Vikan - 18.06.1964, Side 24
Maðurinn á myndinni heitir Czeslav Bojarski og hefur helzt unnið það sér til frægðar, að vera óánægður með peningaprentun
franska ríkisbankans. Honum fannst hann geta gert miklu betur á sígarettupappír, með sæmilegum tækjum. Peningaseðlarnir
hans eru svo vel gerðir, að bankarnir sáu ekkert athugavert við þá, og eru þó margir hverjir vel. á verði gegn fölsurum. Það komst
ekki upp um hann, fyrr en hann hafði falsað sem nemur um 6 milljónum íslenzkra króna, og þá vegna þess, að það þótti grunsam-
legt, hve hann og ættingjar hans keyptu mikið af frönskum ríkisskuldabréfum. Hann bíður nú dóms, sem er talinn verða minnst
30 ára fangelsi. Myndirnar úr prentverkinu voru teknar með sjálfvirkri myndavél til þess að sanna athæfi Czeslav, áður en hann
vissi að grunur hafði fallið á hann.
Gömul kona, milljónamær-
ingur, að nafni Philoméne de
Gras, fædd Verbecke, sveif
nýlega inn í eilífðina frá
heimili sínu í Amsterdam.
Einkaerfingi hennar var mað-
ur að nafni Charles Verbecke,
einn af slæpingjum Parísar,
þeim sem sofa undir brúnum
og eyða ævinni í það að snapa
daglega saman nóga fjármuni
til þess að geta keypt sér
rauðvín og svo sem einn
metra af brauði.
Charles Verbecke hafði fyr-
ir löngu gleymt Philoménu
frænku sinni, en hún ekki
honum. Lögreglan fann Char-
les eftir langa leit, þar sem
hann svaf í kirkjugarði í
Mouscron, lítilli borg á landa-
mærum Frakklands og Þýzkalands, þar sem hann var að „skemmta sér“. Og í kirkjugarðinum var honum tjáð, að hann væri nú um
það bil sjö milljónum ríkari.
í fyrsta sinn árum saman var Charles settur í bað og klæddur upp, yzt sem innst. En hann veigraði sér við að sofa í rúminu í
hótelherberginu sínu. Það var allt of fínt og mjúkt. Þess í stað lagðist hann til svefns á gólfmottuna.
Næsta dag fór hann í kirkju og keypti þrjú kerti handa dýrlingnum, en síðan fékk hann sér aftur nokkur glös í góðum félags-
skap. Því næst var komið mál til að uppfylla gamlan draum. Hann hafði alltaf dreymt um að fara á Lido de Paris og sjá „The
Blue Bell Girls“. Nú gerði hann alvöru úr þessu og sem nýbakaður milljóneri fékk hann kræsilegar móttökur hjá fegurðardís-
unum. Svo horfði hann á sýningu hjá þeim og skolaði henni niður með kampavíni af beztu tegund.
Svo sneri hann baki við hóglífi. Hann sneri sér að því að koma sér upp hænsnabúi, og tók til sín dóttur sína Marie-Sylvie
—• dóttur síðari konu hans. En ástæðan fyrir vesaldómi hans á tímabili var sú, að hann hafði staðið í tveimur misheppnuðum hjóna-
böndum, og var auk þess síþyrstur.
24
VIKAN 25. tbl.