Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 52
RAÐSÓFI
húsgagnaarkitekt
SVEINN KJARVAL
litið á húsbúnaðinn hjá húsbúnaði . , ,
EKKERT HEIMILI ÁN HÚSBÚNAÐAR
SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA
laugavegl 26 simi 209 70
Gfrling
Úrval
GIRLING
höggdeyfa
nýkomið
Varahlutir í
GIRLING
hemlakerfi
P C-A-V
BLQSSI S.F.
LAUGAVEGI 176
SÍMI 23285.
Allur ungbarnafatnaður
Glæsilegt úrval sængurgjafa
ifit'
LAUGAVEGI 159
Wl
irnir á bátunum voru í svo
hvössu aflandsroki.
Skyldu þeir hafa náð í Þor-
móðssker? Var það ekki eina
vonin um björgun? Þórdísi datt
nú það snjallræði í hug, að fara
að næsta bæ, Vogalæk og síma
þaðan. Hún hringdi til Jóns
Samúelssonar bónda að Hofstöð-
um. Frá Hofstöðum sést vel út
í Þormóðssker. Jón Samúelsson,
gamall og margreyndur sjógarp-
ur, tók afbragðsgóðan kíki sem
hann átti og horfði í áttina til
Þormóðsskers. Jú, þarna voru
menn á gangi. Jón fór í símann
og sagði Þórdísi fréttirnar. En
þótt gott væri að frétta af mönn-
unum í Þormóðsskeri var ekki
eins og að þeir væru komnir
heim, heilu og höldnu.
Enginn farkostur var fyrir
hendi sem gæti bjargað mönnun-
um sem trúlega fór nú ört kóln-
andi eftir volkið á sjónum.
Nú var hringt til Slysavarna-
félags íslands í Reykjavík sem
brá við og hafði samband við
deild sína á Akranesi.
Bátaflotinn á Akranesi var að
koma úr róðri. Nýjasti báturinn,
Ægir, skipstjóri Þórður Sigurðs-
son, nafntogaður aflamaður og
frægur sjósóknari, var fenginn til
farinnnar.
Þú mátt trúa því að við
urðum fegnir þegar Æigir birt-
ist á fullri ferð móti roki
og sjó. Þótt biðin væri ekki lengri
en þetta, var kuldinn farinn að
sverfa harkalega að okkur og
eflaust hefðum við einhverjir
króknað þarna í skerinu um nótt-
ina hefði hjálpin ekki borizt.
Þórður á Ægi fór með okkur inn
á Straumfjörð og ég man að Guð-
jón fósturfaðir minn sagði Þórði
stefnur og mið. Vélbáturinn Ægir
frá Akranesi og Þórður og menn
hans komu mjög við sögu er
Pourqoui Pas? strandaði, en þeir
urðu fyrstir skipa á staðinn.
Vorið 1945 var mjög aflasælt
við Mýrar. Ég réri þá með Gisla
Þorkelssyni frá Vogalæk, en við
héldum út frá Straumfirði. Við
vorum þrír á fjögurra manna
fari, sem var tvísiglt og skreið
vel í góðum byr. En erfiður var
þessi bátur í barningi, enda þung-
ur. Ég ætla að segja þér frá ein-
um róðri, því þá munaði ekki
miklu, að við kæmum að landi
án formannsins.
Við vorum á miðunum og í
þann veginn að halda af stað i
land. Á bátnum var fokka og
klýfir en bugspjót gekk fram af
stefni. Það var laust og tekið
inn nema þegar siglt var. Ég var
að reisa afturmastrið, en hinn há-
setinn, Sveinn Sveinsson, að
koma bugspjótinu fyrir. Eitthvað
gekk þetta úrhendis hjá honum,
því hann missti bugspjótið í sjó-
inn. Stórseglið var komið upp svo
og fokkan og báturinn á talsverð-
um skriði. Gísli formaður var
miðskips. Hann henti sér á borð-
stokkinn og ætlaði að grípa bug-