Vikan


Vikan - 18.06.1964, Page 27

Vikan - 18.06.1964, Page 27
: :;:;;::-i: • ::: — Hvort sem þi3 trúið því eða ekki, er ég alltaf í jakka, þegar ég er heima. Líka þegar ég er að æfa mig. Og meðan þið eruð að taka myndina, ætla ég að hugsa mér þennan tón. Ég veit, að ég næ honum hvort sem er ekki. WM. i — Ég gæti ekki staðið í þessu, sagði Guðmundur, ef ég hefði ekki bílinn. Ég ótti óður gamlan Skóda, en seldi hann, óður en ég fór utan. Þessi er alveg nýr. Og það mótti sjó minna. í hendinni heldur Guð- mundur ó töskunni, sem fylgir hon- um ó öllum ferðum. Hafsteinn stundar nám í fagotleik og þykir efnilegur. Enda bregður faðir hans sér oft inn til hans, hlust- ar og gefur góð ráð. Hafsteinn er fyrsti nemandi í fagotleik við Tón- listarskólann, og hefur verið þar í fjögur ár, en hefur gripið í að spila með sinfóníunni í forföllum. kvartar, þótt ég hafi hátt. Ég reyni líka að vera tillitssamur, og æfa mig ekki á nóttunni. — Fólkið í húsinu kvartar, ef hann æfir sig ekki, sagði Kristín. — Já, þá spyr það, hvort það sé eitthvað að mér, sagði Guðmundur. — Og spilar frúin undir hjá þér? — Nei, því miður, svaraði Kristín. — Hann gerir það sjálfur. — Ég spila bara með einum fingri, sagði Guðmundur og leit þýðingarmiklu augnaráði á Kristján Ijósmyndara. — Ég var einu sinni heilan vetur að læra á píanó hjá dr. Victor Urbancic, og lærði að spila „Mér um hug og hjarta nú". — Er þetta ekki erfitt? — Jú, það er erfitt að stunda söng og vinna þar fyrir utan 10 tíma á dag. — I hverju ertu núna? — Ég hef verið að syngja á skemmtunum, hér og þar um landið. Og svo með kórum. Karlakórinn var að halda söng- skemmtanir hér í Reykjavík, og svo hef ég verið með kórum úti á landi: Karlakór Kjósverja og Hreppakórnum. — Og svo náttúrlega Sardasfurstafrúin. — Nei, ég er ekki með í henni. Ég er í fríi þar í ár. Hins vegar er verið að æfa íslenzka óperu. — Hvernig líður nú venjulegur dagur hjá þér? — Ég vakna svona rétt fyrir sjö, og er kominn til vinnunnar klukkan sjö. Svo vinn ég til sjö, þá skýzt ég heim í mat, og eftir það æfi ég eða fer eitthvað til að syngja. Ég hef aldrei sungið annað eins og síðari hlutann á síðasta ári og það sem af er þessu. Síðan í október hef ég ekki verið heima nema eina eða tvær helgar. Nú, svo kem ég oftast heim svona um eða eftir miðnætti. Ég sneri mér að Kristínu og spurði: — Er ekki erfitt að vera kona söngvara? Hún brosti: — Það tekur á taugarnar á köflum. Ég hugsa, að ég sé oft taugaóstyrkari en hann. Hann er alltaf jafn róleg- ur. Annars var þetta verst fyrst. Maður heyrði, hvað söngv- arar voru krítiseraðir . . . — Já, ég hef aldrei tekið það nærri mér, sagði Guðmund- ur, — hvað sagt hefur verið. Maður er kannski ekki eins við- kvæmur, þegar maður fer í þetta svona gamall. — Hvað varstu gamall, þegar þú byrjaðir? — Ég var 36 ára. — Það er ekki rétt. Þú varst byrjaður löngu áður, sagði Kristín. — Með karlakórnum . . . — Ég var 36 ára, þegar ég söng fyrst ! ' jóðleikhúsinu, en 30 ára. þegar ég fór í fyrsta söngtímann. Og ég hef ver- ið svona 33—34 ára, þegar ég söng í fyrsta sinn einsöng með Karlakórnum. Annars var það aldrei áætlun mín, að gerast söngvari. Ég hafði bara gaman af söng og langaði í kór, en var ekki kjark- betri en það að ég þorði ekki annað en fara í söngtíma fyrst.. Svo ég fór til Guðmundar Jónssonar; við vorum gamlir kunn- ingjar; og bað hann um að kenna mér nóg til þess, að ég flyti inn í karlakórinn. Mig óraði ekki fyrir því þá, að ég ætti eftir að syngja í óperum, og það meira að segja úti í lönd- um. Ég var allur ! leikfiminni. Svo hætti Guðmundur Jónsson að kenna, og þá hé't ég áfram hjá Kristni Hallssyni, en lengst hef ég verið hjá Demetz. Svo var mér boðið hlutverk ! Rak- aranum frá Sevilla, þegar Þjóðleikhúsið tók hann fyrir, og þá sneri ég mér til Guðmundar Jónssonar, og spurði 'hann, hvort þetta væri nokkurt vit fyrir mig. Ég hafði fengið orð fyrir það í leikfiminni, að vera nokkuð þrár, og nú sagði Guðmundur: Þú hefur þetta upp úr helvitis þrjózkunni í þér, nafni minn, að sennilega ert þú sá eini, ssm getur þetta hér núna. Svo ég sló til, og tók að mér hlutverkið. Róbert Abraham Ottóson setti Rakarann upp, og þegar það var stungið upp á því við hann, að Guðmundur Guðjónsson tæki þetta hlut- verk, kom hann alveg úr fjöllum, og hafði aldrei heyrt þann mann eða séð. Ég hef oft starað á þetta hlutverk síðan, en það var ekki fyrr en tveimur árum seinna, að mér varð Ijóst, hve erfitt þetta hlutverk í rauninni er. Og hefði ég haft meira vit, hefði ég aldrei lagt í það. Og það var eingöngu fyrir þjálfunina úr karlakórnum, sem ég hafði þol í þetta hlutverk. — Þú hlýtur að hafa sungið eitthvað, áður en þú fórst ! karlakórinn fyrst. — Ég nefni það ekki. Þegar ég var 10—11 — 12 ára, söng ég stundum á skátaskemmtunum, einsöng og gamanvísur. Svo var ég með iðnskólakórnum . . . Framhald á bls. 47. VIKAN 25. tbl. — 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.