Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 44

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 44
KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PÚÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIR. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA - FLJÓT AFGREIÐSLLA. HÖFUM EINNIG EINKASÖLU ó REST-BEST KODDUM. VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740 dralon er fullkomin NÝJUNGá markadinum HLEYPUR EKKI, ER FLJÓTPRJÓNAÐ, MÖLVARIÐ, hver hespa er númerud, trygging fyrir LITARÖRYGGI, bjartir ogfallegir SPORTIITIR, GEFJUN sm0 Sf»o "V heimska ofbeldi kynþáttahleypidóm- anna. Þetta hefurðu fundið hjá fleiri menntamönnum og listamönn- um og rithöfundum af blökkukyni sem hafa upplag og gáfur til að eiga hlutdeild í hámenningu en hafa verið svívirtir vegna hörunds- litar af fólki sem stendur þeim neð- ar. Þetta gildir líka um leikarann Keefe West sem aflaði sér fjár með því að leika í kvikmyndum þar á meðal A raisin in the sun og kom til Rómar til þess að finna land þar sem hvítur maður og svartur geta lifað sem jafningjar. Grannur fríð- ur maður sem talar með Oxford- hreim en undir fáguðu fasi er beiskja og hatur vegna ranglætisins. Þessvegna hafa negrar safnazt til Rómar. París setti ofan við Alsír- stríðið og heiftarverk OAS. Það gildir um fleiri en negrana að nú leita þeir í Róm að griðlandi, mann- legu og listrænu frelsi. I Róm er negrinn einsog hver önnur mann- eskja. Hinn frægi blökkurithöfund- ur William Demby hefur svipaða stöðu í listheimi Rómar í dag einsog kynbróðir hans Richard Wright hafði í París fyrir 10 árum. Hann bauð mér í sjónvarpið að sjá Harlem-dagskrá sem hann var að vinna við að setja saman og flytja þar sem Louis Armstrong kom fram og söngkonan Hazel Scott. Hann sagði: í Róm eru allir svartir. Eða ef þið viljið heldur þá eru allir hvít- ir. Liturinn skiptir ekki máli, negri getur leyft sér að haga sér illa ann- að slagið án þess að þurfa að ótt- ast að menn hugsi að allir negrar séu skepnur fyrir bragðið. [ ólmum dansinum snarast hin fagra blökkustúlka drottning mambo og samba: Cathy O'Brien sem hefur valið sér írskt nafn til að gerast leikkona og vinn- ur fyrir sér með ballettdansi í nætur- klúbbum Rómar en kemur á þenn- an stað til að dansa einsog hana langar til og kyssa á skeggbrodd- inn á Amerigo. Og Duke Diamond syngur og dansar í kastljósi einu sinni á kvöldi dökkbrúnn á hörund og brosmildur og endar þátt sinn með því að fara kollstökk yfir borð með logandi kerti við fögnuð á hverju kvöldi þegar kertislogið kastast til hliðar einsog farþegi í ofsahraðri bifreið sem vindur sér snöggt fyrir horn og loginn réttir sig titrandi aftur eftir flug manns- ins með skugga sem hleypur til líkt og fugl sem hefur verið styggð- ur í búri sínu. Móðir hans seldi ávexfi á götu- horni í New York til þess að kosta hann til mennta en arftekin söng- gleði og danslyst teygði hann út í hina hranalegu veröld skemmtistað- anna þar sem samkeppnin er grimm og fólkið fljótt að fá leið á númeri þínu. Og draumur hans er sá að eignast nógu mikla peninga áður en hallar undan vegna aldurs sem setur svona skemmtikröftum tak- mörk, nógu mikla peninga til að kaupa sér búgarð og rækta sínar eigin þrúgur í ósvikið og satt vín. ★ NÖ FLÝJA ÞEIR ... Framhald af bls. 11. þeir innfæddu hafa að minnsta kosti þá tilfinningu að þeir séu sjálfir húsbændur á sínu heimili. f öllum tilfellum er Kazaki nefndur Kazaki í Kazakstan, en í Kína er hann aðeins Kínverji, sem hefur ekkert að segja. Þetta er ástæðan fyrir hinum einkennilega flóttlalega fólks- flutningi, sem nú á sér stað yfir landamærin milli Kína og Sovét. Þessi staðreynd er vissulega nokkuð, sem herrarnir í Peking eru ekkert hrifnir af, enda verða þeir sjálfir að taka ábyrgðina fyrir því að flóttinn hefur hafizt. Með aukinni misklíð milli Kína og Rússlands, hefur Pekingstjórn- in hert á tökunum á þjóðarbrot- unum í landamærahéruðunum. Pekingstjórnin hefur þegar notað sér flóttamannastrauminn sem ástæðu fyrir hatrammleg- um árásum á Sovétríkin. Flótta- mennirnir hafa með flótta sín- um aukið verulega á misklíðina milli kommúnistabræðranna í heiminum. Þessir fátæku og óupplýstu flökkumenn hafa óaf- vitandi gerzt peð í tafli stórveld- anna. Þessi peð verða mörg, ef flóttinn heldur áfram, því áætlað er að um 200 þús. manns hafi leitað frelsisins við árslok 1964. Meðal annars vegna þessa mikla fólksflótta yfir landamær- in, ásakar Pekingstjórnin Kreml fyrir að halda uppi kapitalískri pólitík í nýlendumálum við aust- urlandamæri Sovétríkjanna Þetta hefur sýnileg áhrif í Afríku, þar sem Kína reynir af öllum mætti að sýnast fánaberi og verndari hinna undirokuðu, á kostnað Ráðstjórnarríkjanna. Ágreiningurinn milli þessa FRÍMERKJASÆFNARAR’ Höfum jafnan fyrirliggjandi íslenzk og erlend frímerki í fjölbreyttu úrvali. Kaupum íslenzk frímerki hæsta verði. FRlMERKJAMIÐSTÖÐIN Týsgötu 1 — Pósthólf 78 — Sími 21170. 44 — VIKAN 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.