Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 13
En hvað átti hann að segja M? Að Dr. NO hefði'sent hpnumuelraða ávexti? Hann var ekki einu sinni viss um að þeir hefðu verlð eitr*- aðlr, eða að þeir Siefðci komið frá Dr. NO fyrir mér. Verið þér sælir, sir. — Sælir, sælir. Landstjórinn horfði á Bond hverfa út úr dyrun- um og sneri ánægður aftur að borði sínu. — Ungur. Ekki neitt, sagði hann við tóma skrifstofuna. Svo settist hann niður og talaði fáein orð við nýlendustjórann. Svo tók hann Times upp af borðinu og fór að lesa um verðbréfamálin. Nýlendustjórinn var ungur, skol- hærður maður með björt, barnaleg augu. Hann var einn af þessum taugaóstyrku pípureykingamönnum, sem stöðugt klappa á vasa sína til þess að leita að eldspýtunum, hrista eldspýtustokkinn til þess að gá hvort það séu einhverjar eld- spýtur eftir í honum, eða eru að berja öskuna úr pípunni. Þegar hann hafði gegnumgengið þetta allt saman tvisvar eða þrisvar sinnum á fyrstu tíu mínútunum, sem Bond stóð við hjá honum, velti Bond því fyrir sér, hvort hann næði nokkurn- tíma reyk ofan í lungun. Eftir að hafa tekizt ákaflega í hendur við Bond og bent honum að fá sér sæti, þrammaði Pleydell-Smith fram og aftur um herbergið og klór- aði sér á hálsinum með munnstykk- inu á pípunni sinni. — Bond, Bond, Bond! Bíðum við, það er að koma. Já, nú kemur það! Það varst þú sem komst upp um fjársjóðsmálið hérna. Já, það var fyrir fjórum eða fimm árum. Ég fann möppuna hérna fyrir nokkrum dögum. Prýðisvel gert. Þú varst klár þar! Það væri gaman ef þú gætir komið einhverju þvílíku af stað hér aftur. Það eina sem þeir í stjórninni geta hugsað sér núna, er að fara samningaleið- ina að öilu og vera afskaplega mikilvægir menn. Ja, það er svo sem ósköp, sem þeir eru mikilvægir! Þeir geta ekki einu sinni rekið strætisvagnaþjónustu. Og kynþátta- vandamálin! Lagsmaður Gróa, það er miklu meira kynþáttavandamál milli slétthærðu og hrokkinhærðu Jamaicabúanna, heldur en milli mín og svarta matsveinsins míns. Samt sem áður — Pleydell-Smith renndi sér niður í stól við borðið sitt. Hann sat gegnt Bond og snar- aði öðrum fætinum yfir armhvíluna á stólnum sínum. Hann teygði sig eftir tóbakskrús með skjaldarmerkj- um King's College, rótaði í tóbak- inu og tók að fylla pípuna sína — ég ætla nú annars ekki að tefja þig með því að þvaðra um þetta allt saman. Vilt þú nú ekki taka við og tefja mig. Hvað hangir á spýtunni hjá þér? Ég skal með ánægju hjálpa ef ég get. Ég er alveg viss um að það er skemmti- legra heldur en þetta, sagði hann og benti með munnstykkinu á píp- unni sinni á bréfin í bakkanum sem merktur var „Inn". Bond brosti við honum, þetta var betra. Hann hafði fundið sér sam- starfsmann og meira að segja sæmi- lega gáfaðan. — Já, sagði hann alvarlegur. — Ég er hérna vegna Strangways málsins. En fyrst af öllu langar mig að leggja fyrir þig spurningu, sem getur komið dálítið undarlega fyrir. Nákvæmlega, hvers vegna varstu að athuga þetta gamla mál mitt? Þú segist hafa rekizt á möppuna. Hvernig atvikað ist það? Hafði einhver beðið um hana? Mig langar ekki að vera uppáþrengjandi, svo að þú skalt ekki svara, ef þú vilt það ekki. Ég er aðeins forvitinn. Pleydell-Smith gaut á hann aug- unum. — Ég býst við, að það sé þitt starf. Hann hallaði sér aftur á bak, horfði upp í loftið og hugsaði: —■ Já, mig minnir, að ég hafi bara séð hana á borðinu hjá einkaritaranum mínum. Hún er ný. Hún sagðist vera að reyna að koma möppunum í sæmilegt lag. Og vel að merkja, bætti nýlendustjórinn við til þess að skella ekki allri skuldinni á stúlk- una, — það var fullt af allskonar möppum á borðinu hjá henni. Ég bara rak augun í þessa einu. — Jæja, svaraði Bond. — Allt í lagi með það. Hann brosti afsak- andi. — Mér þykir leitt, að vera með svona flónslegar spurningar, en það virðist vera, að ýmislegt fólk hafi furðulega mikinn áhuga á hérveru minni. Það sem mig langaði til að tala um við þig var Crab Key. Allt sem þú' veizt um þann stað. Og um þennan Kínverja, Dr. No, sem keypti hann. Og allt, sem þú getur sagt mér um þessi gúanóviðskipti. Þetta er dálítið stór pöntun, er ég hræddur um, en hversu lítið sem er, getur orðið mér til hjálpar. Pleydell-Smith hló stuttaralega gegnum munnstykkið á pípunni sinni. Svo þreif hann hana út úr sér og talaði jafnframt því, sem hann þjappaði niður brennandi tóbakinu með eldsptustokknum sín- um. — Ég veit talsvert meira en þig grunar um gúanó. Ég gæti haldið fyrirlestur svo klukkustundum skipti um það. Ég fékk fyrst nasasjón af því í sendiráðinu, áður en ég var settur í nýlendustjórnina. Var fyrst í Peru. Hafði heilmikil samskipti við mennina þar, sem hafa yfirumsjón með allri þessari verzlun — Com- pania Aministra Dora del Guano. Agætis menn. Það var komin glóð í pípuna og Pleydell-Smith henti eldspýtnastokknum frá sér á borðið. — Annars er bara einfaldast að ná í möppuna. Hann hringdi bjöllu. étt í sama bili voru dyrnar opnaðar fyrir aftan Bond: — Ungfrú Taro, viljið þér koma með möppuna yfir Crab Key, gjörið þér svo vel. Möpp- una, þar sem talað er um sölu staðarins og hina um varðmann- inn, sem kom hingað fyrir jólin. Ungfrú Longfellow veit hvar þær eru. Mjúk rödd svaraði: — Já herra. Bond heyrði dyrnar lokast. — Já, þetta með gúanóið. Pley- dell-Smith hallaði stólnum sínum aftur á bak. Bond bjó sig undir að láta sér leiðast. — Eins og þú veizt, er gúanó fuglaskítur. Kemur úr afturendan- um á tveimur fuglategundum, máv- inum og skarfinum. Að því er lýtur að Crab Key, er það aðallega skarf- urinn, sem framleiðir gúanóið. Skarfurinn er einskonar vél, sem breytir fiski [ gúanó. Aðallega ansjósum. Aðeins til að útskýra fyrir Framhald á næstu síðu. VIKAN 20. tbl. — jg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.