Vikan


Vikan - 13.05.1964, Síða 8

Vikan - 13.05.1964, Síða 8
VIRÐUŒGflSTH HOTEL HEIMSINS HEITIR CLARIDGE'S OG ER TIL HÚSA í GÖMLUM OG SÓTSVÖRTUM BYGGINGUM í LONDON. ÞAR ERU VARLA NOKKRAR SJÁLFVIRKAR VÉLAR EN NÓG AF MANNLEG- UM HÖNDUM. Ferðamenn, sem leið eiga um hin- ar þekktu verzlanir í Bond Street í London, ganga fram hjó veð- urbarinni byggingu á horninu á Brook og Davies Street án þess að veita henni sérstaka athygli. Þar virðist vera eitt af hinum venju- legu fjölmörgu hótelum Lundúnaborgar og ekki hægt að sjá, að það skeri sig úr á nokkurn hátt. Þar er ekki að sjá neina glerveggi bera við himin, engar stórkostlegar svalir, engin glæsileg sól- t;ö!d — ekkert nema sex hæðir af upplit- uðum, rauðum tígulsteinum, útidyr í hæð við gangstéttina og lítið yfirtjald sem nafninu CLARIDGE'S með lítið áberandi stöfum. Húsgögnin eru mestmegnis slitn- ir og stífbólstraðir forngripir frá Victoríu- tímabilinu. AAaturinn er ekki nema sæmi- lega gcður. Það er hvorki franskar söng- konur né twisthljómsveitir að skemmta þar í barnum. Það er reyndar enginn bar þar — aðeins drungalegur forsalur, þar sem daufleg strengjahljómsveit sit- ur stundum. Sé þetta borið saman við flest alþjóðahótel, er varla hægt að ætla, að þetta sé nema næturstaður valinn út úr neyð. Þó keppist frægasta fólkið og milljón- erar við að reyna að komast þarna inn, því að þetta er fínasta og líklega dýr- asta hótel heimsins. Fastagestir á Clar- idge's eru m.a. konungur og drottning Grikklands, Hollandsdrottning og Bern- hard prins, Winston Churchill, hertoginn og hertogafrúin af Windsor og Stavros Niarchos, auk fjölmargra þekktra aðals- manna og frægra leikara úr öllum heims- hornum. Þegar Elizabeth drottning var krýnd, gistu ekki færri en ellefu konungs- fjölskyldur á Claridge's, en Claridge's setti þá sjálfsagt met í fjölda erlendra fána, sem blöktu á hótelinu á þeim tíma. Það er engin gestaskrá þar, því þess gerist engin þröf. Sé gesturinn ekki heims- frægur, er hann a.m.k. vel þekktur af stjórn hótelsins — því að hún tekur enga gesti inn á hótelið, nema henni sé full- kunnugt um stöðu þeirra í þjóðfélaginu og fortíð þeirra alla. Það sem laðar vandláta gesti að Claridge's er hin nákvæma persónulega þjónusta og virðing fyrir einkalífinu, en hvort tveggja er varla nóg í hávegum haft á nýtízku hótelum. Þarna eru eng- ar sjálfvirkar lyftur, engir ísmolasjálfsal- ar eða skóburstunarvélar og varla nokk- ur sjálfvirk þjónusta yfirleitt. En þarna er nóg af mannlegum höndum — þjón- ustulið 500 manna til þess að þjóna 280 gestum, þegar flest er. Samkvæmt þeirri reglu, að heimilið, í þessu tilfelli hótel- ið, sé kastali mannsins, hefur Claridge's --------------------------------------------1 Dyravörðurinn Jack Warburton cr tákn þjónsins frá hinum gömlu, góðu dögum. Sum- ir starfsmenn vinna á Claridge's kauplaust, aðeins til að fá þau meðmæli að hafa verið þar. I------------------------------------------- ----------------------------------------------1 Hótelið cr í rauninni mörg einkahús í May- fair, sem slegið var saman í eitt. Stundum þarf að hafa allar flaggstengur frammi, til þcss að tilkynna komu opinberra þjóðhöfð- ingja. g — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.