Vikan


Vikan - 18.06.1964, Page 48

Vikan - 18.06.1964, Page 48
trésmiðanna missti fótanna efst og hrapaði beint niður. Hann var nokkuð lengi á leiðinni, því þetta er álíka hátt og 10—12 hæða hús, og hann hrópaði alla leiðina. Hann stefndi beint á hrærivélina fyrir neðan, og vinnufélagar hans biðu eftir þungu, hryllilegu högginu, þegar hann lenti þar, og þeir lokuðu augunum til að þurfa ekki að horfa á blóðslett- urnar út um allt, þegar líkami hans malaðist undan högginu eins og lús undir nögl. Þeir heyrðu þegar hann skall á vélinni og hún glumdi við höggið. Þeir stóðu allir stjarfir af skelfingu og þorðu sig ekki að hreyfa lengi vel. En trésmiðurinn stóð hægt og rólega upp úr sandhrúgunni, þar sem hann hafði hafnað, og fór að bursta sandinn af fötunum. Síðan fór hann að leita allt í kringum sig, eins og hann vant- aði eitthvað. Þegar vinnufélar hans höfðu jafnað sig eftir áfallið, sagði ein- hver við hann: „Ja, þú hefur svei mér sloppið vel út úr þessu!“ „Sloppið . . . ? Já, o-já . . . en ég finn hvergi helvítis hamarinn minn!“ Og það var rétt. Hamar- inn var týndur fyrir fullt og allt. Hafði líklega skoppað einhvers staðar í glufu milli steina. Jú, eitthvað var hann aumur og marinn, og það var ekki við annað komandi, en að hann yrði sendur í bæinn, til rannsóknar, hvað sem hann baðst undan því. Því lauk á þann hátt að honum var skipað að fara, og svo var ek- ið með hann í flughasti á Lands- spítalann. Hann var orðinn vond- ur þegar komið var til bæjarins, og eftir að hafa setið nokkra stund og beðið eftir að rannsókn- in hæfist, stóð hann upp og sagði: „Það er ekki nóg að maður týni hamrinum sínum, heldur er verið að eyðileggja allan daginn fyrrn manni með þessum bölvuðum asnaskap. Þið fáið mig ekki til að vera í þessum skrípaleik leng- ur, piltar!“ og með það fór hann þaðan út. Hann kenndi sér einskis meins eftir fallið. Og svo komum við að þeim þriðja. Það var búið að steypa stöðv- arhúsið og ganga frá. Þetta var síðasti dagurinn. Síðasti hálftím- inn. Síðasti maðurinn var að fara út úr neðanjarðargöngunum, og síðasti flutningavagninn var að fara síðustu ferðina inn í göng- in. Uppi á lofti beið uppbúið borð með allskonar krásum, því nú átti að halda upp á daginn og gera mönnum eitthvað ti1 gieð- skapar. Jarðgöng höfðu verið sprengd inn í klettinn hjá stöðinni, sem voru notuð aðeins til að flytja þar út grjót og jarðveg, og síðan til að flytja byggingarefni þang- að inn. Innarlega í göngunum var danskur múrari að ganga frá sínu dóti áður en hann færi í veizluna uppi. Hann var að þrífa verkfærin sín og var niðursokk- inn í það starf, þegar hann varð allt í einu litið innar eftir göng- unum. Hávaði þarna niðri var mikill af allskonar vélum, hróp- um og köllum, svo hann hafði ekkert heyrt til flutningavagns- ins, sem kom æðandi til hans utan úr myrkrinu, fullhlaðinn af grjóti. Múrarinn reyndi að forða sér frá, en hrasaði á ójöfnu gólf- inu og datt — beint fyrir fram- an vagninn á fullri ferð. Hann sá annað framhjólið renna í átt- ina til sín, en það er svo stórt að það nær meðalmanni í öxl, og samsvarandi að breidd. Maður- inn reyndi að velta sér til hliðar, en varð aðeins of seinn. Hjólið náði í blátána á öðrum fæti, og festi hana undir sér um leið og hjólið rúllaði upp eftir fætinum öðrum, upp að nára, upp að síðu og á næsta augnabliki mundi það merja höfuðið undir sér. Þá staðnæmdist hjólið skyndi- lega. Maðurinn hafði auðvitað hróp- að og kallað, og vagnstjórinn hafði heyrt eitthváð til hans, sem var nóg til að hann stöðvaði vagn- inn. Svo steig hann niður úr ekilssætinu. Hann sá hvar mað- urinn lá undir hjólinu, hraðaði sér aftur upp í vagninn, setti í aft- urábak og bakkaði sömu leið nið- ur af manninum og hann kom. Það var auðvitað til of mikils ætlast, að þessi maður slyppi alveg ómeiddur, enda gerði hann það ekki. Fóturinn hafði brotnað illa um ökklann, og tók hann langan tíma að gróa. En hann — og raunar margir fleiri — eru steinhissa á og kunna enga eðli- lega skýringu á því að hann skuli hafa sloppið lifandi undan hjól- inu, sem valt undir 15 tonna þunga eftir hörðu steingólfinu. G. K. PÖSTURINN Framhald af bls. 7. sennilega alveg jafnmikinn hluta skækjuefna, melludólga, þjófa, smyglara og landráðamanna eins og aðrar þjóðir og þarf sökum þeirra upplags- og uppeldisgalla varnir við erlendum ófétishætti, engu síður en Bandaríkjamenn og Rússar varnir við njósnum. Sigurður Jónsson frá Brún. --------Mjög skarplega athug- að hjá þér, kæri Sigurður frá Brún. Erum vér sammála hverju orði í bréfi þínu og vel það. Skil- ið getum vér, að heiðarlegum vegaverkstjórum hafi fallizt hendur, er þeir sáu „stelpugæs- ir liggja með hermannafylgd" í annarri hverri brekku, eða hvernig fór fyrir þeim, sem einir voru á ferð „og oftast ríðandi“? Hvort reyndu þeir að moka ofan af skilningsglórunni eða blása á héluna á sálarljóranum til þess að forpokast ekki í tórunni svo þeir mættu undanskilja sig er- lendum ófétishætti með ein sex skip til aðflutnings og burtflutn- ings manna og muna og þótti engum mikið, eða hvað sýnist þér, Sigurður frá Brún? klefa vélarinnar og það heyrðist daufur smellur. Quarrel skaut aftur, fyrst einstöku skoti og síðan skot- hríð. Skotin dundu tilgangslaust ó vélinni. Hún breytti ekki einu sinni um hraða. Hún rann áfram og sveigði örlítið í áttina þangað, sem skotin komu. Bond miðaði vandlega með Smith & Wesson byssunni. Þungir hvellirnir í byssunni hans heyrðust yfir skellina í Remington- rifflinum. Annað Ijósið brotnaði og slokknaði. Hann skaut fjórum skot- um á hitt og hitti það í fimmta skoti, sem jafnframt var síðasta skotið í byssunni. Það hafði engin áhrif á tækið. Það rann beint áfram í áttina að felustað Quarrels. Bond hlóð aftur, og tók að skjóta á stóru hjólbarðana, undir svörtum og gylltum vængjum ferlíkisins. Skotfærið var nú aðeins um þrjátíu metrar, og hann hefði getað svarið, að hann hefði hitt hjólið, sem næst honum var, aftur og aftur. Það gerðist ekkert. Var hjólið úr massívu gúmmíi? Bond fann fyrstu ótta- mörkin hríslast niður eftir hrygg- lengjunni á sér. Hann hlóð enn á ný. Var til ein- hvers að skjóta á þetta apparat aftan frá? Átti hann að þjóta út í vatnið og reyna að komast inn í það? Hann steig eitt skref áfram gegnum runnana. Þar stirðnaði hann upp og gat ekki hreyft sig? Allt í einu stóð blár loginn langt fram úr kjaftinum í áttina að felu- stað Quarrels. Snögg eldsúla skall á runnanum hægra megin við Bond. í sama bili heyrðist ómennskt ösk- ur, og svo varð allt hljótt. Ánægð hvarf eldtungan aftur inn í kjaftinn. Hluturinn snerist á öxli og stanzaði. Nú stefndi eldkjafturinn beint á Bond. Bond stóð og beið eftir enda- lokunum. Hann horfði inn í bláan kjaft dauðans og sá inn í rauða UhfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA2 ÞitS er alltaf saml leUrarlnn 1 hcnnl Yhd- Isfrið okkar. Hún hefur falIS Srklna hans Nða einhvers staSar f WaSInu og heltlr gúðum verSlaunum handa telra, sem getur fundlS Srkina. VerSlaunln eru' stór kon- fektkassl, fuUur af hezta konfektl, og íramlelSandlnn er au.SvitaS SœlgœtlsBorS- In N61. Náfa HelmlU Öddn er i hU. Siðast er dreglS var hlaut verSIauntos KOLBRÚN HÁKONARDÓTTIR, Hólmgarði 54, Rvík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 25. tbl. — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.