Vikan - 18.06.1964, Qupperneq 5
CANLAR1111
Vikan hefur nú fengið allmikið aðsent af gömlum mynd-
um og mun öðru hvoru birta myndaopnur sem þessa hér.
Blaðið greiðir 150 krónur fyrir hverja mynd sem birt er og
kemur því enn áleiðis til lesenda sinna að senda gamlar
myndir. Þeim verður að sjálfsögðu skilað að birtingu lok-
inni.
■ ■. ■
.
fajjÍifaÍSfal
,
Ifalillfalt®
'
■xmtmmm
Gestkvæmt í „Húsinu“
Eyrarbakki var um margar aldir einn helzti verzlunarstaður hérlendis. Verzlunin var
eign danskra manna, sem sótu í Kaupmannahöfn, en höfðu faktora fyrir sig, sem stjórn-
uðu verzluninni gagnvart landsmönnum. Bólstaður faktoranna og helztu starfsmanna
þeirra var Húsið, sem mjög hefur verið talað um. Það hét upphaflega Assistenthúsið,
en var síðar kallað Faktorshúsið. Hins vegar nefndu þorpsbúar það í daglegu tali aðeins
Húsið. Þar var allt með dönsku sniði og ýmislegt bar allt annan vott en í híbýlum ann-
arra Eyrbekkinga. Ýmsir hafa gert Húsið og óhrif þess að umtalsefni. Póll ísólfsson
hefur oft sagt fró því hversu mikillar ununar hann, ungur piltur, naut í Húsinu, en þar
var hljóðfæraslóttur og söngur mjög I hóvegum haft. Vilhj. S. Vilhjólmsson hefur lýst
því í skóldsagnabólki sínum: Brimar við bölklett, hvaða óhrif Húsið og verzlunin hafði
á líf þorpsbúa, og á síðastiiðnu ári kom út frá hendi Guðmundar Daníelssonar skáld-
sagan Húsið, og fjallar einnig um þetta hús. — Það var alltaf gestkvæmt í Húsinu._
Menn komu úr austursýslum til verzlunarinnar og jafnvel úr Gullbringu-, Kjósar- og
Borgarfjarðarsýslum. Þá komu á hverju sumri 2—4 skip frá Danmörku með vörur. Þá
voru boð tíð í Húsinu. Á myndinni eru boðsgestir og heimilisfólk. Faktorsfjölskyldan
situr fremst: Jens Nielsson faktor (með slaufu). í annarri röð að ofan, með gráa der-
húfu, er Guðmundur Guðmundsson verzlunarmaður, tengdafaðir Sig. Óla. Ólafssonar,
alþingismanns, og faðir Lárusar Blöndals Guðmundssonar, bóksala. Guðmundur er enn
á lífi, háaldraður. Myndin mun vera tekin 1905. — (Sendandi J. B.).
íslenzkar stulkur í Vesturheimi
Ú Mikinn kvenblóma höfum við misst úr landinu, þegar móðir þeirra tók sig til og
fluttist vestur til Kanada eins og margir fleiri á þeim árum. Faðir þeirra varð aftur á
móti eftir hér heima og hann fékk þetta kort sent og aftan á því stendur: „Elsku faðir
minn. Jeg sendi hjer líka eina mind. Þarna sjerð þú okkur alveg eins og við erum. Lára
systir er álitin falieg stúlka og eins Sigga litla. Þær eru ósköp líkar. Mér leiddist svo
að Mangi litli var farinn í burtu fyrir sumarið og gat þess vegna ekki verið með okkur".
Eldri systurnar eru nú báðar dánar, en sú yngsta býr einhversstaðar vestur á Kyrrahafs-
strönd. — (Sendandi G. G.).
VIKAN 25. tbl. — Q