Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 14
þér, hversu mikið þeir geta étið —
þeir hafa fundið upp undir sjötíu
ansjósur í einum fugli! Pleydell-
Smith tók út úr sér pípuna og benti
með dramatískri hreyfingu á Bond.
— Allir íbúar Peru éta samtals fjög-
ur þúsund tonn af fiski á ári. Sjó-
fuglar landsins fimm hundruð þús-
und tonn!
Bond setti stút á varirnar til þess
að sýna hvað hann var hissa: —
Er það satt?
— Já, hélt nýlendustjórinn áfram.
— A hverjum degi étur hver þess-
ara skarfa um pund, eða svo, af
fiski, og lætur frá sér um þrjátíu
grömm á driteyjuna.
Bond greip fram í: Hvers vegna
skíta þeir ekki í sjóinn?
— Ég veit það ekki. Pleydell
velti fyrir sér spurningunni um
stund. — Ja, mér hefur eiginlega
aldrei dottið það í hug. Allt um
það, þeir gera það ekki. Þeir skíta
á landi, og það hafa þeir gert síð-
an löngu fyrir Krist. Og það gerir
heilmikið af gúanói — það eru
milljón tonn af driti á Pescadores
og öðrum driteyjum. Svo var það
um árið 1850, að einhver komst
að því, að þetta var einhver bezti
áburður, sem til var í heiminum —
fullur af nítrati og fosfati og hvað
þú vilt kalla það. Og þá komu
skip og menn til driteyjanna og létu
greipar sópa í tuttugu ár eða meira.
Þessi tími er þekktur sem ,,dritöld-
in" í Perú,- það var eins og gullæðið
við Klondyke. Menn slógust um skít-
inn, rændu hver annars skipum,
myrtu hver annan, seldu fölsuð kort
yfir leyndar gúanóeyjar og allt það.
Og sumir urðu forríkir af skítnum.
— Hvar kemur þá Crab Key inn
í málið? Bond vildi þrengja hring-
inn.
— Crab Key er eina driteyjan
svona norðarlega, sem hefur nógan
drit til þess, að það borgi sig að
vinna hann. Og það hefur svo sem
verið það. En skíturinn þar hefur lítið
nítrat innihald. Sjórinn þar í grennd
er ekki eins auðugur eins og hann
er að sunnanverðu. Og það er ekki
eins góður fiskur hér. Og þar af
leiðandi er gúanóið ekki svo ýkja
gott heldur. Þar var unnið við og
við meðan verðið var nógu hátt,
en svo fór öll gúanóvinnsla í hund-
ana, þegar að Þjóðverjar fundu
upp tilbúin áburð. Þá varð Perú-
stjórn Ijóst að áburðurinum þar
hafði verið sóað og farið illa með
hann, og það var komið á fót stofn-
unum til þess að vernda þennan
iðnað og dritstöðvarnar Perú þjóð-
nýtti iðnaðinn og lögverndaði fugl-
ana og hægt, mjög hægt, jukust
birgðirnar aftur. Svo komust menn
að því, að þessi þýzki áburður
var ekki svo góður, sem af var
látið. Jarðvegurinn rýrnar, sé til-
búinn áburður notaður of mikið, en
rýrnar ekkert undan fuglaskít. Og
smám saman hækkaði gúanóverðið
aftur og iðnaðurinn tók að blómstra
á ný. Nú gengur þetta Ijómandi
vel, nema hvað Perú notar mest
af sínu gúanói sjálft, fyrir sína eig-
in akuryrkju. Og þar kemur Crab
Key í spilið aftur.
— Einmitt það?
— Já, sagði Pleydell-Smith og
barði á vasa sína til þess að leita
að eldspýtunum, fann þær loks á
borðinu, hristi stokkinn upp við
eyrað á sér og tók að fylla pípuna
sína á ný. — í stríðsbyrjun fékk
þessi Kínverji, sem er álitinn brögð-
óttur skratti, þá hugmynd að hann
gæti grætt á þessari gömlu skíteyju,
sem heitir Crab Key. Verðið var um
fimmtíu dollarar á tonnið, hérna
megin við Atlantshafið, og hann
keypti eyjuna af okkur, fyrir um
það bil tíu þúsund pund, að mig
minnir, flutti þangað vinnukraft og
hófst handa. Síðan hefur hann ver-
ið að. Hann hlýtur að hafa grætt
heil ósköp. Harin selur skítinn beint
til Evrópu, til Antwerpen. Þeir
senda nú skip einu sinni í mánuði.
Hann hefur komið sér upp nýtízku
kvörnum og skilvindum Hann hlýt-
ur svo sannnarlega éfa sitt brauð
í sveita síns andlitis. Hann verður að
gera það til þess að hafa eitthvað
upp úr þessu. Sérstaklega núna. A
síðasta ári frétti ég, að hann fengi
aðeins þrjátíu og átta til fjörutíu
dollara fyrir tonnið c.i.f. í Antwerp-
en. Guð má vita, hvað hann getur
borgað vinnukrafti sínum, til þess
að hafa ágóða af þessu verði. En
ég hef aldrei getað komizt að því.
Hann rekur þennan stað eins og
virki — einskonar nauðungarvinnu-
búðir. Það kemst enginn þaðan Ég
hef heyrt nokkra skrýtna orðasveipi,
en enginn hefur nokkurntíma kvart-
að. Og auðvitað er þetta hans eyja,
og hann getur gert þarna hvað sem
honum sýnist.
Bond velti þessu fyrir sér: — Er
þessi staður raunverulega mikils
virði? Hvað mundir þú segja um
það?
Pleydell-Smith svaraði: — Skarf-
urinn er verðmætasti fugl heimsins,
hvert par framleiðir um tveggja
dollara virði af gúanó á hverju ári,
án þess að eigendur þurfi að kosta
þar nokkru til. Hver kvenfugl verp-
ir að meðaltali þremur eggjum á
ári og kemur upp tveimur ungum.
Við skulum segja að hvert par sé
fimmtán dollara virði og að það
séu eitt hundrað þúsund fuglar á
Crab Key, sem er ósköp sennilegt
eftir gömlum tölum, sem við höfum.
Þá verða fuglarnir einnar og hálfr-
ar milljónar dollara virði. Og þar
getum við svo bætt við tækjakostn-
aði, sem við skulum segja, að sé
önnur milljón, og þá er þetta nú
orðið dágott, á ekki stærri stað.
En — Pleydell-Smith þrýsti á bjöllu-
hnappinn — hvað hefur eiginlega
komið fyrir þessar möppur? Þú get-
ur lesið þetta allt saman í þeim.
Dyrnar opnuðust fyrir aftan
Bond.
Pleydell-Smith sagði ■ önugur: —
Segið mér, ungfrú Taro, hvað hefur
komið fyrir þessar möppur?
— Mér þykir það leitt herra,
sagði mjúka röddin. — En við finn-
um þær hvergi.
— Hvað meinarðu, finnið þær
ekki? Hver var með þær síðast?
— Strangways, herra.
— En ég man svo vel, að hann
kom með þær aftur hingað! Hvað
hefur komið fyrir þær síðan?
— Ég skal ekki segja, herra,
sagði röddin tilbreytingalaust. —
Spjöldin eru hérna, en það er ekk-
ert innan í þeim.
Bond sneri sér við í stólnum.
Hann leit á stúlkuna og sneri sér
við aftur. Hann brosti þurrlega með
sjálfum sér. Hann vissi, hvert þess-
ar möppur höfðu farið. Hann vissi
einnig, hvers vegna gamla mappan
um hann sjálfan, hafði legið á borði
einkaritarans. Honum bauð einnig
í grun, hvernig mikilvægi „James
Bond, útfultnings- og innflutnings-
kaupmanns" hafði lekið út úr stjórn-
arhúsinu, eina staðnum þar sem
vitað var um erindi hans.
Eins og Dr. No og ungfrú Annabel
Chung var þessi laglega, dugnaðar-
lega stúlka, einkaritarinn með horn-
spangargleraugun, kínversk.
6. kafli.
MEÐ FINGURINN Á GIKKNUM
Nýlendustjórinn bauð Bond í há-
degisverð í Queens Club. Þeir sátu
úti í horni í glæsilegum, mahogní-
klæddum matsalnum og spjölluðu
um Jamaica. Um það leyti, sem
sem kom að kaffinu var Pleydell-
Smith kominn talsvert djúpt niður
í sálarlíf íbúa þessara dýrmætu
friðsælu eyja.
— Sko, það er svona. Hann byrj-
aði upp á nýtt hringferð sína með
pípuna. — Jamaicabúinn er vingjarn-
legur og latur maður, með kosti
og galla barnsins. Hann býr á auð-
ugu landi, en hefur ekki vit á að
nota sér auðæfi þess. Hann veit
ekki, hvernig hann á að fara að
því, og hann er of latur til þess.
Bretarnir koma og fara og eiga
auðvelt með að gera það sem þeim
sýnist, en í um það bil tvær aldir
nú, hefur enginn Breti orðið auðug-
ur hér. Það endist enginn til þess
að vera hér nógu lengi. Hann fleyt-
ir rjómann ofan af og fer svo. Það
eru portúgölsku Gyðingarnir sem
græða mest. Þeir koma hingað með
Bretunum og þeir hafa setzt hér að.
En þeir eru snobbaðir og eyða of
miklu af auðæfum sínum í að
byggja fín hús, og standa fyrir sam-
kvæmum. Það eru þeirra nöfn, sem
fylla kjaftasögudálkana ( Gleaner
þegar ferðamennirnir eru farnir.
Þeir framleiða romm og tóbak og
eru fulltrúar stórra brezkra fyrir-
tækja hér — bíla, trygginga og svo
framvegis. Svo koma Sýrlendingarn-
ir, sem eru mjög ríkir líka, en ekki
eins góðir verzlunarmenn. Þeir eiga
flestar verzlanirnar og sum beztu
hótelin. Þeir eru nú ekki mjög
slungnir. Þeir stafla að sér of mikl-
um birgðum og verða að stofna
til eldsvoða við og við. til að koma
því á réttan kjöl aftur. Svo koma
Indíánarnir með sín venjulegu við-
skipti í sætindum og þvíumlíku. Þeir
eru ekki svo mikils virði. Og loks
— VIKAN 20. tbl.