Vikan - 18.06.1964, Síða 37
undir elnu þaki
FarseSlar um víða veröld - IT einstaklingsferðir - Bílaleiga:
Hertz rent-a-car - Skemmtisiglingar með P & 0 lines, Cunard
Lines o. fl. - Fyrirgreiðsla og ferðaþjónusta án aukagjalds
Skrifstofa okkar hefur einkaumboð á íslandi fyrir hina heims
þekktu ferðaskrifstofu COOK’S.
Hafnarstræti 5 - Sími 1-1964
— Ég gæti aldrei kvænzt Mat-
ildu.
— Hvers vegna ekki. Hún er
mjög heillandi, aðlaðandi kona,
og ef þú vilt fá að heyra álit
mitt, þá finnst mér hún einum
of góð fyrir þig.
— Já, alltof góð fyrir þig.
— En, Henri og Julian, auð-
vitað er hún of góð fyrir mig.
Sjáið þið það ekki, að það er
einmitt það sem að er, ég er
hræddur við hana.
— Hvers vegna þá?
— Henni finnst vænt um mig,
Julian. Ég þoli ekki, að góð-
hjörtuðum konum finnist vænt
um mig. Ég er þorpari, svikari.
En það er ekki það versta, því
að mér finnst líka vænt um hana.
— Hvers vegna ertu þá að
reyna að komast burtu með flug-
vélinni?
— Skelfilegir kjánar eruð þið,
hrópaði Mr. Pimm. Þið skiljið
ekki einföldustu hluti. Þetta er
svívirðilegt, það er ekki hægt að
kvænast hvaða konu sem er, bara
af því að manni finnst vænt um
hana, þetta þarf allt saman að
vera þaulhugsað. Danielle og
Carlo komu hlaupandi niður
stigann með hafurtask hans, og
Mr. Pimm sagði: — Nei, nei,
þið verðið að sleppa mér, þið
verðið.
Henri sagði: — Mr. Pimm,
Miss Matilda myndi aldrei ná
sér eftir áfallið.
— Sjáið ekki, ég er einmitt að
reyna að koma í veg fyrir þetta
áfall. Ég er þorpari, ég er flæk-
ingur ég, er — ég er viðrini.
Hvernig gæti ég kvænzt þessari
dásamlegu konu?
— Julian sagði íbygginn: —
Nú, auðvitað á hún þá eftir að
falla í krumlurnar á einhverj-
um þorparanum, ef þú kvænist
henni ekki.
— Mér finnst alltof vænt um
hana, sagði Mr. Pimm. — En
það kemur ekki til mála.
— Einhver bannsettur þorpari.
Þú þekkir þá, er það ekki, Henri?
Auðvitað það úir og grúir
af þessum þorpurum um þetta
leyti árs. Og auk þess verður
hún svo niðurbrotin, þegar Mr.
Pimm yfirgefur hana, að hún
gleypir við hverju sem er.
— Hvað þá? sagði Mr. Pimm.
— Miss Matilda. Hún er vís
til þess að gína við hvaða þorp-
ara sem er.
— í almáttugs bænum, það
má aldrei verða.
Julian sagði. — Hún verður
gjörsamlega vitstola, þegar hún
kemst að því að þú ert floginn.
Og þá er hún vís til þess að gift-
ast hvaða ónytjungi sem verður
á vegi hennar.
— Það skal aldrei verða, sagði
Mr. Pimm. — Að hugsa sér, að
Miss Matilda geti fallið í klærn-
ar á svona þorpara, það er sví-
virðing!
-—• Og þú gætir ekki einu sinni
verndað hana.
•— Þetta skal aldrei verða,
hrópaði Mr. Pimm. — Ég vil
ekki heyra á það minnzt, að Mat-
ilda Mehaffey láti tælast af ein-
hverjum þorpara. Heyrið þið
það, heyrið þið það? Það skal
aldrei verða!
Julian sagði: — Jæja, komdu
þá, Henri, það þýðir víst ekki
að tjónka við hann, það er víst
bezt að fara.
•—• Það er satt. Þetta þýðir ekki
leigur, það er bezt að fara og
segja Annabelle frá þessu. Vertu
sæll, Mr. Pimm. Og vegni þér
vel.
Mr. Pimm sagði: — Hvað þá?
Nú, nú, haldið þið að þið getið
farið án min? Danielle, Carlo,
upp með þessar töskur á stund-
inni, og standið ekki þarna gláp-
andi.
Julian sagði alvarlegur í
bragði: — Heyrðu mig nú, Mr.
Pimm. Ef þú verður hér eftir,
þá er of seint að skipta um skoð-
un. Þú verður að standa þig.
— Skipta um skoðun? Mér
dettur ekki í hug að skipta um
skoðun. Það myndi aldrei hvarfla
að mér að svíkja Matildu. Al-
máttugur minn, ég má ekki til
þess hugsa. Að hugsa sér, að mér
skyldi nokkurn tíma detta í hug
að fara frá Matildu.
Henri tók upp símann og sagði
Annabelle, að það væri víst bezt
að fara að kæla kampavínið;
þeir væru á leiðinni. Allir þrír.
Þeir myndu koma um átta leytið
Smóking.
Mr. Pimm hafði oft komið Juli-
an á óvart, en aldrei eins og nú.
Mr. Pimm hafði aldrei verið jafn-
stoltur og nú. Með Matildu
frænku við hlið sér.
Augustus Green hugsaði sem
svo, að nú myndu hvorki Anna-
belle né Matilda þarfnast hans
lengur; það væri vist bezt fyrir
sig að koma sér aftur í Wall
Street. En hann lét þó ekki á
sér standa, hélt ljómnadi ræðu
og skálaði fyrir skötuhjúunum.
Þegar þau settust, leit Matilda
frænka til Julians. Hún brosti
veiku, tvíræðu brosi til hans.
Skyndilega mundi hann, að Mr.
Pimm hafði hrópað upp, að hann
hefði verið veiddur í gildru, og
eitt andartak vöknuðu grunsemd-
ir hans. En nei, það var ómögu-
legt, og enginn komst nærri sann-
leikanum um það, hvernig Mat-
ildu frænku tókst að ná sér í
Mr. Pimm.
Síðar, þegar Henri og Anna-
belle voru orðin ein, sagði hann
henni, að enn væri ekki allt á
hreinu.
Annabelle sagði: — Og hvað
er það?
— Og hver ætlar þú að vera,
það sem eftir er ævinnar? Frú
Greenwood? Eða hertogaynjan af
Mechlenstein?
Eftir svolitla umhugsun sagði
Annabelle feimin: — Er þér ekki
sama?
VIKAN 25. tbl.
“ 37