Vikan


Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 49

Vikan - 13.05.1964, Blaðsíða 49
ana sína á loi'ti og stóru liend- urnar með hnúaberu fingrunum útréttar. Það hvein í hreyflinum og billinn bumlungaðist aftur á bak yfir steinana, og siðan byrj- uðu hjólin að spóla á nýjan leik. Konan kastaði sér áfram og ýtti með flötum lófunum á annað afturbrettið. Likami hennar svignaði eins og spenntur bogi, þegar hún erf- iðaði. Augun urðu útstæð og æðar og sinar á hálsinum og andlitinu þöndust undir þunnu, brúnu húðinni, en stóru skórnir grófust niður í jarðveginn. Bíllinn rólaði skjálfandi og titrandi, og annar fótur kon- unnar skriðnaði í áttina að brún- inni. Siðan fór likami hennar smútt og smátt að réttast úr sveigjunni, þvi að billinn þokaðist örlitið aftur á. En hún hélt áfram að ýta á hjólhlifina, og skyndilega lét liún undan henni í snöggum rykk. Hún féli á grúfu fremst á brúninni. Framhjólíð skrapaðist utan í lærið á henni, og stuð- arinn slæmdist í dökka hárlokk- ana, sem losnað liöfðu úr linútn- um uppi á hvirflinum. Hún lá kyrr eitt andartak í sandmoldinni með fæturna bögglaða undir sér, höfuðið á milli framréttra handanna, og allur líkaminn gekk upp og nið- ur af mæði. Svo leit hún upp og hristi höfuðið, eins og henni hefði snöggvast sortnað fyrir augum af svima, og síðan reis hún liægt á fætur. Hún andaði ákaft, en flýtti sér að bílnum, þreif upp hurðina og ætlaði að stíga inn. En hún var óvön bilum og rak höfuðið í karminn. Og það var jafnsnemma, að hún kom breiðum lierðum sín- um inn úr dyrunum, án þess að hafa augun af barninu, og liðs- foringinn hafði opnað dyrnar á móti og reyndi að taka barnið upp. En það var þyngra í öllum umbúðunum en hann hélt. Og í stað þess að lyfta því upp, þreif hann í axlir þess, kippti þvi snöggt til sín þvert yfir sæt- ið og siðan út um dyrnar. Konan reyndi að hrifsa barnið til sín, en náði aðeins í áhreið- una og sleppti takinu. Þá reyndi lnin að troðast öll inn í bílinn, en steig á siða kápulafið og stóð þannig fjötruð um stund og komst hvorki fram ná aftur. Hún trúði varla sínum eigin stóru augum, þegar liðsforing- inn lagði barnið á vegarkant- inn og rétti síðan úr sér, um leið og hann sagði: „Þér hafið nú hjálpað til að bæta að nokkru leyti fyrir það, sem þér hafið aðhafzt, en ég hefi ekki tíma til að hirða upp fóllc á leið minni. Ég er í hern- um og í áríðandi erindum. Ef þér eruð ákveðin að aka með, þá þýðir það, að þér fáið að skilja barnið eftir þarna á veg- inum.“ Hann steig öðrum fætinum inn i hílinn og sagði við bílstjór- ann: „Aktul“ Konan mældi hermanninn út með leiftrandi augnaráði og sá, að hann starði beint fram, graf- kyrr eins og liann væri hluti af þessum bíl, sem hægt væri að setja i gang og stöðva samkvæmt óskum. Ilún brölti i einum linút þvert yfir aftursætið og bar hendurn- ar fyrir sig á sama hátt, og þeg- ar hún var að ýta á hjólhlifina. Hún greip annarri hendi um handlegg liðsforingjans, en hin lenti á öxl hans. Hún ýtti meira við honum eða fálmaði til hans frekar en sló, þvi að hún var ennþá flækt í kápunni. Hann hálfféll eða settist á vegarbrúnina með annan fótinn á ábreiðunni rétt við líkama barnsins. Hún teygði sig út um dyrnar eftir barninu og gaf frá sér lágt liálfkæft óp: „Sér liann ekki, að litli dreng- urinn minn er að kafna? Ég verð að komast með hann til læknis!" Barnið fálmaði ábreiðunni frá andlitinu með máttvana hend- inni. Konan greip andann á lofti, eins og lnin ætlaði að hljóða, cn rödd hennar brast. „Amos, Amos. Þetta er mamma. Amos, drengurinn minn — Amos?“ Málrómur hennar varð að hvíslandi og skelfilegri spurn- ingu, meðan höfuð barnsins liékk máltlaust yfir annan arm henn- ar. Augun ranghvolfdust svo að ekkert sást nema hvítan. And- litið var blárautt, og slimkennt munnvatnið rann út á milli bólg- inna varanna. Það heyrðist stutt, hvæsandi sog, sem þó virtist ekki komast lengra en aðeins niður í þennan litla og lokaða háls. Hún blés upp í munn hans, hristi liann, — hafði á honum endaskipti og endurtók þetta spyrjand hvísl: „Amos, Amos?“ Bilstjórinn, sem liafði stigið niður úr framsætinu, þegar hún stjakaði liðsforingjannm út lir bilnurn, stóð nú og starði á barn- ið með hendurnar undir örmum yfirmanns síns, þótt hann væri þegar risinn á fætur og farinn að laga á sér húfuna. „Haltu lionum á grúfu! Hristu hann og sláðu á bakið á honum,“ sagði ungi hermaðurinn. „Já, haltu honum á grúfu,“ endurtók sá eldri, „þá losnar það kannske, — þetta, sem stendur í hálsinum á lionum.“ Og nú líktist hann meira manneskju en stríðsforingja, —• órólegur vegna sjúka barnsins og jafnvel ofurlít- ið óþægilega hrærður. Konan liorfði i kring um sig, meðan hún réri með barnið i faðmi sinum. „Hann er svo veik- SAMVINNUBANKINN greiðip hæstu vexti af spapifé yðap ÚTIBÚ: Hafnapfipði Stpandgötu 28, sími 51260 Akpanesi Suðupgötu 36,|símÍA2230 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F. H-,- —* REYKJAViK, Bankastpætí 7, simi 20700 HAFNARFIRDI, stpandgötu 28, simi 51260] AKRANESI, Suðupgötu 36, simi 2230 VIKAN 20. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.