Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 16
/ kapphlaupi við dauðann ríður fíertie Neveh um óbyggð- ir með litla drenginn sinn sjúkan. Nær hún i hjálp í tæka tíð? Hún verður að ná, hvað sem það kostar! Og þegar dauðinn ætlar að spenna greipar sínar um háls barnsins, gripur hún til þess ráiðs, sem fáir mundn hafa kjark til. „Konan með hnifinn“ eftir Harriette Arnow hefur hlotið frábœra dóma. Sagan fjallar um baráttu bóndakonunnar fgrir lífi yngsta barnsins. Þögul og einbeitt býður hún byrginn hvers konar hindrun- nm, sem náttúran, styrjöldin ag mennirnir reisa á vegi henn- ar. Hún ev fátæk af öllu öðru en ást, hngrekki og viljaþreki, sem jafnvel megnar að þíða frosið hjarta. Másanrli andardráttur múlasnans og hófatak hans í grýtt- um hallanum voru einustu hljóðin, sem henni fannst hún hafa heyrt langa hrið. Amos lá hreyfingarlaus. Hann kreisti ekki einu sinni ábreiðuna, eins og hann hafði gert, þegar þau lögðu af stað. Svo komu þau upp á ásinn, þar sem leiöin lá um sendinn svörð með strjálum og lágvöxnum furutrjám. Og þarna, sem hófaslátlur múlasnans hljóðnaði í mjúkum götuslóðanum, laut konan niður yfir reifastrangann á hnakknefinu og hlust- aði. En næstum því í sömu svifum rétti hún sig upp og barði fótastokkinn, svo að múlasninn brá á klunnalegt brokk, renn- votur af svita eftir erfiðið í brekkunni. ,,Já, ég veit, að þú ert þreyttur, hlunkurinn minn, en þetta fer nú að styttast,“ sagði hún lágt, og munnurinn var saman- herptur. Síðan reið hún hljóð eftir götunni, þessi stórvaxna kona, og dálítið álút yfir reifarstrangann eins og verndarengill. Öðru hverju leit hún kvíðafull upp í loftið, regnþrungið og dimmt í síðdegisrökkri þessa drungalega októberdags. En oftast starði hún beint fram eftir troðningnum, og augu hennar voru stór, eins og hún öll. Loksins náðu þau kyrrlátum þjóðveginum, sem lá þarna líflaus með kyrkingsleg furutré á báðar hliðar, og múlasninn nam staðar við mal- bikið, tortrygginn á svipinn, og eyrun tifuðu í ákafa. Hún lamdi aftur fótastokkinn og útskýrði fyrir reiðskjótanum: „Þetta er vegur fyrir bíla, en við verðum að lialda eftir honum, þar til við mætum bíl, sem við getum stöðvað, — þá getur þú fengið að fara heim.“ En hann fékkst ekki upp á veginn, heidur hrökk klunnalega út á hlið eftir mjúkum jarðveginum i áttina að öruggum griðarstað inni á milli furutrjánna. „Nei, góði minn,“ sagði konan og klemmdi langa fætur sina að mögr- um síðum asnans. „Nei, þú verður að fara út á miðjan veginn, til þess að við getum stöðvað einhvern bíl, sem fer í áttina til læknisins. — Þú verður að gera það! —• Heyrirðu það?“ Hún Iamdi fótastokkinn á ný, og múlasninn gerði álappalega og þreytu- lega tilraun til að ausa. En konan sat sem fastast og klemmdi fæturna því þéttar að siðum hans, dálítið bogin í hnjáliðunum. Rödd hennar var í senn biðjandi og álasandi: „Ónei, góði minn, þú getur ekki fleygt mér af baki, —- ekki einu sinni þótt þú værir alveg óþreyttur, en það ertu nú ekki. —\ Svona haltu nú bara áfram!“ Þessi ófimlegi og beinaberi múlasni sveiflaði bara eyrunum þrjózku- fullur og rykkti í taumana. Þegar honum svo varð ljóst, að konan hafði völdin sem fyrr, þá dratt- aðist hann upp á veginn og brokkaði eftir malbikinu. Þarna lá leiðin eftir háum og þunnum áshrygg, og dalskorningarnir til beggja handa fyrir neðan voru eins og undirdjúp, botnlaus af þoku, svo að vegurinn virtist liggja beint út í himingeiminn. Loks hallaði veginum niður brattann með þverum sneiðingum, svo að ekki sást nema spölkorn í senn eftir malbikinu á hvorugan veginn. Konan hafði aftur lotið yfir reifastrangann og lilustaði, þegar múl- asninn hrökk skyndilega við og þaut inn á milli trjánna. Ilún greip svo snögglega i tauminn, að asninn snerist prjónandi á liæl. Þegar hann kom JQ — VIKAN 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.