Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 18
Iþessum kyrru hljóðu götum kvölds-
ins er einsog skuggarnir séu bún-
ir að koma sér fyrir líkt og þeir
ætli að verða eilífir þar, einsog
borgin er eilíf í kynningum ferða-
skrifstofanna. Og ferðamaðurinn heyr-
ir fótatök sín einsog tempómæli sem
öðlast sjólfstæði með lótlausan dyn
umferðarinnar ó bak við, fjarri. Svo
stanzar hann og horfir á mynztur fyrir
fótum sér á gamalli steinlögn strætis-
ins. En húsin halda niðri í sér and-
anum til þess að vekja ekki hvert
annað í þrengslunum og í þessu mikla
afnámi tímans.
En fyrr en varir skellur tíminn aftur
á með fjórhjólaðri skotflaug sem hvín
fyrir hornið á tveim hjólum með blind-
andi Ijósum úr sínum óðu vélaugum
og höggdeyfirinn einsog grimmdar-
lega samanbitinn munnur með tveim
tönnum utan á samanpressuðum króm-
gljáandi vörum. Hinn rómantíski ferða-
maður snarvindur sér úr farbraut þess-
arar snúningslipru bifreiðar og kýs að
hugsa sér að þarna sé einn Þjóðverjinn
ennþá til þess að halda í rómantiska
drauminn.
Barbari, segir hann og prófar
hvernig það hljómar upphátt í end-
urheimtri þögninni þegar bifreiðin er
horfin fyrir næsta horn. Germanir hafa
alltaf verið kallaðir barbarar á Italíu
allt frá því að þeir fóru að renna nið-
ur hlíðar Alpafjalla með orgi og grenj-
an hundrað árum áður en Kristur fædd-
ist svo Maríus ræðismaður mátti láta
hífa sig upp úr hægindum og yfirgefa
átveizlurnar góðu í Róm þar sem fjöð-
urstafurinn gegndi svo mikilvægu hlut-
verki, og fara í broddi hersveita sinna
norður á Pósléttu til að berja niður
Simbra og Teftóna, þessa tvo germ-
önsku þjóðflokka: í barbari.
Utan í háum múrvegg sem lauf-
fléttur teygjast fram af með kyrrlát-
um skugga sínum, þar stendur gos-
brunnur með seytlandi vatni og þess
músik, blágrænt spilar vatnið Ijósdepl-
unum til og frá [ steinkeri og bunar
RÖMVERSKAR SMAMYNDIR
Efftír
Tlior
Vilh|álmsson
úr munni nautnatvíbræðra og stein-
andlitin horfa ósvífin og storkandi
gegnum aldirnar á skammlífan föru-
mann kvöldsins og stundlegan.
í svip þeirra er úrkynjuð slægð, klók-
skapur ræktaður í lastabælum. Tvö
andlit. Vatnsbuna úr munnum beggja.
En úr öðrum munninum eru taumarnir
tveir því að varirnar hafa brotnað og
bunan klofnað í tvennt hjá öðrum.
Kannski hefur einhverjum hreinlynd-
um menningarpílagrím blöskrað ósvífn-
in í þessum andlitum tvö þúsund ára
gömlum. Kannski var norrænum mynd-
höggvaranema storkað í sinni hreinu
sál norræns sveitalífs svo hann missti
á sér stjórn og keyrði hamarinn á þess-
ar nautnalegu fordjörfunarvarir og
mölvaði svo glottið breikkaði en hann
henti frá sér hamrinum og hljóp æpandi
á norsku út götuna.
Hjelpe mig Olav den hellige ut av
denne forhekselsens kokende gryte.
Carlo Levi
— í hinni hörðu samkeppni menningar-
pólitíkurinnar.
Jg — VIKAN 20. tbl.