Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 6
Hörmulegir atburðir hafa löng- um gerzt í skerjagarðinum við Mýr- ar og á hraunum þar framundan. Þó mun enginn slíkur í ferskara minni, en örlög franska rannsóknarskips- ins Pourquoi Pas?, sem fórst þar árið 1936. Af þessu skipi komst einn maður lífs af. Kristján Þórólfsson, uppeldissonur hjónanna í Straum- firði, sýndi þar óvenjulegt snarræði og hetjulund. Ef hans hefði ekki notið við á því augnabliki, hefðu örlög þessa franska manns orðið þau sömu og annarra af skipinu. En þó meira hafi verið skrifað og talað um strand Pourqoui Pas? en flestra ■ mSwmnm KRISTJÁN ÞÓRÖLFSSON FRÁ STRAU OFT HEFUR VERIÐ NEFNDUR GRAFR . m- \ ' i ■ \ :■: ,A.' MINNIGAR annarra skipa, sem farizt hafa hér við land, er það þó aðeins einn hinna fjölmörgu harmleikja við Mýrar. Því suð-vestan veðrin eru oft óblíð við Faxaflóa og skerjagarðurinn undan Mýrum skilar herfangi sínu ógjarnan aftur. — Ég gæti sagt þér frá mörgum hörmulegum atbuðrum sem þarna hafa skeð. Þeir væru efni í heila bók og hana þykka. Síðan ég man eftir mér hafa orðið hræðileg slys við þessa skerjaströnd og þó að í einstaka tilfellum hafi orðið mann- björg þá eru þó hin tilfellin fleiri sem enginn var til frásagnar. Við sátum heima hjá Kristjáni Þórólfssyni, sem að ofan getur, og ræddum um sjóferðir og slark- ferðir á sjó við Mýrar. Kristján er sem fyrr segir uppeldissonur hjón- anna, sem lengi bjuggu í Straum- firði, þeirra Þórdísar Jónsdóttur og Guðjóns Sigurðssonar. Langt er síð- an Kristján fluttizt á brott frá aéskuheimilinu en það kemur annar blær í röddina er við tök- um að ræða og rifja upp hina gömlu daga í Straumfirði og oft tvísýna baráttu við sækonung- inn og dætur hans þar fram und- an ströndinni. — Eitt það fyrsta, sem ég man að fósturfaðir minn sagði mér frá, voru strönd skipanna Emile og Sophine Wheatley. Þetta voru þilskip frá Reykjavík og fórust þarna með samtals fjörutíu og átta manns. Þetta var 7. apríl 1906, sama dag og kútter Ingvar fórst á Viðeyjarsundi við Reykja- vík. Nokkrum árum síðar hrakti hollenskt skip, Artic, að nafni upp á Mýrar. Þetta var um nótt; suð-vestan garri og mikið brim. Artic strandaði á skeri sem heit- ir Breiðsker og er um tvær og hálfa sjómílu undan landi. Eng- inn veit hvernig stóð á því að skipið lenti þarna, en sennilega hefir það tvennt farið saman, að skipstjórnarmenn hafa verið villtir og að þeir hafa ekki ráð- ið ferðinni fyrir veðurofsanum. Skipið virðist hafa brotnað mikið við strandið og sennilega sokkið fljótlega, því við Breiða- sker er aðdjúpt. Einn maður af þessu skipi komst á fleka og rak á honum lengi nætur. Talið er að skipið hafi strandað um tvöleytið um nóttina, en klukkan átta um morguninn sá fólk í landi að maður var kominn á hólma, sem er fyrir vestan Straumfjarðar- eyju. Nú var hafizt handa um björg- un. Þannig hagar til í Straum- firði, að bátalægið og varirnar eru innan við eyjuna og verður að fara fram Straumfjarðarsund til þess að komast að fyrrnefnd- um hólma. í suð-vestan roki verður sundið oft ófært. Það var því ekki um annað að gera en að draga bát þvert yfir eyjuna og fara þaðan í hólmann mann- inum til hjálpar. Guðjón fóstur- faðir minn og menn frá næstu bæjum, sem orðið höfðu varir 6 VIKAN 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.