Vikan


Vikan - 18.06.1964, Síða 8

Vikan - 18.06.1964, Síða 8
NÝTT GRILON MERINO GARN ER KOMIÐ Á MARKAÐINN. ÞAÐ HLEYPUR EKKI, ER MÖLVARIÐ OG HVER HESPA ER NÚMERUÐ SEM GEFUR LITARÖRYGGI. GAMLA GÓÐA SLITÞOLIÐ.GEFJ UN Kökur og smáréttir EPLASALAl. 3 epli, 100 gr. hvítkál, 50 gr. rúsínur, 1 dós smurostur, V2 dl. rjómi, saft úr appelsínu. Eplin eru rifin á grófu járni og hvítkálið sneitt mjög smátt, blandað saman og rúsínum bætt í. Osturinn hrærður út með rjómanum og appelsínusafanum hellt í eftir smekk og sós- unni hellt yfir eplablönduna og látið samlagast. Bætiefnaríkt og bragðgott. NORSKAR VÖFFLUR. 250 gr. hveiti, 4 dl. mjólk, Vz tsk. kardimommur, 3 egg, 3 matsk. matarolía, 2 tsk. sykur, rifinn sítrónubörkur. Öllu hrært saman, en eggjahvíturnar þeyttar vel og blandað í síðast. Vöfflujárnið penslað með olíu og staflið ekki vöffl- unum saman meðan þær eru heitar, því að þá verða þær ekki stökkar. Bornar fram með rjóma og sultu, eða með sírópi. EPLA- O G SÚRMJÓLKURÁBÆTIR. 3 epli, Vi 1. súrmjólk, 2 matsk. kókósmjöl, rifið rúgbrauð, 2 matsk. púðursykur, V2 tsk. mulið engifer. Eplin rifin á rifjárni og blandað í súrmjólkina með kókós- mjölinu, en betra er að þeyta súrmjólkina áður. Rifnu rúg- brauði, púðursykri og engifer blandað vel saman og stráð út í skálina. KARTÖFLUKÖKUR. Jafnmikið, t.d. 100 gr. af hverju, af soðnum kartöflum, hveiti og smjörlíki er hnoðað saman, en kartöflurnar rifnar áður á járni. Flatt út og skorið út með glasi. Á hverja köku er sett tsk. af eplastöppu eða sultu og kakan brotin sam- an um það og þrýst á með gaífli. Penslað með eggi og gróf- um sykri stráð á, og síðan bakaðar í vel heitum ofni í 10—12 mínútur. Borðaðar volgar. FYLLTIR TÓMATAR. 4 tómatar, 3 egg, 2 matsk. rifinn ostur, % tsk. basilikum. Skorið ofan af tómötunum og innihaldið skafið út með teskeið. Eggin þeytt saman og rifna ostinum og maukinu innan úr tómötunum blandað í og kryddað með basilikum. Steikt á pönnu eins og hrærð egg, þ.e.a.s. hrært hægt í eggja- blöndunni, meðan hún stífnar. Tómatarnir fylltir með blönd- unni og ristað brauð borið með. HEITUR HRÍ SGRJÓN ABÚÐINGUR. 175 gr. hrísgrjón, 6 dl. mjólk, 2 egg, 2 matsk. sykur, 2 matsk. rúsínur, 2 matsk. hakkaður pomeransbörkur. Hrísgrj ónin soðin í mjólkinni á sama hátt og hrísgrjóna- Framhald á bls. 41. 8 VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.