Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 15
eru það Kínverjarnir, traustir, inn í
sig gegnir og hæverskir — þeir eru
áhrifamesta klíkan hér á Jamaica.
Þeir eiga bakarí og þvottahús og
beztu nýlenduvöruverzlanirnar. Þeir
halda hópinn og halda sig út af
fyrir sig. Pleydell-Smith hló — og
það er ekki svoleiðis að þeir gamni
sér ekki með negrastelpunum þeg-
ar þeim dettur í hug, þú getur séð
árangurinn allstaðar í Kingston.
Kínnegrar eru töff. Þeir líta niður
á negrana og Kínveriarnir lita nið-
ur á þá. Einn góðan veðurdag koma
þeir til með að valda óþægindum.
Þeir hafa hlotið að erfðum nokkuð
af gáfum Kínverianna og flesta
lesti svertingjanna. Lögreglan á í
miklum vandræðum með þá.
— Þessi einkaritari þinn, sagði
Bond. — Er hún ein þeirra?
— Já, skynsöm stúlka og mjög
dugleg. Hún hefur unnið hér í um
það bil hálft ár. Hún var sú lang-
bezta af þeim, sem svöruðu aug-
lýsingu okkar.
— Hún lítur út fyrir að vera skyn-
söm, sagði Bond. — Hefur þetta
fólk samtök með sér? Er einhver
einn, sem hefur æðstu tök meðal
þsssara Kinnegra?
— Ekki ennþá. En það líður ekki
á löngu þangað til einhver tekur
sér völdin. Það væri hægt að af-
kasta miklu með svona hóp. Pley-
dell-Smith leit á úrið sitt. — Þá man
ég það, ég verð að fara að flýta
mér. Ég verð að snúa mér að því
hvað hefur komið fyrir þessar
möppur. Ég aet ekki látið mér detta
f hug hvað hefur komið fvrir þær.
Ég man svo vel . . . Hann þagnaði.
— Hvernig sem það nú allt saman
er, aðalatriðið er að ég hefi ekki
getað gefið þér miklar upplýsingar
um Crab Key og þennan Doktor.
En ég get sagt þér það, að þú hefð-
ir svo sem ekki komizt að miklu
meira þó að þú hefðir náð í þess-
ar möppur. Hann lítur út fyrir að
vera maður þægilegur viðræðu.
Mjög formlegur. En það var þessi
deila við Audubonfélagið. Ég býst
við að þú vitir allt um það. Og um
staðinn sjálfan, það er ekkert í
möppunum nema ein eða tvær
skýrslur síðan fyrir stríð og i mesta
lagi yfirlitskort. Þetta er afskekkt
krummaskuð. Endalausir mýrarflák-
ar öðrum megin og stórir haugar af
fuglaskft hinum megin. En þú sagð-
ist þurfa að skreppa niður í há-
skóla. Hvers vegna fer ég ekki
með þér og kynni þig fyrir náung-
anum sem sér um kortasafnið þar?
Um það bil hálfri klukkustund
síðar var Bond kominn út í horn á
dimmu herbergi með yfirlitskort yfir
Crab Key ársett 1910 á borði fyrir
framan sig. A venjulegan skrif-
pappír dró hann upp í stórum drátt-
um útlínukort og skrifaði niður
helztu punktana.
Oll eyjan var um það bil fimmtíu
fermílur. Þrír fjórðu af þessu svæði
að austanverðu, var mýrlendi og
stöðuvatn. Frá stöðuvatninu rann á
til sjávar og mynni hennar var um
miðja suðurströndina út í í lítinn,
sendinn flóa. Bond gat sér til, að
einhversstaðar við þessa á, hefðu
Audubonverðirnar haft búðir sínar.
Að vestanverðu var hæð, skráð
fimm hundruð fet, sem endaði
skyndilega, þar sem virtist vera
þverhnýpi niður í sjó. Punktalína lá
frá þessari hæð að litlum reit í
horni kortsins þar sem stóð: Gúanó-
haugar. Siðast unnið 1880.
Það voru engin merki um vegi á
eyjunni, ekki einu sinni troðninga,
og engin merki um hús. A kortinu
var eyjan ekki ósvipuð rottu, sem
er að synda — hún hélt hausnum
hótt upp og stefndi í vestur. Eyjan
virtist vera um þrjátíu mílur beint
norður af Galina Point á norður-
strönd Jamaica og um sextiu míl-
ur suður af Kúbu.
Lítið annað var að græða á þessu
korti. Umhverfis Crab Key voru
grynningar, nema undan vestur-
klettunum, þar sem næsta dýptar-
merking var fimm hundruð faðmar.
Bond braut saman kortið og rétti
bókaverðinum.
Allt í einu fannst honum hann
vera uppgefinn. Klukkan var aðeins
fjögur, en það var steikjandi hiti
í Kingston og skyrtan límdist við
hann. Hann gekk út, fann sér leigu-
bil og fór aftur upp i hæðirnar
heim á hótelið. Hann var ánægður
með daginn, en riú var ekkert frekar
að gera hérna megin á eyjunni.
Hann ætlaði að eyða rólegu kvöldi
heima á hótelinu og vera tilbúin
að fara á fætur snemma um morg-
uninn og fara.
Hann kom við í afgreiðslu hótels-
ins til þess að ganga úr skugga
um hvort það væru nokkur boð
frá Quarrel. — Engin skilaboð, sir,
sagði stúlkan. — En yður var send
karfa af ávöxtum frá stjórnarhús-
inu. Rétt eftir kvöldmatinn. Sendill-
inn fór með það upp í herbergið
yðar.
— Hverskonar sendill?
— Svertingi, sir. Sagðist vera frá
skrifstofu fulltrúans.
— Þakka yður fyrir. Bond tók
lykilinn sinn og gekk upp. Það var
hlægileg varúðarráðstöfun. Hann
hélt um byssuna undir frakkanum
og gekk á tánum að dyrunum.
Hann sneri lyklinum og sparkaði
hurðinni upp. Tómt herebrgið gapti
á móti honum. Bond fór inn og
læsti dyrunum á eftir sér. Á borð-
inu var stór, ofin karfa, full af
ávöxtum. Við breiðan borðan á
handfanginu var nælt hvítt umslag.
Bond fjarlæaði það varlega og hélt
því upp að Ijósinu. Svo opnaði hann
það. Á ómerkta örk af dýrum, hvít-
um skrifpappír var vélritað ,,Með
beztu kveðjum frá hans hágöfgi,
landstjóranum".
Bond hnussaði. Hann stóð og
horfði á ávextina. Hann hallaði sér
yfir körfuna og hlustaði. Svo tók
hann körfuna varlega upp á hand-
fanginu og hellti innihaldinu á gólf-
ið. Ávextirnir hoppuðu oq skopp-
uðu yfir kókósdregilinn. Það var
ekkert nema ávextir f körfunni.
Bond hló að varkárni sinni. En það
var einn möguleiki eftir enn. Hann
tók upp einn ávöxtinn, þann girni-
legasta, sem mestar líkur voru á
að gráðugur maður tæki fyrst og
fór með hann inn í baðherbergið.
Hann lét hann í vaskinn og fór aftur
inn í svefnherbergið, og opnaði
skápinn eftir að hafa rannsakað
læsinguna. Varlega tók hann tösk-
una sína út og setti hana í mitt
herbergið. Hann kraup á kné og
skoðaði vandlega talkumpúðrið,
sem hann hafði sett umhverfis læs-
ingarnar. Það hafði verið káfað á
því og það voru örlitlar skrámur
við skráargötin. Bond rannsakaði
merkin vandlega. Þetta fólk var
ekki eins vandvirkt og varkárt og
sumir þeirra, sem hann hafði áður
átt viðskipti við. Hann opnaði tösk-
una og reisti hana upp á endann.
Það voru fjórir koparnaglar í
fremra horni loksins hægra megin.
Bond dró einn þessara naglahausa
út. Svo dró hann út þrjú fet af
sverum stálvír og setti hann á gólf-
ið við hliðina á sér. Þessi vír var
þræddur gegnum litlar lykkjur inn-
an á lokinu og læsti töskunni. Bond
opnaði töskuna og komst að raun
um. að ekkert hafði verið snert. Úr
verkfærahólfinu tók hann stækkun-
argler og fór aftur inn í baðherberg-
ið og kveikti Ijósið yfir speqlinum.
Hann setti stækkunarglerið fyrir
augað, tók ávöxtinn varlega upp
úr vaskinum og sneri honum hægt
milli þumalfingurs og visifingurs.
Allt í einu hætti hann að snúa
ávextinum. Hann sá örlitla holu í
börkinn. þar sem brúnirnar voru
örlítið dekkri en ávöxturinn annnars
var. Þetta var við kjarna ávaxtar-
ins, ómöguleqt að s'ó það nema
gegnum stækkunargler. Hann lét
ávöxtinn aftur í vaskinn. Svo stóð
hann andartak og horfðist hugsi f
augu við sjálfan siq f speqlinum.
Svo þetta var stríð. Þá bað.
Það var bara gaman. Bond fann.
að kviðvöðvar hans stríkkuðu lítil-
lega. Hannn brosti burrleaa við
spegilmynd sinni. Svo huqboð hans
og ályktanir höfðu revnzt réttar.
Strangwavs og stúlkan höfðu verið
mvrt oa skýrslum þeirra eytt veqna
þess, að bau höfðu komizt á hættu-
lega slóð. Svo hafði Bond komið
til skjalanna og veqna unqfrú Taro
höfðu þeir beðið eftir honum, Unq-
frú Chung oq kannske leiaubílstiór-
inn höfðu tekið upp þráðinn. Hon-
um hafði verið veitt eftirför til B'á-
fjallahótelsins. Fyrsta skotinu hafði
verið skotið. Fleiri mundu fvlaia. Oq
hvers finaur studdi á gikkinn? Hver
hafði náð honum svona vel í k'k-
inn? Bond var ákveðinn, Það var
kannske dálítið lanqsótt. En hann
var viss f sinni sök. Það var lanat
skotfæri frá Crab Kev. Maðurinn
bak við bvssuna var Dr. No.
Bond aekk aftur inn í svefnher-
bergið. Einn eftir annan tók hann
ávextina uon, fór með þá fram í
baðherbergið oq rannsakaði bá
aeqnum stækkunaralerið. Á ölkim
ávöxtunum var samskonar aat, m°ð
dökkbrúnni rönd í kring, falið í nánd
við kjarnann. Bond hringdi niður
og bað um pappakassa, pappír og
snæri. Hann gekk vandlega frá
ávöxtunum í kassanum, tók um
símann og hringdi í stjórnarhúsið.
Hnan bað um nýlendustjórann. —
Ert það þú, Pleydell-Smith? James
Bond hér. Mér þykir leitt að trufla
þig. Ég þyrfti að fá smávegis efna-
greiningu. Ég er hérna með kassa,
sem mig langar að senda þér.
Mundirðu vera svo vingjarnlegur að
láta efnagreina innihald hans fyrir
mig? Ég vil ekki að nafn mitt sé
bendlað við þetta. Allt í lagi með
það? Já, ég skal útskýra það seinna.
Þegar þú færð svarið, mundirðu þá
vilja senda mér stutt skeyti og
segja mér hvað það er? Ég verð
á Beau Desertv þarna hjá Morgans-
höfninni, næsta vikutíma eða svo.
Mér þætti vænt um, að þú létir
þetta ekki fara lengra. Mér þykir
leitt, að vera svona andskoti dul-
arfullur. En ég skal skýra málin
þegar við sjáumst næst. Enda býst
ég við að þú þurfir ekki útskýring-
ar, þegar þú fréttir af árangri efna-
greiningarinnar. Og meðan ég man,
viltu biðja þá um að fara varlega
með þetta. Segðu þeim, að það
sé meira þarna, en auganu mætir.
Þakka þér kærlega fyrir. Það var
ánægjulegt að hitta þig í morgun.
Vertu sæll.
Bond skrifaði utan á böggulinn,
fór niður og borgaði leigubíl fyrir
að skreppa með hann yfir í stjórn-
arhúsið. Klukkan var sex. Hann fór
aftur upp í herbergið sitt, fór í bað
og hafði fataskipti. Síðan pantaði
hann sér að drekka. Hann var um
það bil að setjast út á svalirnar
þegar síminn hringdi. Það var
Quarrel.
— Allt í lagi, kapteinn.
— Allt? Það er fínt. Allt í lagi
með húsið?
— Allt í lagi, endurtók Quarrel,
og það var varkárni í röddinni. —
Ég gerði eins og þú baðst mig kapt-
einn.
— Gott, sagði Bond. Hann var
ánægður með afköst Quarrels og
öryggið í vinnubrögðum hans. Hann
setti tólið niður og fór út á svalirn-
ar. Sólin var að setjast. Alda fjólu-
blárra skugga var að leggjast yfir
borgina og höfnina. Þegar hún
skylli á borginni, hugsaði Bond,
mundu Ijósin verða kveikt Það gerð-
ist eins og hann bjóst við. Yfir hon-
um heyrðist í flugvél. Hún kom í
Ijós. Það var Super Constellation,
samskonar flugvél og hann hafði
komið með kvöldið áður. Bond
horfði á hana fljúga í boga út yfir
sjóinn, og síðan aftur inn yfir land-
ið, í áttina að flugvellinum. Honum
fannst langt síðan hann sjálfur kom,
þótt aðeins væru tuttugu og fjórar
stundir síðan dyr flugvélarinnar
opnuðust oq hátalarinn sagði: —
Þetta er Kingston, Jamaica. Við
viljum biðja farþega að vera kyrra
í sætunum þangað til fluavélin hef-
ur verið rannsökuð af heilbrigðis-
yfirvöldunum.
Framha'd í næsta blaði.
VIKAN 20. tW. — Jg