Vikan


Vikan - 18.06.1964, Side 49

Vikan - 18.06.1964, Side 49
glóð eldvörpunnar bak við hlaupið. Hann hugsaði um lík Quarrels — þó var enginn tími til að hugsa um Quarrel — og sá fyrir sér brenndan líkama hans, liggiandi í bráðnum sandi og reykurinn steig upp af. Brátt mundi hann einnig verða eins og lifandi kyndill. Aftur mundi heyrast ómennskt öskur, þeg- ar lífið væri brennt úr honum. Svo kæmi röðin að Honey. Hvað I drott- ins nafni hafði hann flanað út í? Hvers vegna hafði hann verið svo óforsjálI að taka Quarrel með sér í þessa feigðargöngu? Hvers vegna hafði hann ekki látið sér segjast, þegar honum var Ijóst, að dr. No hafði komizt að erindi hans til Jamaica? Bond beit á jaxlinn. Flýt- ið ykkur fíflin ykkar. Ljúkið þessu af. Það heyrðist brak í hátalara. Svo kom málmkennd rödd: — Komdu fram, Breti, og stelpan. Veriði fljót, eða við steikjum ykkur í helvíti, eins og hann vin ykkar. Til þess að herða á þeim, spýtti ferlíkið dálitlum eldi í áttina að honum. Bond hörfaði undan æðisgengnum hitanum. Hann fann líkama stúlkunnar við bak sér. Hún sagði móðursjúk: — Ég varð að koma, ég varð að koma . . . Bond svaraði: — Það er allt í lagi, Honey, vertu bara róleg fyrir aftan mig. Hann hafði ákveðið sig. Það var ekki um neitt að velja. Jafnvel þó að þau yrðu drepin seinna, yrði það ekki verra en sá dauðdagi, sem þeim var búinn nú. Hann teygði sig í hönd stúlkunnar og dró hana með sér út á sandinn. Aftur glumdi í gjallarhorninu: — Stanzið þarna. Góður strÓKur. Og hentu nú þessum hnetubrjót, sem þú ert með. Reynið þið nú engin brögð, eða þá að vatnskrabbarnir fá einu sinni steik til hátíðabrigðis. Bond sleppti byssunni sinni. Þar fór Smith & Wesson byssan. Berett- an hefði verið alveg jafngóð, gagn- vart þessu apparati. Stúlkan snökti. Bond þrýsti hönd hennar. — Hertu þig upp, Honey, sagði hann. — Við skulum einhvernveg- inn komast út úr þessu. Hann bölv- aði sjálfum sér fyrir lýgina. Járndyr heyrðust opnaðar. Maður kom aftur úr ferlíkinu, stökk niður — Hvað er þetta, kona! Má maður ckki fara í sturtu, nema maður sé fullur? í vatnið og gekk f áttina til þeirra. Hann var með byssu í hendinni. Hann gætti þess að koma ekki f skotlínu eldvörpunnar. Loginn lýsti upp svitastrokið andiit hans. Þetta var Kínnegri, stór maður, klæddur aðeins í buxur. Eitthvað dinglaði úr vinstri hönd hans. Þegar hann kom nær, sá Bond, að þetta voru handjárn. Maðurinn stanzaði fáeina metra frá þeim. Hann sagði: — Réttið fram hendurnar með úlnliðina saman. Komið svo til mín. Þú á undan, Breti. Hægt, eða þá að þú færð aukanafla. Bond gerði eins og hon- um var sagt. Þegar hann var kom- inn svo nálægt manninum, að hann fann af honum svitalyktina, setti maðurinn byssuna milli tannanna og teygði sig fram og skellti hana járnunum um úlnlið Bonds. B^nd leit í andlitið, sem nú var málm- litað í skininu frá bláum logunum. Þetta var ruddalegt, ófétislegt and- lit. Það urraði að honum: — Heimska fífl, sagði maðurinn. Bond sneri baki við manninum og gekk burt frá honum. Hann ætlaði að sjá lík Qaurrels. Hann varð að kveðja hann. Það glumdi í byssu. Kúla þeytti upp sandinum rétt við fætur hans. Bo.nd stanzaði og sneri sér hægt við. — Verið ekki taugaóstyrkir, sagði hann — Ég ætla aðeins að líta á manninn, sern þið voruð að myrða. Ég kem aftur. Maðurinn lét byssuna síga. Hann hló hrottalega: — Allt í lagi, skemmtu þér bara. En vertu fljótor, eða við grillum þessa brúðu þina. Þú færð tvær mínútur. Bond gekk í áttina að runnanum, sem enn rauk úr. Hann komst a'la leið að honum og leit niður. Hann lokaði augunum og það kon u drættir um munninn. Já, þetta var alveg eins og hann hafði ímyridað sér. Verra. Hann sagði lágt: — Fyr- irgefðu, Quarrel. Hann sparkaði i jörðina og safnaði saman handfylli af svölum sandi milli hlekkjaðra handanna og hellti honum yfir leif- arnar af augunum. Svo gekk hann rólega til baka og stanzaði við hlið stúlkunnar. Maðurinn beindi þeim áfram með byssuna. Þau gengu aftur fyrir vél- ina. Þar voru lágar ferhyrndar dyr. Rödd að innan sagði: — Komið inn og setjist á gólfið. Snertið ekkert, eða þið munuð brjóta fingurna. Þau skriðu inn í eldkassann. Þar var óþolandi stybba af svita og olíu. Það var aðeins nóg rúm fyrir þau að sitja með hnén upp undir höku. Maðurinn með byssuna fylgdi þeim inn og lokaði dyrunum. Hann kveikti Ijós og settist niður á járn- sæti við hlið ökumannsins. Hann sagði: — Allt í lagi, Sam. Við skul- um halda áfram. Þú getur drepið undir katlinum. Það er alveg nógu bjart til þess að aka heim. Það var röð af mælum og rof- um á mælaborðinu. Ökumaðurinn beygði sig áfram og snerti nokkra af rofunum. Hann setti vélina í gír og rýndi út gegnum þrönga rifu á járnhulstrinu fyrir framan sig. Bond ODHHER * REIKIIVÉLRR með um 40 ára reynslo hér á landi, hafa aldrei brugðisf Garðar GísBason h.f. Reykjavfk ENN EIN NÝJUNG FRÁ SJÖFN HEX PAKMALNING !■ r pj rLESF1- “1 \ 'H55! l 9l J © REYNSLAN SANNAR GÆÐI REX VARANNA 1" 83831 VIKAN 25. tl)l. —

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.