Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 8
VIRÐUŒGflSTH HOTEL HEIMSINS HEITIR CLARIDGE'S OG ER TIL HÚSA í GÖMLUM OG SÓTSVÖRTUM BYGGINGUM í LONDON. ÞAR ERU VARLA NOKKRAR SJÁLFVIRKAR VÉLAR EN NÓG AF MANNLEG- UM HÖNDUM. Ferðamenn, sem leið eiga um hin- ar þekktu verzlanir í Bond Street í London, ganga fram hjó veð- urbarinni byggingu á horninu á Brook og Davies Street án þess að veita henni sérstaka athygli. Þar virðist vera eitt af hinum venju- legu fjölmörgu hótelum Lundúnaborgar og ekki hægt að sjá, að það skeri sig úr á nokkurn hátt. Þar er ekki að sjá neina glerveggi bera við himin, engar stórkostlegar svalir, engin glæsileg sól- t;ö!d — ekkert nema sex hæðir af upplit- uðum, rauðum tígulsteinum, útidyr í hæð við gangstéttina og lítið yfirtjald sem nafninu CLARIDGE'S með lítið áberandi stöfum. Húsgögnin eru mestmegnis slitn- ir og stífbólstraðir forngripir frá Victoríu- tímabilinu. AAaturinn er ekki nema sæmi- lega gcður. Það er hvorki franskar söng- konur né twisthljómsveitir að skemmta þar í barnum. Það er reyndar enginn bar þar — aðeins drungalegur forsalur, þar sem daufleg strengjahljómsveit sit- ur stundum. Sé þetta borið saman við flest alþjóðahótel, er varla hægt að ætla, að þetta sé nema næturstaður valinn út úr neyð. Þó keppist frægasta fólkið og milljón- erar við að reyna að komast þarna inn, því að þetta er fínasta og líklega dýr- asta hótel heimsins. Fastagestir á Clar- idge's eru m.a. konungur og drottning Grikklands, Hollandsdrottning og Bern- hard prins, Winston Churchill, hertoginn og hertogafrúin af Windsor og Stavros Niarchos, auk fjölmargra þekktra aðals- manna og frægra leikara úr öllum heims- hornum. Þegar Elizabeth drottning var krýnd, gistu ekki færri en ellefu konungs- fjölskyldur á Claridge's, en Claridge's setti þá sjálfsagt met í fjölda erlendra fána, sem blöktu á hótelinu á þeim tíma. Það er engin gestaskrá þar, því þess gerist engin þröf. Sé gesturinn ekki heims- frægur, er hann a.m.k. vel þekktur af stjórn hótelsins — því að hún tekur enga gesti inn á hótelið, nema henni sé full- kunnugt um stöðu þeirra í þjóðfélaginu og fortíð þeirra alla. Það sem laðar vandláta gesti að Claridge's er hin nákvæma persónulega þjónusta og virðing fyrir einkalífinu, en hvort tveggja er varla nóg í hávegum haft á nýtízku hótelum. Þarna eru eng- ar sjálfvirkar lyftur, engir ísmolasjálfsal- ar eða skóburstunarvélar og varla nokk- ur sjálfvirk þjónusta yfirleitt. En þarna er nóg af mannlegum höndum — þjón- ustulið 500 manna til þess að þjóna 280 gestum, þegar flest er. Samkvæmt þeirri reglu, að heimilið, í þessu tilfelli hótel- ið, sé kastali mannsins, hefur Claridge's --------------------------------------------1 Dyravörðurinn Jack Warburton cr tákn þjónsins frá hinum gömlu, góðu dögum. Sum- ir starfsmenn vinna á Claridge's kauplaust, aðeins til að fá þau meðmæli að hafa verið þar. I------------------------------------------- ----------------------------------------------1 Hótelið cr í rauninni mörg einkahús í May- fair, sem slegið var saman í eitt. Stundum þarf að hafa allar flaggstengur frammi, til þcss að tilkynna komu opinberra þjóðhöfð- ingja. g — VIKAN 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.