Vikan


Vikan - 18.06.1964, Page 34

Vikan - 18.06.1964, Page 34
Jafnan fyrirliggjandi úrval yirUfU&tuUr* myndavéla fyrir hina vandlátu VITORET CLR BESSAMATIC Fljót og góð afgreiffsla. Voigtlander er með innbyggðum Ijósmæli og fjarlægðarmæli - bara miða og þrýsta á hnappinn - og þér fáið skínandi Ijós- myndir í hvaða veðri sem er. Vér önnumst líka framköllun, koperingu og stækkun á myndum yðar. Gleymið ekki GEVAERT filmum í sumarleyfið EINKAUMOÐ FYRIR VOIGTLANDER A/G. H.F. SVEINN BJÖRNSSON & CO. GarSastræti 35, sími 24204 SÖLUUMBOÐ: GEVAFÓTO Lækjartorgi, sími 24209. Og ég held að síðustu daga sé ég farin að sjá við þér. Mig grun- ar að innst inni sértu svolítið hræddur við okkur. — Hvers vegna, sagði Mr. Pimm, hvers vegna, hvernig dett- ur þér það í hug? — Ég held að þú sért feim- inn. Að undir niðri sé feiminn og óframfærinn Mr. Pimm. Viður- kenndu það. — Kæra Miss Matilda, guð blessi þig, almáttugur minn, sagði Mr. Pimm, — nei, sko, sérðu litla fuglinn þama við gluggann, hann er að koma í heimsókn til okkar. Skiptum okkur ekki af fuglun- um, Mr. Pimm, viðurkenndu það. Ég held, að jafnvel þótt þú vild- ir biðja einhvern að kvænast þér, þá hefðirðu aldrei hugrekki til þess. Er það ekki satt? — Nú, kæra Miss Matilda, ég hefi aldrei hugsað út í það. — Jæja þá, það er bezt að ég gefi þér hollráð. Þegar að því kemur, þá verðurðu að sýna hug- rekki. Þú verður að grípa gæs- ina meðan hún gefst. Það er mjög óskynsamlegt af þér að umgang- ast bara unga menn og láta þig dreyma um alls kyns þorpara- brögð. Ég held að þú sért hálf- gerður flautaþyrill. Áður en var- ir verðurðu sennilega kominn til Parísar, og byrjaður á öllu á ný. Og þá verður þér sennilega alveg sama hvað um mig verður. — Kæra Miss Matilda, hvert sem ég fer, þá get ég aldrei gleymt þér. — Ég vildi að ég gæti trúað þér. — En ég segi það satt, það er heilagur sannleikur. Þetta fór allt vel hjá Annabelle. Og ef það væri hægt á nokkurn hátt að koma því við, þá gæti ég ekki hugsað mér neitt betra en að verða hér eftir og gæta hags- muna þinna, kæra Miss Matilda. — Hvers vegna gerirðu það þá ekki? — Hvernig get ég það? Nú veiztu, hvað ég er viðsjárverður. — Þú ættir að minnast þess, að ég hefi fundið ýmislegt gott í fari þínu líka. — En Miss Matilda, sagði Mr. Pimm, — þér getur ekki verið alvara, eftir allt sem fyrir hef- ur' komið, þú gætir ekki sætt þig við að ég yrði hér áfram. — Það væri mér ekkert þæg- ara. Mr. Pimm sagði vantrúaður: — En hvernig dettur þér í hug að segja þetta eftir að þú veizt hvernig ég gifti Miriam Harrison og Dulcie Waters. Getur það ver- ið, að þú viljir, að ég verði hér áfram í Cannes og sjái til þess að þú fáir eiginmann? — Þú verður að reyna að bug- ast á feimni þinni, Mr. Pimm. — Heyri ég rétt? Og þú sem veizt hvernig ég gifti Margaret del Campo, Mary-Jo Mander- ville, Pricilla Whipple, áttu við, að þú sættir þig við mig þrátt fyrir allt? — Já, Pimm. Já. — Og þú sem veizt, að ég er bannsettur þorpari? — Já. Já. Mr. Pimm vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið: — En Miss Mat- ilda, hvernig gæti ég stofnað til hjónabands? Hvernig gæti ég það, eftir að þú veizt allt af létta? -— Kæri Mr. Pimm, sagði Miss Matilda rjóð í vöngum, — þú gætir kvnæzt mér einfaldlega með því að biðja mín eins og ég bað þín. Og ég svara játandi af öllu hjarta. — Þú, þú svarar játandi, Miss Matilda? — Já. — En ekki, nei, nei, ekki gift- ast mér! -— Gat þér nokkurn tíma dott- ið í hug, að ég mundi neita? Mr. Pimm opnaði munninn til þess að segja eitthvað, en hann kom ekki upp einu einasta orði. Hann var skelfingin uppmáluð. Hann var svo skjálfhentur, að tebollinn dansaði á undirskálinni. — Eeeeen, sagði hann, — kkkæra Miss Mmmm . . . Bollinn tókst á loft og brotn- aði við fætur hans. — Miss Mat- ilda tókst honum að stynja upp, — þú verður að fyrirgefa mér, ég verð að hl-hlaupa. Stra-strax. — Auðvitað, Timothy, sagði hún, ég skil. En hringdu í mig um leið og þú kemur heim. Mr. Pimm forðaði sér út úr húsinu. Þegar Annabelle kom heim sagði hún: — Matilda frænka! Þegar Peggy kom heim, sagði hún: — Það er enginn öruggur fyrir þeim; þetta er hræðilegt. Þegar Augustus Green kom — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.