fyrirhöfn. Tilbúið til notkunar í handhægri plastik flösku. Vefjið aðeins hárið upp á spólurnar og þrýstið bindivökvanum í hvern lokk. þér munið öðlast fullkomið Toni. Engar krullur. Engir stífir broddar. Toni gerir hár yðar mjúkt og skínandi. Auðveldar hárgreiðsluna. Reynið Toni. ið auga á hann niðri á bryggj- unni — þurfti að sjá um hinn bílinn. Þeir þurftu sem sagt að fara burtu með tvo bíla, en þó höfðu þeir aðeins einn bílstjóra. Svo Fabio hafði farið með annan bílinn alla leið til Nice; honum var nú komið fyrir í bílskúr og búið að borga þriggja mánaða gjald fyrir geymsluna og auðvit- að mundi hann ekki finnast, vegna þess að enginn mundi leita að honum þar. Annabelle og Soames myndu vera á leiðinni yfir skörðin milli ftalíu og Sviss, það hlaut hún að muna. Svo höfðu þau komið saman til Ventiniglia. Fabio kom aftur um borð, og Denzel fór með bréfin tvö frá Annabelle og setti hið fyrra í póst. Síðan hafði hann komið aftur til Soames. Skyldi hún nú, hvernig þeir hefðu far- ið að? Snekkjan var farin að velta svolítið, og Annabelle sagði: — Stern. — Chérie. — Þessi ferð. Hvað kemur hún til með að kosta mig? Stern brosti og sagði hægt: — Eina milljón dollara. Ég hefði átt að vara yður við, við erum dálítið dýrir. Annabelle sagði eftir stundar- korn: — Og hvernig ætlið þér að ná í alla þessa peninga? Stern fleygði sígarettunni í sjóinn: — Úr banka yðar í New York, sagði hann glaðlega. — í gegnum Zúrich. Annabelle sagði: — Þið ætlið þó ekki að segja mér að þér tak- ið við ávísun frá mér. Stern hló og sagði: — Ójú, það er nú einmitt. Nema hvað, ef yður er sama, hvað við ætlum að láta yður stíla hana á Julian Soames. Þá halda allir, að þetta sé bara brúðargjöf, svolítill heim- anmundur. Engan gteur dreymt um, að þetta sé lausnarféð. Annabelle sagði: — Ef ég nú neita að skrifa þessa ávísun? Hún var svolítið skjálfrödduð. - - Eða skrifa fleiri bréf? — Þér voruð nógu skynsöm til þess að skrifa þessi tvö til Mat- ildu frænku í gærkvöldi. — Einungis vegna þess, að þér funduð rétta leið til þess að ógna mér. Ég er þegar búin að lenda í sjónum einu sinni. Mig langar ekkert að fá mér dýfu aftur. Stern tók undir hökuna á henni. — Ég vona að ég þurfi ekki að hóta yður í annað sinn, chérie, sagði hann blíðlega. — Það vona ég snanarlega. Annars fáið þér aldrei þennan auf vieder- sehen koss. Annabelle ýtti burt hönd hans og hann hló og gaf henni aðra sígarettu. — Hvað ætti yður að muna um eina milljón? sagði hann. — Hreint ekki neitt. Og auk þess sparið þér á þessu pen- inga. — Hvernig í ósköpunum? Stern sagði rólega: — Þessi Grúnewald og Timorthy Pimm og félagar þeirra hefðu tekið helmingi meira fyrir. Annabelle hallaði undir flatt og starði á hann, það gat ekki verið að hún hefði heyrt rétt. —- Einmitt, sagði Stern, — Grúnewald, Soames og Pimm. Hann hló innilega. — Þeir eru af sama sauðahúsinu og við. Nema hvað aðferðir okkar eru dálítið öðruvísi. Hann heyrði varla í Anna- belle fyrir hávaðanum í vélinni og niðinum frá hafinu. Hún sagði: — Henri? og Julian líka? — Það held ég nú, Julian líka. Þarna um kvöldið fyrir 10 eða 11 dögum, þegar hann ók yður í Rock Club í Beaulieu, voru Fabio og Denzel fyrir aftan ykkur í nýjum Ferrari-bíl. Ferrariinn á að geta komizt hratt; mér liggur við að segja hraðar en nokkur annar bíll. Og við höfum trölla- trú á Fabio. Svo að þegar hann náði ekki í ykkur, hvað sem hann reyndi, hlaut það að vera bílstjóranum yðar að kenna. Og þar sem við höfðum upphaflega gert ráð fyrir að hremma Anna- belle með því að elta hana uppi, urðum við nú að hugsa okkur um tvisvar og kynna okkur betur þennan Soames. — Hvernig vitið þér þetta með Mr. Pimm. — Það er nú skrítin saga, sagði Stern. — En í stuttu máli: Eftir að Soames fór með yður heim eitt kvöldið, fór hann til vinar síns Mr. Pimm. Fabio og Denzel voru þá á kreiki, svo að þeir eltu. Þeir heyrðu hvert orð sem sagt var, út um glugga. Þessi skrípaleikur þarna uppi á Grand Corniche var aðeins upphafið; næsti þátturinn var í Chateau Barcelona. Soames ætlaði að draga sig í hlé, en Mr. Pimm fékk hann til þess að skipta um VIKAN 20. tbl. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.